Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1976, Side 37

Læknablaðið - 01.04.1976, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 73 fram hjá öldruðum, en jafnframt og sam- tímis sinnir þessi grein heilsuvernd og þeim félagslegu þáttum, sem þýðingu hafa fyrir sjúkdómsmyndina hverju sinni, þátt- um, sem oft eru frábrugðnir því sem gildir um yngri aldurskeið. Nákvæm þekking og góður skilningur á heilsufarsmynztri hinna ýmsu aldur- skeiða er nauðsynlegur ásamt nánum kynn- um af hinum lífeðlisfræðilegu breytingum, sem aldrinum fylgja, ásamt þeim sálfræði- legu vandamálum er oft koma upp á efri árum. Veigamikill þáttur ellisjúkdómafræð- innar er vernd gegn sjúkdómum, efling heilsunnar, en sjúkdómsgreining og sjúk- dómsmeðferð, þegar annað þrýtur. Þróun í ellisjúkdómamálum hefur verið hægfara og átt langan aðdraganda, en á síðustu ár- um hafa þar á orðið verulegar breytingar, enda ýmsir háskólar tekið upp skipulega kennslu læknastúdenta og annarra heil- brigðisstétta í ellisjúkdómafræðum. Meira en 90 ár eru liðin síðan vakin var athygli á nauðsyn aukinna rannsókna og aukinnar þekkingar á ellisjúkdómum og langvarandi sjúkdómum yfirleitt. Um svipað leyti var vakin athygli á því, að barnasjúkdómar þyrftu að fá sérstöðu innan lyflæknisfræð- innar og barnasjúkdómar hafa fengið slíka viðurkenningu fyrir löngu. Barnasjúkdóma- fræði hefur verið sérstök kennslugrein við marga háskóla um langt árabil, og nú telja margir að síðustu 25 árin hafi orðið meiri framfarir á sviði barnalækninga en flestra annarra greina innan lyflæknisfræðinnar. Fyrir löngu er röðin komin að öldrunar- sjúkdómafræðinni, enda hafa ýmsir há- skólar skilið sinn vitjunartíma í þessu efni og tekið þessa grein á kennsluskrá læknastúdenta og annarra heilbrigðisstétta. Megintilgangi kennslu í öldrunarsjúk- dómafræðum (geriatri) við háskóla má skipta í 3 flokka: 1) Að kenna stúdentum í læknisfræði, hjúkrunarfræði, félagsráðgjöf, sjúkra- þjálfun og ýmsum öðrum heilbrigðis- fræðum þessa grein, að auka þekk- ingu annarra stétta, svo sem arkitekta, verkfræðinga og einnig stjórnmála- manna á vandamálum aldraðra og fatlaðra í þjóðfélaginu, á heimilum og á heilbrigðisstofnunum. 2) Að efla og bæta aðbúnað og heilsu- Vistmenn á Hrafnistu að fara í ferðalag. gæzlu aldraðra á þann hátt að auka áhuga heilbrigðisstétta á þessari fræði- grein, að auka mat á gildi hennar, fylgjast með nýjungum í fræðigrein- inni og nýta þær sjúklingum til líkam- legra og andlegra heilla og þjóðfélág- inu til fjárhagslegs gagns. 3) Að örva rannsóknir á sviði andlegra og líkamlegra sjúkdóma aldraðra og einnig á félagslegum og starfslegum vandamálum þeirra. Oft er rætt um biðlista á sjúkrahúsum og komið fram með ábendingar til lausnar á því vandamáli, sem venjulega er fólg- ið í nýbyggingum sjúkrahúsa eða annarra heilbrigðisstofnana. Verulegur hluti á bið- listunum er aldrað fólk. Ef leysa á þennan vanda á eðlilegan og hagkvæman hátt, er nauðsynlegt að auka þekkingu og áhuga lækna á því hvað hægt er að gera fyrir þetta fólk utan sjúkrahúsa. Slík þekking getur stuðlað að betri nýtingu sjúkrarúma fyrir fleiri einstaklinga með auknu flæði um sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir Andleg og líkamleg heilsa eru oft ná- tengdari félagslegum aðstæðum hjá öldr- uðu fólki en hjá ungu fólki. Almenn þekk- ing á Sviði öldrunarsjúkdóma, líkamlegra, andlegra og félagslegra, er ekki aðeins nauðsynleg hverjum starfa'ndi lækni, held-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.