Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1974, Síða 50

Læknablaðið - 01.02.1974, Síða 50
26 LÆKNABLAÐIÐ skoðunar í grundvallaratriðum? Varla get- ur nokkur aðili gefið endanleg svör við spurningum þessum nú þegar, en eftirfar- andi atriðum er hér með komið á fram- færi. Það hlýtur að vera hagsmunamál Akur- eyringa og reyndar allra Norðlendinga að geðheilbrigðisþjónusta innan fjórðungsins komist á laggirnar hið fyrsta. Varla þarf að deila um svo einfalda staðreynd. En þegar ýmislegt annað innan heilbrigðis- þjónustunnar kallar að um leið, mörg brýn verkeíni bíða úrlausnar, verður vandi að velja úr og raða niður í framkvæmdaröð. Þar reynir á yfirstjórn heilbrigðismála í landinu. Þaðan kemur endanleg ákvörðun, er sker úr í vafaatriðum. A þessu ári hefur Læknafélag íslands sett fram tillögur til úrbóta í heilbrigðis- vandamálum dreifbýlisins, bent sérstak- lega á læknaskortinn, sem hvarvetna blas- ir við, og nauðsyn þess að flýta sem mest fyrir tilkomu heilsugæzlustöðva. Þetta má hiklaust telja skynsamlega stefnu, en dreií- býlisfólk á einfaldlega betra skilið að mínu áliti: Með myndarlegu átaki á Akur- eyri væri unnt að lyfta allri heilbrigðis- þjónustu í þessum fjórðungi á mun hærra stig, gera staðinn eftirsóknarverðan í aug- um heilsugæzlustarfsfólks og sporna við vaxandi einokun Faxaflóaþéttbýlisins á ný- liðun í öllum stéttum heilbrigðisþjónust- unnar. Þetta gæti orðið liður í víðtækari áætlun um að stöðva fólksílóttann til höf- uðborgarsvæðisins í verki — ekki orði. Sé alvara á bak við þá hugmynd að koma upp heilbrigðisþjónustu á Akureyri, er jafnazt gæti á við þá, er bezt býðst í Reykjavík, eða því sem næst, er nauðsyn- legt fyrir alla hlutaðeigandi að hafa eitt hugfast frá upphafi: Bezta hugsanlega heil- brigðisþjónusta kemst því aðeins á, að jafnt sé hugsað fyrir öllum þörfum heilsugæzl- unnar utan veggja stofnana sem innan. Þess vegna þarf að fara saman heildar- endurskoðun á allri læknisþjónustu (praksis) í Akureyrarbæ og uppbygging þeirrar sjúkrahúsþjónustu, sem heilbrigð- isyfirvöld telja hentugasta. Einnig væri athugandi fyrir læknadeild H.í. og læknasamtökin að vera með í spil- inu og rannsaka aðstæður á Akureyri með tilliti til kennslu heilsugæzlustétta og mætti kamnski læra eitthvað af reynslu Norðmanna í Tromsö. Háskóli, heilbrigðis- málaráðherra, læknasamtökin og Akur- eyrarbær fá hér með beina áskorun um að hafa frumkvæði, kalla saman til undirbún- ingsráðstefnu, taka síðan markvissa stefnu og fylgja henni eftir af fuilum krafti. Við höfum ekki efni á að vanrækja til lengdar þjóðfélagsleg umbóta- og nauðsynjaverk innan heilbrigðisþjónustunnar og enn síður að gefa þeirri þróun lausan tauminn, er stefnir að vaxandi framúrstefnu ýmissa þátta heilbrigðisþjónustunnar á Seltjarn- arnesi og næsta nágrenni. Það verður að teljast aðkallandi að koma upp geðdeild F.S.A. hið fyrsta, og vil ég í því sambandi vísa til tillagna Tómasar Helgasonar. Nauðsynlegt er, að einnig verði breyting- ar á Kristneshæli, sem miða að því að veita þá geðheilbrigðisþjónustu, sem sjúkl- ingar þar þurfa og eiga rétt á. Nú eru þar 83 sjúklingar af ýmsu tagi: hjúkrunar- sjúklingar, gamalmenni, sjúklingar í end- urhæfingu eftir meðferð og aðgerðir á F.S.A., geðsjúklingar og berklasjúkt fólk, en allir aðrir sjúklingar með bráða sjúk- dóma eru sendir beinustu leið á F.S.A., þar sem aðstaða öll og þjónusta er sniðin fyrst og fremst fyrir þennan þátt heilsu- gæzlunnar. Núverandi verkaskipting er skiljanleg vegna hlutverks hælisins fyrr á árum, en íjarstæðukennt væri að reikna með henni í framtíðinni, þegar berkla- vandamálið verður orðið hverfandi lítið samanborið við mörg önnur, sem kalla á læknishjálp, hjúkrun, sjúkrarúm og bætt- ar aðstæður til heilsugæzlu. Heilsuhælið í Kristnesi er að rnörgu leyti kjörið til að bæta úr brýnni þörf á sjúkra- húsaðstöðu fyrir ýmsa hópa vanræktra í nútíma þjóðfélagi, t. d. taugaveiklað fólk, vanheilt, vanmegnugt, lífsþreytt eða útslit- ið, fólk með geðræna kvilla eða geðsjúk- dóma, er bjargar sér að einhverju leyti sjálft, en þarfnast þó vistunar á heilbrigð- isstofnun tíma og tíma til að verða fær- ara um að standa á eigin fótum. Kristnes- hæli gæti vel gegnt þessu hlutverki, en til þess þarf starfsfólkið sérstaka menntun og þjálfun, sem ekki er fyrir hendi eins og er, en gæti orðið fljótlega, t. d. eftir annarri leið af þessum tveimur:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.