Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1976, Qupperneq 7

Læknablaðið - 01.04.1976, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 53 Björn Júlíusson, Hjalti Þórarinsson, Grétar Ólafsson DUCTUS ARTERIOSUS PERSISTENS Ductus arteriosus er gangur eða æð, er liggur á milli arteria pulmonalis og aortabogans. Þessi gangur myndast úr 6. aortabogan- um vinstra megin, snemma í fósturlífi, fyr- ir 6. viku.(i Hjá fullburða barni er ductus um það bil 10 mm. á lengd, en getur verið lengri eða styttri. Þvermál gangsins eða æðar- innar er svipað og í aorta descendens eða um það bil 6 mm. Þessi gangur gegnir mikilvægu hlutverki í fósturlífi, þar sern lungu eru þá ekki í starfhæfu ástandi, en mest af því blóði, sem hægra afturhólf hjartans dælir frá sér fer í gegnum þennan gang og út í aorta. Eftir fæðingu verða miklar breytingar á blóðrásarkerfi barns- ins, foramen ovale og ductus venosus í lifrinni lokast fljótlega og blóð hættir að renna í gegnum þau op. Ductus arteriosus er opinn við fæðingu, en blóðrennsli, sem áður var frá arteria pulmonalis út í aorta snýst við og verður frá aorta út í arteria pulmonalis, þar sem útþensla lungnanna hefur í för með sér minni mútstöðu í æða- kerfi lungnablóðrásarinnar og þrýstingur í aorta hækkar vegna þess að fylgjublóð- rásin hefur verið skilin frá. Aukið súrefnis- maffn í því blóði, er rennur í gegnum ductus eftir fæðingu, veldur því, að ductus dregst saman. Fyrst verður vöðvasamdrátt- ur í æðaveggnum, en síðan þykknar endothelið, gangurinn lokast og breytist í ligamentum arteriosum. Þessi lokun verð- ur smám saman á fyrstu klukkustundunum og dögunum eftir fæðingu, en getur dreg- izt í 2-3 mánuði hjá fyrirburðum og sé súrefnismettun blóðsins óvenjulega lág, eins og t. d. hjá þeim er búa í mikilli hæð yfir sjávarmáli og auk þess hjá börn- um með meðfædda hjartasjúkdóma, er valda cyanosis. Það kemur stundum fyrir, að ductus lokast alls ekki og hefur verið um kennt lágri súrefnismettun blóðsins, eins og framan greinir, en auk þess er opinn ductus sem og aðrir meðfæddir gali- ar algengari hjá börnum mæðra, er fengið hafa rauða hunda á fvrstu 3 mánuðum meðgöngutímans. Þá hefur og verið rætt um, að þetta væri arfgengur galli. en oftast er orsök ókunn. Einkenni þessa galla eru oft mjög óljós í fyrstu og upp- götvast stundum ekki fyrr en barnið er komið á skólaaldur. Einkenni geta eigi að síður komið í ljós á hvaða aldri sem er. Fyrsta einkenni er oftast vaxandi mæði og á eftir fylgir svo hjartabilun. Meðan blóð- þrýstingur í aorta og arteria pulmonaris er nokkurn veginn jafn hevrist ekki óhljóð, en iafnskjótt og blóðþrýstingurinn í aorta verður hærri, heyrist systoliskt óhljóð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.