Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 77

Læknablaðið - 01.02.1974, Side 77
LÆKNABLAÐIÐ 43 NORMAL m IV (BROAD^ ) »1« mmm vmmm matöMm 'MtiWXf/JÍMÍi i r* 17 17 1 mmm wmm < CHYLOS < PRE ‘JQ ■< eC Mynd 4. Flokkun á hyperlipoproteinemium, sem kennd er við Frederickson, byggist á rafdrætti á lipoproteinum í serum, eins og bessi teikning sýnir. Slíkur rafdráttur er aðeins „semi- quantitativur“ og kemur því ekki í stað mæ'inga á kélesteróli og þríglyseríðum, heldur er aðeins stuðningsrannsókn til að finna í hvaða lipoproteini aukningin á kólesteróli og þríglyseríðum sé. Allt að þriðjungur sykursjúkra hefur hækkaða þríglyseríða við greiningu, en ekki er fyllilega vitað hvers vegna sumir hafa það, en aðrir ekki. Því hefur verið haldið fram, að hækkun á þríglyseríðum sé tengiliðurinn milli sykursýki og æða- kölkunar.20 Það er vel þekkt, að hypothyroidismus getur valdið hækkun á kólesteróli, líklega vegna minnkaðs útskilnaðar í formi gall- salta, en getur einnig valdið hækkun á þrí- glyseríðum. Skiptar skoðanir eru um, hvort og hversu oft „subcliniskur hypo- thyroidismus“ sé orsök hækkaðrar blóð- fitu. í þessum sjúklingum finnst hækkað TSH (thyroid stimulerandi hormón), en önnur skjaldkirtilspróf eru eðlileg, en jafn- íramt finnst hækkað kólesteról. Víðtækar rannsóknir eru nú í gangi til að kanna hversu algeng þessi sjúkdómsmynd er. Ofnotkun áfengis er algeng orsök hækk- aðra þríglyseríða, líklega vegna aukinnar framleiðslu lifrar á VLDL.10 Þegar þrí- glyseríðar eru mjög háir getur það valdið endurteknum verkjaköstum í kvið, líklega vegna briskirtilsbólgu, enda þótt amylasar séu ekki alltaf hækkaðir. Þetta skyldi því hafa í huga við mismunagreiningu á kvið- verkjum, ef um mikla áfengissögu er að ræða. Þriðjungur sjúklinga með þvagsýrugigt hefur hækkaða þríglyseríða, en ekki er vitað, hvað er orsök og hvað er afleiðing, því að þvagsýrulækkandi meðferð leiðir ekki til lækkunar á þríglyseríðum.7 Fram- inghamrannsóknin sýndi, að hækkun þvag- sýru er áhættuþáttur fyrir kransæðasjúk- dómi. Ef til vill er það vegna samfara hækkunar á þríglyseríðum, en þeir voru því miður ekki mældir í þessari rannsókn. Nýrnabilun, af hvaða orsök sem er, get- ur valdið hækkun á kól. og þrígl., og get- ur orðið klíniskt vandamál nú, þegar ævi- skeið þessara sjúklinga hefur verið lengt verulega. Getnaðarvarnatöflur hækka að jafnaði þríglyseríða í blóði, en oftast ekki meir en svo, að þeir haldist innan eðlilegra marka. Það virðist vera östrogenhlutinn, sem veld- ur hækkuninni með því að auka lifrar- framleiðsluna á VLDL. Sjaldnar hækkar kólesteról, og þeirri hækkun veldur pro- gestogenhlutinn.31 Um meðgöngutímann verður oft nokkur hækkun á blóðfitunni, væntanlega af svipuðum uppruna. Hækkað kólesteról finnst oft í „obstruc-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.