Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Síða 60

Læknablaðið - 01.04.1973, Síða 60
78 LÆKNABLAÐIÐ Kúlubrotið, sem eins og fyr er sagt, var 5 cm. í þvermál og ca. IV2 cm. á þykkt, þar sem það var þykkast, hafði flagað inn milli skinnsins og höfuðbeinsins, þannig að það hvarf, þótt ótrúlegt kunni að sýn- ast, og átti læknirinn mjög erfitt að ná því út og heyrði jeg ýmsa segja, að það hefði verið jafnmikið eða meira vanda- verk, en að taka höndina af Ólafi, enda var allt orðið bólgið kring um kúlubrot- ið, þegar læknirinn kom og var búinn að eiga við Ólaf, sem mest lá á að bjarga, þar eð hann var að mestu meðvitundarlaus af blóðtapi. Höfuðbeinið á drengnum var dældað, en óbrotið. Var hann um tíma utan við sig, en varð að mestu albata síðar. Afrek læknisins í báðum þessum tilfell- um voru lengi í minnum höfð í Tálkna- firði, aðallega að hann skyldi geta fram- kvæmt allt með lítilli aðstoð og í ljelegum húsakynnum. Ólafur byrjaði lítið eitt að vinna vorið eptir, reri hann til fiskjar einn á bát um vorið. Hann bjó sjer út róðrarband, svo ekki var að sjá annað álengdar, en að þar væri maður með tvær hendur, svo sóttist honum vel róðurinn. Hann dró fisk á hand- færi og brá stúfnum fyrir, og sýndist ekki lengur að draga fiskinn en heilhentir menn. Einnig bjó hann sjer út kló, sem hann festi upp á stúfinn og með aðstoð hennar smíðaði hann bæði járn og trje, enda var maðurinn mjög hagur. Foringinn af „Duplaix" gaf Ólafi, þegar hann kom til hans 100 franka í gulli, síðar sótti Erlendur Jafetsson, sem þá var hrepp- stjóri í Tálknafirði, um styrk til franska ræðismannsins í Reykjavík og fyrir hjálp hans fékk Ólafur veitingu fyrir 100 franka styrk árlega, meðan hann lifði. Hefur sá styrkur verið greiddur síðan, en hækkað- ur upp í 300 franka á ári frá 1921 (1. jan. að telja). Jeg hef borið undir Ólaf Björnsson öll þau atriði, sem jeg ekki mundi með fullri vissu og kveður hann rjett frá sagt í öllum greinum, sem hann man, er hann nú orð- inn 79 ára og er farinn að sljófgast, en þó ekki svo, að einstöku atriðum getur hann sagt frá furðu skýrt. Jeg hef skrifað þetta upp handa þjer og þínum, ef það gæti orðið til að gleðja þig eitthvað, þegar þú hugsar um fornar end- urminningar og afrek. BRÉF FRÁ SCHEVING 16. ÁGÚST 1935 Jeg þakka þér kært fyrir þínar hjart- fólgnu og ástúðlegu heillaóskir í tilefni af gullbrúðkaupi okkar hjónanna. Þá þakka jeg líka fyrir þínar ítarlegu upp- lýsingar um Lambeyrarslysið. Að þú sjálf- ur hafðir verið með var jeg búinn að stein- gleyma, mundi bara, að það var einhver djarfur drengui', hugrakkur og ekki fjas- gefinn. Já, jeg hef gleymt mörgu, meðal annars söginni, sem þú minntist á, — hún var höfð til að saga t. d. fingurbein og annað slíkt, mig minnti, að jeg hefði notað grmd- arsög, en þar rugla jeg líklega saman öðru svipuðu tilfelli. í Dýrafirði kól mann til skaða á höndum, — á annari svo, að kom- inn var þar í kolbrandur upp fyrir úlnlið og vel það, og ekkert annað að gera en amputatio. Jeg stóð þarna uppi verkfæra- laus, og eptir eins dags bið og ráðslag varð það ofan á að kútta af framhandlegg- inn með fiskihníf, vel á lögðum og grindar- sög, hvorttveggja snilldarlega brýnt af Gunnari Bachmann, sem þá var á Þing- eyri. Það er líklega þetta tilfelli, sem í huga mínum ruglast saman við Lamb- eyrarslysið. Sem curiosum man jeg, að Gram sálugi agiteraði fyrir sínum fiski- hnífum eða mælti með þeim með því að minna á, að „ta er ta sama sort som lækn- irinn skar hendin á manninn med.“ Vertu bless — og heilsaðu öllum þínum kæru frá mér. Þinn gamli vin, D. Scheving Thorsteinsson. N.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.