Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 65

Læknablaðið - 01.04.1973, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 83 TAFLA 4 Erfðafrumuskammtur við röntgenrannsóknir á börnum. Gonad dose mrad Male Female A. Low Gonad Dose Group Head (including cervical spine) less than 10 Dental (full mouth) Arm (including forearm and hand) ” Bony thorax ” Lower leg, foot ” Chest (heart, lung) including mass miniature radiography ” B. Moderate Gonad Dose Group Dorsal spine 30 30 Stomach and upper gastro-intestinal tract 75 150 Cholecystography, cholangiography 10 200 Femur, lower two-thirds 100 30 Abdomen 150 50 C. High Gonad Dose Group Lumbar spine, lumbosacral 200 200 Pelvis 300 150 Hip and femur (upper third) 300 100 Urography 500 200 Retrograde pyelography 300 200 Urethrocystography 600 100 Lower gastro-intestinal tract 400 500 vissum þróunarstigum en öðrum. Geislun fósturs á seinni hluta meðgöngutímans leiðir að öllum líkindum til sams konar vefrænna áhrifa og í fullorðnum, en senni- lega þó með hærri áhættustuðli. bað hef- ur verið áætlað, að 2-10 sinnum meiri hætta sé af áhrifum geislunar á fóstur, en á börn og fullorðna. Sérhver tilraun til þess að áætla áhrif geislunar vegna röntgenrannsókna á ein- staklinga og heilar þjóðir krefst þekking- ar á þeim geislaskömmtum, sem hinn geislanæmi líkamsvefur fær. Auk þess eru áhrifin á hópa og heilar þjóðir háð tíðni röntgenrannsókna. Við samanburð á mis- munandi hópum er mikilvægur meðal- fjöldi röntgenrannsókna á einstakling, og þá sérstaklega tíðni sérstakra rannsókna, þar sem annaðhvort er um að ræða háan geislaskammt, eða geislun viðkvæmra líf- færa, t. d. kynfruma. Það er unnt að minnka mjög hættuna á skaðlegum áhrif- um geislunar með því að minnka þann geislaskammt, sem hinn geislaði vefur verður fyrir, með því að minnka rúmmál líkamsvefsins, sem verður fyrir geislun, og með því að fækka skoðunum. Tafla 1 segir til um fjölda röntgenskoð- ana í ýmsum löndum. Er hann talsvert mismikill, en algengar eru 300-500 skoð- anir á 1000 íbúa. Bæta má hér við, að um stöðuga fjölgun röntgenrannsókna er að ræða í flestum löndum. T. d. er árleg aukning á Bretlandseyjum 3,5% og í Frakklandi 6,5%. Með þessu áframhaldi yrði tvöföldun á tíðni röntgenrannsókna á Bretlandseyjum á næstu 20 árum, og í Frakklandi á næstu 11 árum. Þetta gildir einnig um flest önnur lönd og hlyti að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.