Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1974, Page 69

Læknablaðið - 01.02.1974, Page 69
LÆKNABLAÐIÐ 39 Mynd 1. Aðalflokkar lipoproteina: Chylomicron, VLDL eða prebeta, LDL eða beta og HDL eða alpha lipoprotein. Þau innihalda mismikið magn af fitu og proteinum og eru því mis- eðlislétt. Frjálsar fitusýrur eru bundnar albumeni, en eru venjulega ekki taldar með lipoproteinum. Þar sem kólesterol og þríglyseríðar er,u bundin proteinum, verður að taka blóðsýnið án þess að nota „stasa“, sem ella leiddi til hækkaðs gildis. er auk þess stofnefni í myndun stera og gallsýra. Þríglyseríðar eru meginuppistað- an í forðafitu líkamans. Þeir eru sambönd fitusýra og glyseróls, og eru þrjár fitu- sýrur bundnar einni glyserólsameind, og er nafngiftin af því dregin. Frjálsar fitu- sýrur (FFA) eru meginorkugjafinn í föstu. Þær eru í stöðugri tilfærzlu milli forða- fitunnar og vefjanna, sem brenna þeim, og hafa þær mjög stutta viðstöðu í blóð- inu. Fosfólípíðar gegna mjög mikilsverðu hlutverki í frumuhimnum og víðar. I þessu yfirliti verður einkum fjallað um kclesteról og þríglyseríða. Fitan er að sjálfsögðu óuppleysanleg í blóðvökvanum, en er bundin sérstökum proteinum, sem starfa sem nokkurs kon- ar bátar til að halda fitunni á floti. Þess vegna er talað um lipoprotein, sem inni- halda bæði fitu- og proteinhluta (apo- protein). Aðalgreiningaraðferðirnar á lipo- proteinum eru rafdráttur og hraðskilvinda (ultracentrifugatio), og hvor um sig hefur leitt til sérstakra nafngifta. (Sjá töflu I). Samkvæmt þessari skiptingu eru því 4 aðalflokkar af lipoproteinum13 20 29 (sjá mynd 1). a) Chylomicron (a) eru svo eðlislétt, eþ.<0.95, vegna þess, að þau samanstanda meir en 95% af þríglyseríðum, en aðeins 1-2% af proteinum. Auk þess innihalda þau lítið eitt af kólesteróli og fosfólípíðum. Aukning á chylomicra í blóði veldur því aðallega hækkun á þríglyseríðum, en í mun minna mæli hækkun á kólesteróli. Þau eru mynduð í garnaveggnum og gegna því hlutverki að flytja þríglyseríða, kóle- steról og fosfólípíða úr fæðunni eftir sog- æðum (þaðan er nafnið dregið) og inn í blóðið. í háræðaveggjunum er sérstakur efnakljúfi, „lipoprotein lipasi“, sem klýf- ur þríglyseríðana frá hinum hluta chylo-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.