Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 67

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 67
LÆKNABLAÐIÐ 37 Gunnar Sigurðsson læknir HÆKKUÐ BLÖÐFITA ORSAKIR, AFLEIÐINGAR OG MEÐFERÐ INNGANGUR Ýmislegt bendir til þess, að fitan í blóð- inu, einkanlega kólesteról og líklega einn- ig þríglyseríðar, gegni veigamiklu hlut- verki í myndun æðakölkunar. Því er eðli- legt, að mikill áhugi sé á, hvort og hvernig koma megi í veg fyrir þessa þróun. Þó er ljóst, að hækkuð blóðfita er aðeins einn af áhættuþáttunum fyrir æðakölkun, þó af mörgum talinn sá veigamesti, ásamt háþrýstingi, vindlingareykingum, sykur- sýki, offitu o. fl. í þessu yfirliti verður fjallað um tengsl blóðfitu og æðakölkun- ar, helztu orsakir hækkaðrar blóðfitu, flokkun hennar og meðferð. „BLÓÐFITUKENNINGIN“ Það, sem einkum rennir stoðum undir svokallaða ,,blóðfitukenningu“, þ. e. að fit- an í blóðinu gegni veigamiklu hlutverki í myndun æðakölkunar, er m. a. eftirfar- andi. 1) Vefjabreytingarnar í æðaveggnum, sem sjást við æðakölkun (í þessari grein notað fyrir atherosclerosis) einkennast af fituútfellingum, aðallega kólesteróli. Sýnt hefur verið fram á með ýmiss konar til- raunum, að þessi fita hefur síazt úr blóð- inu inn í æðavegginn, en hefur ekki nema að litlu leyti myndazt í æðaveggnum sjálf- um.1 Fyrstu stig æðakölkunar sjást sem fiturákir í æðaveggnum, sem síðar kalka og sármyndanir geta orðið. Því er líklegt, að í síðari stigum æðakölkunar gegni aðrir þættir en blóðfitan veigamiklu hlutverki. 2) Unnt er að framkalla fyrstu stig æða- kölkunar, þ. e. fiturákirnar, í ýmsum dýra- tegundum með því að fæða dýrin á kóle- sterólríku fæði. í öpum a. m. k. hefur ver- ið sýnt fram á, að þessar breytingar hverfa, þegar þeim hefur að nýju verið gefið kólesterólsnautt fæði.3 Hins vegar eru skiptari skoðanir um, hvort seinni stig æðakölkunar geti horfið. Krufningar á föngum í þýzkum fangabúðum í síðustu heimsstyrjöld sýndu mjög lítil merki æða- kölkunar, sem styður þá skoðun, að síðari stigin geti einnig horfið, a. m. k. við lang- varandi hungur. 3) Faraldursfræðilegar rannsóknir í 7 þjóðlöndum hafa leitt í ljós sterka fylgni milli meðalgildis kólesteróls heilla þjóða og tíðni kransæðasjúkdóma í þessum lönd- um.18 Þannig er hátt meðalgildi kólesteróls t. d. í Bandaríkjunum, Finnlandi og Bret- landi, þar sem hins vegar þjóðir Suður- Evrópu t. d. Ítalíu og Grikklands hafa mun lægra meðalgildi af kólesteróli og krans- æðasjúkdómar eru þar mun fátíðari. Þessi sama rannsókn sýndi einnig sterka fylgni milli meðalneyzlu þessara þjóða af kóle- steróli og mettaðri fitu og meðalgildis á kólesteróli í blóði. Undantekningar finnast þó frá reglunni.0 Önnur viðamikil rann- sókn sýndi og sterka fylgni milli meðal- neyzlu heilla þjóða á kólesteróli og æða- skemmda, sem fundust við krufningu.27 Hins vegar er ekki unnt að skýra mismun kólesterólgilda milli einstaklinga með mis- munandi inntöku af kólesteróli eða mett- aðri fitu, og verður því að skýra hann sem dæmi um líffræðilegan breytileika (bio- logical variability) byggðan á erfðurn, þar sem þessi munur er þegar til staðar að nokkru leyti í naflastrengsblóði.30 Ein- staklingar virðast einnig misnæmir, m. t. t. kólesterólsgildis, fyrir sömu inntöku af kólesteróli og mettaðri fitu. 4) Prospektiv rannsókn, sem gerð var á stórum hópi fólks í Framingham í Banda- ríkjunum, svo og fleiri slíkar rannsóknir, hafa sýnt fram á, að áhætta á kransæða- sjúkdómum stendur í beinu hlutfalli við kólesterólgildi í blóði viðkomanda. Þannig er a. m. k. karlmönnum á aldrinum 40-60 ára með kólesteról >260mg/100ml fimrp
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.