Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 25

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 13 Ólafur Þ. Jónsson AFBRIGÐILEGIR CHOLINESTERASAR SEM ORSÖK FYFIR LANGVARANDI APNEA Suxamethonium er stuttverkandi vöðva- slappandi lyf, sem byrjað var að nota við svæfingar árið 1952. Efnið er brotið niður í líkamanum tfyrir áhrif cholinesterasa, sem framleiddir eru í lifrinni. Fljótlega var því veitt athygli, að ein- staka sjúklingar fengu langvarandi apnea eftir notkun lyfsins. Margir þessara sjúkl- inga virtust alveg heilbrigðir og litlir skammtar höfðu verið notaðir. Var í fyrstu álitið að orsökin væri skortur á cholin- esterösum. Árið 1958 uppgötvaðist, að um tvenns konar cholinesterasa í serum væri að ræða, annars vegar venjulega, sem brjóta niður suxamethonium mjög hratt og hins vegar afbrigðilega (atypiska), sem brjóta það niður mjög hægt. Eftir suxamethonium- notkun verður þá um langvarandi apnea að ræða hjá þeim sjúklingum, sem hafa afbrigðilega cholinesterasa. Hér verður sagt frá einu slíku tilfelli. SJÚKRASAGA 56 ára gömul kona var tekin til aðgerðar vegna brots á ökkla. Hún hafði verið hraust að öðru leyti en því, að í nokkur ár hafði mælzt af hár blóðþrýstingur og hafði hún notað við því Centyltöflur. Hún hafði aldrei verið vistuð á sjúkrahúsi áð- ur. Við skoðun var almennt ástand gott, hjarta- og lungnahlustun eðlileg, blóð- þrýstingur 140/80. Blóðhagur eðlilegur, sömuleiðis hjartarafrit og röntgenmynd af lungum. í lyfjaforgjöf fékk hún pethidine 50 mg., Phenergan 25 mg. og atropin 0,5 mg., sem gefið var í vöðva tveimur stundum áður en svæfing hófst. Hún var svæ-fð með 300 mg. 2,5% penthotal í æð og síðan gefið 75 mg. af suxamethonium í æð til slöppunar áður en barkarenna var lögð. Svæfingu var síðan haldið við með halothane 1,5- 0,3%, glaðlofti 3 1. og súrefni 3 1. Notað var hringrásarkerfi með kalki. Fljótlega var Ijóst, að sjúklingurinn and- aði ekki sjálfur og varð því að stjórna öndun meðan á aðgerð stóð. í lok aðgerðar var sjálfstæð öndun þó byrjuð, en mjög veikluð. 20 mínútum síðar var öndun það góð, að talið var óhætt að taka barkarenn- una. Um það bil tveimur stundum eftir lok aðgerðar var öndun orðin eðlileg og sömu- leiðis líkamskraftar. Voru þá liðnar rúmar 3 klst. frá því að svæfing hófst. Útilokað- ar voru ýmsar algengar ástæður til lang- varandi apnea í sambandi við svæfingar. Var því tekið blóðsýni, sem rannsakað var á vegum Erfðafræðinefndar Háskólans og kom í ljós, að um afbrigðilega cholinester- asa var að ræða. UMRÆÐA Suxamethonium er mikið notað sem hjálparlyf við svæfingar, einkum til stuttr- ar afslöppunar, þannig að auðveldara sé að setja niður barkarennu. Verkun þess var- ir yfirleitt skemur en 2 mín., þegar venju- legur skammtur er notaður, (50-70 mg. hjá fullorðnum). Talið er að meirihluti efnis- ins sé brotinn niður á einni mínútu og verður það fyrir áhrif cholinesterasa. Það klofnar fyrst í succinylmonocholine og choline. Síðan breytist succinylmonochol- ine í succinsýru og choline. Eins og að framan greinir eru cholin- esterasar framleiddir í lifrinni. Þegar um lifrarsjúkdóma er að ræða, getur því orð- ið skortur, sömuleiðis við langvarandi nær- ingarskort. Hiá slíkum sjúklingum má bú- ast við nokkurri seinkun á niðurbroti suxamethonium. Afbrieðilegir cholinesterasar orsakast af afbrigðilegum genum, sem ganga að erfð- um. Ekki verður nánar farið út í erfða- fræðileg atriði eða rannsóknaraðferðir, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.