Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1976, Qupperneq 31

Læknablaðið - 01.04.1976, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 67 Guðjón Magnússon og Ólafur Ólafsson NÝTING SJÚKRAROMA Á TVEIMUR LYFLÆKNA- DEILDUM í REYKJAVÍK Á vegum landlæknisembættisins fór fram athugun á vistunarþörf sjúklinga a lyflæknisdeildum Landspítalans og Borgar- spítalans í ágúst og nóvember 1973. Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvort og þá að hve miklu leyti vistunar- rými þessara deilda væri nýtt af sjúkl- ingum, sem ekki þyrftu sérhæfðrar með- ferðar með og gætu því vistast annars staðar. í umræðum um heilbrigðismál síð- ustu misseri hefur m. a. verið bent á, að hluti vistunarrýma sérhæfðra deilda væri nýtt af sjúklingum, sem fremur ættu heima á t. d. hjúkrunar- eða endurhæf- ingarheimilum og öðrum líkum stofnun- um. Niðurstöður könnunar, sem gerð var fyrir nokkru á öllum deildum Landspítal- ans nema fæðingardeild og barnadeild var, að 13,7% sjúklinga þyrftu ekki að vistast þar. Við þá könnun var tekið mið af „ástandi sjúklings á tilteknum degi með tilliti til þess, hvort hann gæti eða ætti fremur að dveljast annars staðar en á spít- alanum".1 I þessari könnun, er hér verður lýst, var beitt sams konar aðgerðarkönnun, en þá er aðallega stuðst við þá meðferð, sem sjúklingur fær og vistunarþörf dæmd eftir því. Þessi könnun var gerð í náinni sam- vinnu við yfirlækna deildanna og aðra lækna þar. Ekki var talin þörf fyrir vistun á deildum, ef aðalástæða vistunar var talin vera eftirfarandi: Ellihrumleiki, flutningserfiðleikar eða félagslegar orsak- ir. Nokkra sjúklinga (1/3) var ekki hægt að flokka eftir aðgerðarlykli, og var þá tekið tillit til sjúkdómsgreiningar og meðferðar. Ef sjúklingur þarfnaðist ekki sérhæfðrar meðferðar og álitið var, að hægt væri að veita endurhæfingu á góðu hjúkrunar- eða endurhæfingarheimili, var ekki talin þörf á vistun á sérhæfðri deild. I. FORVINNA Til að samræma niðurstöður og auð- velda úrvinnslu var ákveðið að beita að- gerðarlykli við athugunina. Aðgerðarlyk- illinn er sýndur á bls. 68. Spurningablað- inu eða lyklinum má skipta í fjóra hluta. 1. Ástæður, sem að mati lækna deild- anna og greinarhöfunda bentu til, að ekki væri þörf vistunar. 2. Ástæður, sem að mati lækna deild- anna og greinarhöfunda bentu til, að vistunar væri þörf. 3. Ástæður, sem ekki var af ráðið, hvort vistunar væri þörf. 4. Hvort sjúklingur hefði verið innlagð- ur brátt eða af biðlista. II. FRAMKVÆMD Annar greinarhöfunda (G. M.) gekk á deildirnar, skráði nöfn, aldur og heimilis- föng innliggjandi sjúklinga þann dag, er athugunin var framkvæmd. Ræddi síðan við lækna, er ábyrgð báru á einstökum sjúklingum. Var læknum fengið í hendur blað með lyklinum, en á því blaði var þó að sjálfsögðu ekki mat greinarhöfunda á tilgreindum ástæðum, eins og sýnt er á bls. 68. Var hver læknir beðinn um eftir- taldar upplýsingar. 1. Kom sjúklingur inn brátt eða af bið- lista? 2. Hverjar af tilgreindum ástæðum fyrir vistun, 3-24, telur þú ástæðu fyrir vist- un sjúklings nú? 3. Hver er aðalsjúkdómsgreining sjúkl- ingsins? Til að minnka áhrif sveiflna, t. d. vegna sumarleyfa, vaktaviku o. fl., var athugun- in tvítekin, Fór fyrri hlutinn fram í lok ágúst og tók 4 daga, en síðari hlutinn fór fram í lok nóvember og tók 2 daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.