Læknablaðið - 01.04.1976, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ
63
og hópstarfi, í þeirri trú að þar verði sam-
band milli heimilislæknis og sjúklings nán-
ara og þjónustan hagkvæm og ódýrari.
Ólafur Örn tók fram að lokum, að þó
ekki yrði komizt hjá göngudeildarstarf-
semi að einhverju marki, þá bæri að
stefna að því að sem mest af heilbrigðis-
vandamálum fólksins yrði leyst utan
sjúkrahúsa og utan göngudeilda, svo lengi
sem hægt er að sýna fram á, að sú þjón-
usta sé ekki lakari en á sjúkrahúsum og
göngudeildum þeirra.
STÖRF SÉRFRÆÐINGA Á HEILSU-
GÆZLUSTÖÐ
Giuðmundur Jóhannesson, læknir, ræddi
um störf sérfræðinga á heilsugæzlustöðv-
um, skipulega sjúkdómaleit og tengsl
sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva. Guð-
mundur tók sem dæmi heilsugæzlustöð eins
og þá, sem ráðgert er að reisa í Breiðholti,
og benti á hugsanlega þrjá valkosti:
„1. Að 2-3 sérfræðingar í stærstu sér-
greinum hefðu sína móttöku á heilsugæzlu-
stöð og gætu þannig þjónað ekki aðeins
upptökusvæði slíkrar heilsugæzlustöðvar,
heldur kæmu til þeirra sjúklingar annars
staðar frá. Með því móti væru viðk-om-
andi sérfræðingar tiltækir á staðnum dag-
lega. Ef sett verður upp heilsugæzlustöð
hér í Domus Medica yrðu hér tilsvarandi
aðstæður.
2. Að sérfræðingar hinna ýmsu sér-
greina skiftust á um móttökur ákveðna
daga í heilsugæzlustöðinni, en væru ráð-
gefandi, ef með þyrfti fyrir heimilislækna
stöðvarinnar þess á milli. Þetta fyrirkomu-
lag mundi væntanlega henta bezt við okk-
ar aðstæður og tryggja betri nýtingu lækn-
anna og þess húsnæðis og aðstoðar, sem
nauðsynleg er í þessu sambandi. Með þessu
móti myndi sú sérfræðiþjónusta, sem hægt
væri að fá, dreifast á fleiri sérgreinar. Og
yrði þannig til meiri hægðarauka fyrir
fólkið, sem síður þyrfti að leita út fyrir
stöðina eftir nauðsynleigri læknisþjónustu.
3. Sambland af tveimur síðastnefndu
valkostunum, þ. e. a. s. einn eða fleiri sér-
fræðingar stöðugt vinnandi á heilsugæzlu-
stöð, en aðrir sérfræðingar til skiftis (rot-
erandi).“
Varðandi skipulega sjúkdómaleit í
tengslum við heilsugæzlustöðvar fjallaði
Guðmundur einkum um mæðravernd og
hópskoðanir kvenna vegna illkynja sjúk-
dóma. Hann taldi aðkallandi að endur-
skipuleggja og samhæfa mæðravernd á
Reykjavíkursvæðinu, og dreifa mæðra-
verndarskoðunum til þeirra heilsugæzlu
stöðva, sem reistar kunna að verða á
næstunni. Yfirumsjón með allri mæðra-
vernd á höfuðborgarsvæðinu ætti að heyra
undir þá stofnun, sem mesta ábyrgð ber
á fæðingarhjálp á þessu svæði. Heppilegast
væri að á heilsuverndarstöð annaðist heim-
ilislæknir ásamt ljósmóður mæðravernd,
en sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæð-
ingarhjálp hafi ákveðna skoðunardaga á
heilsugæzlustöðinni og til hans aðeins vís-
að þeim konum, sem eitthvað þarf að at-
huga nánar, eða eru taldar til áhættuhóps
vegna slæmrar forsögu. Á heilsugæzlustöð
er æskilegt að hafa starfandi ljósmóður,
sem veitir eftir fæðingu leiðbeiningar og
aðstcð um meðferð brjósta.
Guðmundur sagði, að regluleg krabba-
meinsleit hjá konum hefði verið fram-
kvæmd í heilsugæzlustöðinni á Selfossi síð-
an 1971 og hefði það gefið góða raun. Hann
taldi ekki ástæðu til að koma upp föstum
hópskoðunum víðar á sjálfu Reykjavíkur-
svæðinu, en hins vegar væri nauðsynleg'
náin samvinna leitarstöðva krabbameins-
félaganna og verðandi heilsugæzlustöðva.
Guðmundur ræddi því næst um sam-
band sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva, og
benti á eftirfarandi leiðir til að tryggja
sem beztan árangur læknisþjónustu í
Reykjavík:
„1 Þeir sérfræðingar, sem vinna á
heilsugæzlustöð, séu jafnframt starfandi á
einhverju sjúkrahúsa borgarinnar.
2. Gott samband frá sjúkrahúsunum til
heilsugæzlustöðvar ekki aðeins með lækna-
bréfum, heldur einnig viðræðum varðandi
þá sjúklinga, sem útskrifast, þar sem
lælkni heilsugæzlustöðvar er ætlað að sjá
um eftirmeðferð.
3. Að læknum heilsugæzlustöðvanna
verði tryggðar tímabundnar stöður á
sjúkrahúsunum.
4. Að göngudeildir sjúkrahúsanna verði
opnaðar fyrir bráða læknisþjónustu. Þann-
ig sé heimilislækni heimilt að senda sjúkl-
ing til skyndiathugunar, án þess að sjúkra-
húsvist sé fyrirfram ákveðin.