Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1976, Qupperneq 10

Læknablaðið - 01.04.1976, Qupperneq 10
56 LÆKNABLAÐIÐ að þreifa svæðið rétt ofan og aftan við lungnarótina (hilus pulm.) áður en mið- mætisfleiðran er opnuð. Á þessu svæði finnst greinilegur titringur (thrill) þegar blóð streymir í gegnum ganginn og þar sem þessi titringur er mestur liggur gang- urinn undir. Með mikilli varkárni er gang- urinn frílagður og byrjað ósæðarmegin, en sú æð er mun sterkari en lungnaslagæðin. Aðalhættan er að fá gat á ganginn eða aðra hvora æðina, ef ekki er gætt ýtrustu varkárni og getur verið erfitt að stöðva þá blæðingu. Við höfum, notað silki No 00 í undirbindingarnar og er fyrri hnýtingin sett ósæðarmegin enda kemur blóðstraum- urinn þaðan. Fínna silki er notað í undir- stunguna. Áður en ganginum er lokað endanlega er blóðrennslið stöðvað í gegn- um hann í nokkrar mínútur og athugað. hvort nokkur sú breyting verður á ástandi sjúklings, sem gæti bent til þess að hann hefði aðra meðfædda hjartagalla eða há- þrýsting í litlu hringrásinni og blóðrennsli í gegnum ganginn væri sjúklingnum í hag. Þegar ganginum hefur verið lokað, á allur titringur að vera horfinn. Raddtaugin (n. recuri'ens) liggur rétt undir ganginum og verður að gæta þess að skadda hana ekki. Brjóstholinu er lokað með kera, sem tengdur er við sog. Kerinn er tekinn á 2.-4. degi eða þegar hættir að renna í gegnum hann blóð eða blóðvessi. Dvalartími á sjúkrahúsinu hefur verið 8-10 dagar hjá flestum þessara sjúklinga. Margir skurðlæknar kjósa fremur að taka ganginn í sundur og sauma fyrir stúf- ana, einkum ef gangurinn er mjög víður, kalkaður eða sjúklingar fullorðnir. Það telja þeir öruggara og áhættuminna en að undirbinda ganginn. í flestum aðgerðarskýrslum, sem birtar hafa verið, kemur fram, að árangur þess- ara aðgei'ða er ágætur. Þó er skui'ðdauði hjá mörgum 0.5-1% eða jafnvel þar yfir. Trippestad og Efskind birta árangur að- gerða á 686 sjúklingum (1972). Þeir undir- bundu ganginn hjá 673 sjúklinganna, en tóku hann í sundur hjá 13 þeirra. Þeir misstu 6 sjúklinga eftir aðgerðir, þ. e. a. s. skurðdauði er 1% hjá þeim. Þrír sjúkl. dóu í aðgerð, en þrír rétt á eftir. Af öðrum fylgikvillum má nefna, að 11 sjúkl. fengu eftirblæðingu, 12 lungnabólgu, 16 lömun á raddtaug (n. recurrens), 2 fengu alvar- lega hjartabilun og 4 fengu stöðvun á hjartslætti. Thromboembolia fengu 2 og 1 paraplegia. Trippestad og Efskind eftirrannsökuðu 639 sjúklinga, þ. e. a. s. 93% af þeim öll- um. Að meðaltali var liðið 8% ár frá að- gerð. Sex sjúklingar dóu á þessu tímabili, eftir útskrift af sjúkrahúsinu. Tveir þeirra dóu mjög fljótt eftir að þeir útskrifuðust (4 vikur og 3 mánuðir), annar úr hjarta- bilun, en gangurinn hafði opnasit á ný. Hinn sjúkl. dó úr blæðingu vegna sprung- ins slagæðargúlps (aneurysma a. pulm.), en gangurinn hafði einnig opnazt á ný hjá þeim sjúkl. Hinir fjórir dóu af öði’um ástæðum en hjartasjúkdómi. Hjá 156 sjúklingum eða 24% var um áframhaldandi systoliskt óhljóð að ræða. Gangurinn hafði opnast á ný hjá 20 sjúkl- ingum eða 3.1% af þeim, sem voru eftir- rannsakaðii-. Þetta er mun sjaldgæfari fylgikvilli heldur en lýst er af Gross (1952)1 og Jones (1965),3 þar sem gangur- inn opnaðist á ný hjá 20%. Trippestad og Efskind mæla því með undirbindingu sem aðalaðgerð, en taka ganginn í sundur, ef hann er mjög víður, þunnveggjaður eða kalkaður, einkum ef um fullorðna eða aldri sjúklinga er að ræða. Lucht og Söndergaard (1971 )4 gerðu eftirrannsókn á 70 sjúklingum, sem þeir höfðu gert aðgerð á vegna opins ductus á árabilinu 1953-1959. Þeir höfðu gert undirbindingu hjá 60 sjúklingum, en tóku ganginn í sundur hjá 10. Enginn þessara sjúklinga hafði teikn um það, að gangur- inn hefði opnazt á ný og mæla þeir því eðlilega með undirbindingu (sutur liga- tion), sem aðalaðgerð, en taka hann í sundur á sömu forsendum og hjá Trippe- stad og Efskind og nefndar eru hér að framan. Sjúklingum hér vegnaði yfirleitt vel eftir aðgerð og enginn þeirra hefur látizt. Ein stúlka fékk lungnabólgu, en batnaði fljótt við lyfjameðferð. Önnur fékk ígerð í skurðsárið, sem þó gréri vel að lokum. Einn sjúklingur fékk lömun á nervus re- currens, en honum batnaði alveg á fáum vikum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.