Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1973, Síða 66

Læknablaðið - 01.04.1973, Síða 66
84 LÆKNABÍ.AÐIÐ leiða til stöðugt hækkandi geislaskammta fyrir þjóðir heims, ef ekki kæmi á móti minnkun geislaskammta pr. rannsókn. Með nýrri tækni hefur stöðugt verið unnt að minnka geislaskammta í mikilvægum rannsóknum síðustu árin, og verður sjálf- sagt eitthvert framhald á því. í töflu 2 er sýnd dreifing á virkum bein- merg í líkamanum. Má af henni sjá, hvaða rannsóknir gefa mestan beinmergsskammt. Skal þar sérstaklega bent á, að í hrygg er u. þ. b. 1/3 af virkum beinmerg lík- amans, og í beinum grindarhols er annar þriðjungur. f töflu 3 eru síðan gefnir upp kynfrumu- skammtar og meðalgildi á beinmergs- skömmtum fyrir ýmsar skoðanir. Eins og kemur fram í töflu 3 og töflu 4 má skipta öllum röntgenrannsóknum í 3 hópa: þær, sem gefa lágan, meðalháan og háan kyn- frumuskammt. Það skal tekið fram, að skammtur í sömu. skoðun getur verið mjög mismunandi eftir því, hvar hún er fram- kvæmd, með hvaða tækni og af hverjum. Margar af algengustu röntgenskoðunum, þar á meðal hjarta-, lungna- og útlima- skoðanir, gefa kynfrumuskammta, sem eru minni en 10 mill.irad. í öðrum skoðunum á neðri hluta líkamans, þar sem kynfrum- ur eru ekki inni í aðalgeislanum, er geisla- skammturinn nálægt 100 mr. í þriðja hópnum er einnig um að ræða röntgen- skoðanir á neðri hluta líkamans, en hér lenda kynfrumurnar í aðalgeislanum. í þessum skoðunum er skammturinn venju- lega meiri en 500 mr., en getur farið upp í nokkur þúsund mr. Einnig geta kynfrum- ur fósturs fengið mjög stóra skammta í grindar- og kviðarholsskoðunum á van- færum konum. Meðalbeinmergsskammtur er venjulega miklu lægri en hæsti kynfrumuskammtur, vegna þess, hve beinmergurinn er dreifð- ur um líkamann og tiltölulega vel varinn. Mjög mikilvæg undantekning er á þessu í sambandi við grindarholsskoðanir á van- færum kcnum, þar sem allt fóstrið er geislað, og í brjóstholsskoðunum, þar sem meðalbeinmergsskammtur er talsvert hærri en kynfrumuskammturinn. Hjá börnum eru húðskammtar, bein- mergsskammtar og kynfrumuskammtar venjulega lægri en í fullorðnum, og stafar það fyrst og fremst af því, að minni geisl- un þarf til myndatöku, vegna þess, að vefjaþykktin er minni. Þegar geislinn er ekki vandlega afmarkaður, geta kynfrumu- skammtar orðið hærri, þar sem meiri lík- ur eru á því, að kynfrumur lendi í aðal- geisla. Þótt kynfrumur lendi ekki í aðal- geisla fá þær meiri dreifða geislun. Kyn- frumuskammturinn verður því alltaf hærri þeim mun stærri geislaflötur, sem notaður er. A töflu 4 er röntgenrannsóknum á börn- um skipt í 3 hópa eftir stærð kynfrumu- skammta. Þegar metin eru áhrif röntgenrannsókna á heila þjóð, er fyrst og fremst athugaður meðalársskammtur á viðkvæman vef hvers einstaklings, sérstaklega kynfrumur og virkan beinmerg. I útreikningi svonefnds erfðalega mikilvægs skammts (genetically significant dose), er tekið tillit til margra atriða annarra en þess geislaskammts, sem kynfrumur fá. Miðað er við þann skammt, sem ætla mætti, að framkallaði sömu ___j Abdomen .and pelvis Mynd 1. Aætluð dreifing erfða- frumuskammta eftir tegundum röntgenrannsókna á karlmönnum 15-29 ára.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.