Læknablaðið - 01.02.1974, Síða 44
24
LÆKNABLAÐIÐ
TAFLA2
Innlagningar á L-deild F.S.A. 1954-1972.
Aldursdreifing.
Innlagningar vegna geðsjúkd. eða geðkvilla Innlagningar alls
Fjöldi % Fjöldi %
0-9 ára 10 0.4 224 2.0
10-19 — 95 3.8 388 2.5
20-29 — 265 10.8 755 6.6
30-39 — 288 11.7 954 8.3
40-49 — 489 20.0 1440 12.5
50-59 — 474 19.3 1980 17.2
60-69 — 339 13.9 2345 20.3
70-79 — 293 12.0 2283 19.8
80-89 — 172 7.0 1079 9.4
90- — 28 1.1 155 1.4
Samtals 2.453 100.0 11.603 100.0
VI.
Gróft áætlað má gera ráð fyrir að meðal-
tali 3 innlagningum á mánuði úr geðsjúk-
dómahópnum, 5-6 úr neurosuhóp og 2-3 úr
síðari hóp „geðrænna kvilla“.
Á töflu 2 er sýnd hlutdeild geðsjúk-
dóma í innlagningum á árabilinu 1954-
1972 og dreifing innlagninga á aldurshópa.
Aldursdreifing gefur ekki veruleg til-
efni til athugasemda, en skýringin á ald-
ursflokknum 0-9 ára er sú, að sjálfstæð
barnadeild tók ekki til starfa fyrr en ár-
ið 1962 og fram að því fékk lyfjadeild sinn
skerf af veikum börnum þegar til innlagn-
inga kom.
Á línuriti er aldursdreifing innlagninga
vegna geðsjúkdóma og geðrænna kvilla
borin saman við aldursdreifingu allra ann-
arra innlagninga. Ordinat sýnir meðalinn-
lagningafjölda á ári miðað við 1000 íbúa
upptökusvæðis í hverjum aldursflokki. 70
ára og eldri eru settir í einn og sama ald-
ursflokk, þar eð stuðzt er við manntals-
skýrslu 1960, við útreikning á meðalinn-
lagningafjölda tímabilsins. Upptökusvæði
er Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur með
kaupstöðum.
SAMANBURÐUR VIÐ
AÐRAR RANNSÓKNIR
Ég hef ekki rekizt á nákvæmlega eins
uppbyggða rannsókn í innlendum eða er-
lendum blöðum, en þær, sem helzt eru sam-
bærilegar, sýna þetta:
H. C. Helsborg rannsakaði 500 fullorðna
sjúklinga, innlagða á lyfjadeild í Árósum,
Danmörk, á tímabilinu desember 1947 til
desember 1948. Geðsjúkdómur eða geð-
rænn kvilli var aðalsjúkdómur hjá 110
sjúklingum eða 22%, hlutfallið nálægt 1:5.
Johannes Nielsen, Tranebjerg sygehus,
Samsö, Danmörku, athugaði á tímabilinu
1.7.61-31.12.61 187 innlagða sjúklinga á
ódeildaskipt sjúkrahús og komst að þeirri
niðurstöðu að 67 (36%) hefðu einhvern
geðsjúkdóm eða geðrænan kvilla. Nielsen
var ráðgeíandi (konsulterandi“) geðlækn-
ir spítalans á þessu tímabili og kvaddur
til samráðs („konsulteraður”) við með-
höndlun á 41 sjúklingi, sem er 22% af 187,
og bendir enn til að ca. 1 af hverjum 5
sjúklingum sé þar fyrst og fremst af geð-
rænum orsökum. Hina 26 sjúklingana með-
höndluðu læknar spítalans án samráðs við
Nielsen, en um árangur er ekki getið.
Á lyflæknisdeild Diakonhjemmets syke-
hus í Osló rannsakaði Laane árið 1951 113