Læknablaðið - 01.02.1974, Síða 67
LÆKNABLAÐIÐ
37
Gunnar Sigurðsson læknir
HÆKKUÐ BLÖÐFITA
ORSAKIR, AFLEIÐINGAR OG MEÐFERÐ
INNGANGUR
Ýmislegt bendir til þess, að fitan í blóð-
inu, einkanlega kólesteról og líklega einn-
ig þríglyseríðar, gegni veigamiklu hlut-
verki í myndun æðakölkunar. Því er eðli-
legt, að mikill áhugi sé á, hvort og hvernig
koma megi í veg fyrir þessa þróun. Þó er
ljóst, að hækkuð blóðfita er aðeins einn
af áhættuþáttunum fyrir æðakölkun, þó
af mörgum talinn sá veigamesti, ásamt
háþrýstingi, vindlingareykingum, sykur-
sýki, offitu o. fl. í þessu yfirliti verður
fjallað um tengsl blóðfitu og æðakölkun-
ar, helztu orsakir hækkaðrar blóðfitu,
flokkun hennar og meðferð.
„BLÓÐFITUKENNINGIN“
Það, sem einkum rennir stoðum undir
svokallaða ,,blóðfitukenningu“, þ. e. að fit-
an í blóðinu gegni veigamiklu hlutverki í
myndun æðakölkunar, er m. a. eftirfar-
andi.
1) Vefjabreytingarnar í æðaveggnum,
sem sjást við æðakölkun (í þessari grein
notað fyrir atherosclerosis) einkennast af
fituútfellingum, aðallega kólesteróli. Sýnt
hefur verið fram á með ýmiss konar til-
raunum, að þessi fita hefur síazt úr blóð-
inu inn í æðavegginn, en hefur ekki nema
að litlu leyti myndazt í æðaveggnum sjálf-
um.1 Fyrstu stig æðakölkunar sjást sem
fiturákir í æðaveggnum, sem síðar kalka
og sármyndanir geta orðið. Því er líklegt,
að í síðari stigum æðakölkunar gegni aðrir
þættir en blóðfitan veigamiklu hlutverki.
2) Unnt er að framkalla fyrstu stig æða-
kölkunar, þ. e. fiturákirnar, í ýmsum dýra-
tegundum með því að fæða dýrin á kóle-
sterólríku fæði. í öpum a. m. k. hefur ver-
ið sýnt fram á, að þessar breytingar
hverfa, þegar þeim hefur að nýju verið
gefið kólesterólsnautt fæði.3 Hins vegar
eru skiptari skoðanir um, hvort seinni stig
æðakölkunar geti horfið. Krufningar á
föngum í þýzkum fangabúðum í síðustu
heimsstyrjöld sýndu mjög lítil merki æða-
kölkunar, sem styður þá skoðun, að síðari
stigin geti einnig horfið, a. m. k. við lang-
varandi hungur.
3) Faraldursfræðilegar rannsóknir í 7
þjóðlöndum hafa leitt í ljós sterka fylgni
milli meðalgildis kólesteróls heilla þjóða
og tíðni kransæðasjúkdóma í þessum lönd-
um.18 Þannig er hátt meðalgildi kólesteróls
t. d. í Bandaríkjunum, Finnlandi og Bret-
landi, þar sem hins vegar þjóðir Suður-
Evrópu t. d. Ítalíu og Grikklands hafa mun
lægra meðalgildi af kólesteróli og krans-
æðasjúkdómar eru þar mun fátíðari. Þessi
sama rannsókn sýndi einnig sterka fylgni
milli meðalneyzlu þessara þjóða af kóle-
steróli og mettaðri fitu og meðalgildis á
kólesteróli í blóði. Undantekningar finnast
þó frá reglunni.0 Önnur viðamikil rann-
sókn sýndi og sterka fylgni milli meðal-
neyzlu heilla þjóða á kólesteróli og æða-
skemmda, sem fundust við krufningu.27
Hins vegar er ekki unnt að skýra mismun
kólesterólgilda milli einstaklinga með mis-
munandi inntöku af kólesteróli eða mett-
aðri fitu, og verður því að skýra hann sem
dæmi um líffræðilegan breytileika (bio-
logical variability) byggðan á erfðurn,
þar sem þessi munur er þegar til staðar að
nokkru leyti í naflastrengsblóði.30 Ein-
staklingar virðast einnig misnæmir, m. t. t.
kólesterólsgildis, fyrir sömu inntöku af
kólesteróli og mettaðri fitu.
4) Prospektiv rannsókn, sem gerð var á
stórum hópi fólks í Framingham í Banda-
ríkjunum, svo og fleiri slíkar rannsóknir,
hafa sýnt fram á, að áhætta á kransæða-
sjúkdómum stendur í beinu hlutfalli við
kólesterólgildi í blóði viðkomanda. Þannig
er a. m. k. karlmönnum á aldrinum 40-60
ára með kólesteról >260mg/100ml fimrp