Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1976, Page 48

Læknablaðið - 01.04.1976, Page 48
80 LÆKNABLAÐIÐ og innleiddi Snorri P. Snorrason umræður um B.H.M. og þátttöku L.I. í þeim samtökum. Umræður gengu aðallega út á það að út- skýra hin nýju lög um kjarasamninga opin- berra starfsmanna, en L.I. er skylt að eiga aðild að B.H.M., ella úrskurðar ráðherra um kjör þeirra, sem utan heildarsamtaka eru. Guðmundur Oddsson lagði fram eftirfarandi tillögu: „Aðalfundur L.I. 1974 fer fram á við stjórn L.I., að hún sæki til B.H.M. um undanþágu til samninga vegna lausráðinna lækna við næstu kjarasamninga, sbr. lög um kjarasamninga op- inberra samninga frá 15. júlí 1973, 4. mgr. 3. gr.“ Tekinn fyrir H. liður 8. töluliðs, er fjallar um samskipti við fjölmiðla. Snorri P. Snorrason reifaði málið og ræddi m.a. um tilhneigingu vissra dagblaða til að gera sér mat úr ýmsu varðandi starf lækna í æsifregnastil. Brynleifur Steingrímsson nefndi nýlegt dæmi, þar sem læknir hafði berum orðum verið sakaður um vanrækslu i blaðagrein og engin grein verið gerð fyrir tilvikinu af hálfu lækn- isins eða læknasamtakanna. Skúli Johnsen skýrði þetta tilfelli og kvað væntanlega leiðréttingu frá lækninum og við- komandi stofnun. Heimir Bjarnason bar fram tillögu um, að Bjarna Bjarnasyni, lækni, sem nú var fjarver- andi frá aðalfundi L.I. sökum veikinda, yrði sent skeyti, þar sem honum væru þökkuð störf i þágu læknasamtakanna. Var þetta samþykkt samhljóða. Kosningar Fulltrúar í B.H.M.: Arinbjörn Kolbeinsson, Grétar Ólafsson, Magnús Karl Pétursson og Skúli G. Johnsen. Varamenn: Bjarki Magnús- son, Friðrik Sveinsson, Guðmundur Oddsson og Víkingur H. Arnórsson. 2 menn í kjararáð og 2 til vara: Gunnar Guðmundsson og Konráð Sigurðsson og til vara Sigmundur Magnússon og Friðrik Sveinsson. 2 menn í gerðardóm og 2 til vara: Gunnlaug- ur Snædal og Þóroddur Jónasson og til vara Víkingur H. Arnórsson og Þorsteinn Sigurðs- son. Kjörnir skyldu til 2ja ára varaformaður, rit- ari og meðstjórnandi. Formaður lagði til, að varaformaður og ritari yrðu endurkjörnir. Ekki komu fram fleiri tillögur. Grímur Jóns- son hafði beðist undan endurkosningu og var Isleifur Halldórsson kjörinn meðstjórnandi. Síðasti liður á dagskrá aðalfundar L.I. 1974 var erindi úr sögu læknisfræði á Islandi í 1100 ár. Til fundarins hafði verið boðið Jóni Steffen- sen, prófessor emeriti, til að halda fyrirlestur um bólusótt á Islandi. Flutti fyrirlesari ítar- legt erindi um efnið og gaf yfirlit um bólu- sóttarfaraldra á Islandi og tímasetningu þeirra. Snorri P. Snorrason þakkaði fundarmönnum fundarsetuna, lýsti ánægju sinni með störf fundarins og óskaði mönnum góðrar heimferð- ar. Því næst sleit hann aðalfundi Læknafélags íslands 1974. Aðalfundurinn 1975 Fundur var settur fimmtudaginn 4. sept. 1975 kl. 9.00 í Domus Medica af formanni L.I., Snorra P. Snorrasyni. Bauð hann fulltrúa vel- komna. Sérstaklega bauð hann velkomna á fundinn heilbrigðisráðherra, Matthias Bjarna- son og ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytis, Pál Sigurðsson, sem sýndu félaginu þá vinsemd að vera viðstaddir setningu fundarins, en hinn síðarnefndi sat allan fundinn. Þá minntist formaður með nokkrum orðum þeirra félaga, er látizt höfðu frá síðasta aðal- fundi, en þeir voru: Jóhann J. Kristjánsson, f. 7/6 98, d. 3/10 7/f. Pétur H. J. Jakobsson, f. 13/11 05, d. 8/3 75. Halldór Hansen, sr., f. 25/1 89, d. 11/5 75. Þóróur Möller, f. 13/1 17, d. 2/8 75. Formaður skýrði frá aðalviðfangsefni aðal- fundar og læknaþings, sem verða: „Framhalds- menntun lækna og atvinnuhorfur yngri lækna á Islandi". Formaður skipaði Guðmund Oddsson fund- arstjóra og Skúla G. Johnsen fundarritara og Gísla Auðunsson, vararitara. Næst ávarpaði heilbrigðisráðherra Matthías Bjarnason fundinn. Hann þakkaði vinsemd, sem fælist í boði félagsins til sín, að sitja og ávarpa fundinn. I ávarpi sínu gerði ráðherra að um- talsefni tengslin milli heilbrigðis- og félags- málastarfs og nauðsyn samræmingar aðgerða stjórnvalda á því sviði. Skýrði hann frá um- ræðum um heilbrigðis- og félagsmál í þessa veru á fundi heilbrigðis- og félagsmálaráð- herra á Norðurlöndum í Árósum nýverið. Drap ráðherra sérstaklega á aðstæður barna fyrir skólaaldur og aldraða. Niðurstaða ráðherra var sú, að stefna fram- tíðarinnar væri að leggja miklu meiri áherzlu á fyrirbyggjandi starf og beita víðtækum lækn- isfræðilegum og félagslegum aðgerðum í þessu skyni. Frá Læknafélagi Reykjavíkur höfðu þessir fulltrúar verið kosnir: Guðmundur Oddsson, Guðmundur Jóhannesson, Hreggvdður Her- mannsson, Jóhann L. Jónéisson, var aðalfulltrúi skv. kjörbré_fi, en Tómas Á. Jónasson, varamað- ur hans, mætti í hans stað, Jóhannes Berg- sveinsson, Sigurður Sigurðsson, Skúli G. John- sen, Snorri P. Snorrason og Örn Bjarnason. Frá Læknafélagi Austurlands: Daníel Daní- elsson og Jón Aðalsteinsson til vara. Frá Læknafélagi Suðurlands: Brynleifur Steingrímsson. Frá Læknafélagi Norðurlands: Gísli G. Auð- unsson, sem var varamaður Ingimars Hjálm- arssonar, aðalfulltrúa, er ekki gat mætt til fundar. Frá Félagi ísl. lækna í Bretlandi. Eyjólfur Haraldsson. Frá Læknafélagi Vesturlands: Guðjón Guð- mundsson.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.