Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1976, Page 45

Læknablaðið - 01.04.1976, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 77 að benda á, að öll gögn ráðstefnunnar er hægt að sjá og kanna nánar á skrifstofu Læknafélags fslands. A. K. ÖLDRUNARLÆKNISFRÆÐI Víða um lönd er uppi sú stefna að efla þjónustu utan sjúkrahúsa og styrkja hina félagslegu þætti í heilbrigðisþjónustunni. Læknadeildir huga að þessum greinum frá fræðilegu sjónarmiði. og auka stöðugt kennslu í heimilislækningum og svokölluðum félagslækningum. Ein grein læknisfræði, sem snertir báða hina fyrrnefndu þætti læknis- fræðinnar, hefur þróazt ört á síðasta ára- tug og raunar haslað sér völl við marga læknaskóla bæði vestan hafs og austan og er nú að hefja göngu sína í Skandinavíu, en þetta er öldrunarlæknisfræði (geriatri). Pað hefur all lengi verið um það deilt, hvort greina eigi „geriatri" frá „medicin" eða ekki, en nú hefur teningunum verið kastað. Margir læknaskólar hafa tekið upp „geriatri" sem sérstaka kennslugrein og vinna að undir- búningi á þessu sviði, vandaðar kennslu- bækur hafa nýlega verið gefnar út til notk- unar við háskólakennslu. Félagsmálastjórnendur í landinu reyna að leysa heilbrigðisþjónustu aldraðra, en flestar ráðstafanir virðast þó hafa það sameiginlegt, að miða að því að ieysa einkenni vandans, en ekki grunnorsakir. Hér er um að ræða fjárhagslega og félagslega veigamikið svið heilbrigðisþjónustunnar á komandi áratugum. í vaxandi mæli mun fjárhagslegur velfarnað- ur og félaasleg heill samfélagsins byggjast á alhliða þjónustu á þessu sviði. Hér er meiri þörf en flesta grunar að móta menntun heilbrigðisstétta þannig, að unnt verði á hverjum tíma að nýta alla tiltæka þekkingu. A. K.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.