Læknablaðið - 01.02.1974, Síða 70
40
LÆKNABLAÐIÐ
CHOLESTEROL
INNTAKA
Mynd 2.
Kólesterólefnaskiptin. Um ]jað bil 50% af kólesteróli í fæðu eru tekin upp af görnum.
Lifrin myndar a. m. k. svipað magn frá Acetyl-CoA, en þessi framleiðsla er þó háð
kólesterólmagninu í blóði undir eðlilegum kringumstæðum. Aðalútskilnaður er í galli
sem gallsýrur og kólesteról. Lítilsháttar (<100ing) skilst út um liúð.
micranna, og eru fitusýrur þríglyseríðanna
síðan teknar upp af fituvef og vöðvum, en
hinn hluti chylomicranna berst svo til lifr-
arinnar, sem svo bruggar (secreterar)
kólesteról sem hluta af VLDL og LDL (sjá
mynd 2). Skortur á þessum efnakljúf leið-
ir því til minnkaðs niðurbrots á chylo-
micra, eins og síðar verður vikið að. Chylo-
micra hreinsast úr b'lóði á 12-14 klst og
því óeðlilegt, ef þau finnast í fastandi
morgunblóði. Sýni tekið án föstu inniheld-
ur að sjálfsögðu verulegt magn af þeim,
sem leiðir til hás gildis á þríglyseríðum og
lítillegrar hækkunar á kólesteróli. Chylo-
micra má greina í serum með því að láta
sýnið standa 24 klst. við 4°, og fljóta þau
þá ofan á svipað og rjómi (sjá mynd 9).
b) VLDL (very low density eða prebeta
lipoprotein) eru eðlisþyngri en chylo-
micron, þar sem þau innihalda meira magn
af proteinum, eða 5-10%, en fituhlutinn
samanstendur einnig að mestu af þríglyser-
íðum. Þó er nokkurt magn af kólesteróli.
Hlutfallið milli þrígl. og kól. í VLDL er
nálægt 5:1. Aukning á þessu lipoproteini
leiðir því einkanlega til hækkunar á þrí-
glyseríðum, en getur einnig leitt til nokk-
urrar hækkunar á kólesteróli. Þetta lipo-
protein er aðallega myndað í lifur úr
frjálsum fitusýrum, glyseróli og protein-
um, sem kölluð eru apoprotein (sjá mynd
3). Þríglyseríðar, sem finnast í fastandi