Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1976, Page 25

Læknablaðið - 01.06.1976, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 97 Jón Þ. Hallgrímsson V HÓPSKOÐUN KVENNA Á AUSTURLANDI 1970 OG 1972 Sú viðleitni heilbrigðisstétta undanfarin ár að beita í auknum mæli fyrirbyggjandi aðgerðum til greiningar á sjúkdómum hef- ur farið ört vaxandi og á það ekki hvað sízt við um þann þátt slíkrar þjónustu, er hér verður greint frá. Greining illkynja breytinga í leghálsi með hjálp frumurann- sókna er ekki ný af nálinni og hefur verið gerð undanfarna tvo áratugi. Það, sem einkum hefur háð þessari starfsemi, er skortur á fjármunum og mannafla, og því hefur raunin orðið sú, að víðtækar skoð- anir á miklum fjölda kvenna, er nái til allra einstaklinga í ákveðnum aldursflokki, hefur ekki verið unnt að framkvæma nema á tiltölulega fáum stöðum í heiminum. Þær hóprannsóknir, sem hvað mesta athygli hafa vakið og gjarnan er vitnað til í þessu sam- bandi, hafa verið framkvæmdar í British Columbia og í Östfold í Noregi. Frá árunum 1964 hafa krabbameinsfé- lögin á íslandi staðið fyrir slíkum rann- sóknum, sem fyrst í stað fóru fram ein- göngu hér í Reykjavík, en hafa á seinni árum aukizt til mikilla muna, svo nú má segja, að allar konur, sem hægt er að ná til á aldrinum 25-70, séu skoðaðar reglu- lega. Fyrsta hópskoðunin, sem mun hafa verið framkvæmd hér á landi utan Reykja- víkursvæðisins, var gerð í Strandasýslu fyrri hluta ársins 1966, og voru þar skoð- aðar rúmlega 90 konur. Á næstu árum voru síðan sendir læknar til skoðanaferða, m. a. til Vestmannaeyja, Akraness, Hvamms- tanga og fleiri staða. Hins vegar má segja, að skipulögð leit um allt landið hafi fyrst hafizt árið 1969, og hefur hún verið fram- kvæmd af læknum leitarstöðvar K. í., læknum hinna ýmsu sjúkrahúsa úti um landið og af nokkrum héraðslæknum. Á ýmsum stöðum erlendis hefur verið farið inn á þá braut að þjálfa ljósmæður og hjúkrunarkonur til þess að taka frumu- sýni frá leggöngum og leghálsi, en það hefur augljósa kosti, að þetta verk sé unnið af læknum, sem þá jafnframt geta fram- kvæmt gynaekologiska skoðun og þannig dregið fram í dagsljósið ýmsa kvilla, sem annars hefðu ekki uppgötvazt. Það má því segja, að heildarniðurstöður slíkra hóp- skoðana séu tvíþættar, annars vegar niður- stöður af skoðun frumusýnanna og hins vegar niðurstöður almennrar gynaekolog- iskrar skoðunar. Loks mætti benda á kosti þess, að slík sérfræðiþjónusta skuli veitt úti um byggðir landsins, en einmitt sá þáttur heilbrigðisþjónustunnar hefur verið mjög til umræðu á opinberum vettvangi í seinni tíð, og mikill á'hugi er fyrir hendi meðal stjórnvalda og heilbrigðisstéttanna að slík þjónusta verði aukin að miklum mun. Fleira mætti nefna, sem gerir slíkar hóp- skoðanir fýsilegar, svo sem, að til þeirra þarf tiltölulega fátt starfslið, sýnitakan er auðveld í framkvæmd og tekur lítinn tíma, þannig að hægt er að skoða allt að hundrað konur á degi hverjum. Eitt ljósasta dæmi um jákvæðan árangur hópskoðana er hin mikla aukning á for- stigum krabbameins í leghálsi, sem fundizt hefur, en það gefur auga leið, að því fyrr sem slíkar breytingar uppgötvast, því betri eru horfur á lækningu fyrir viðkomandi. Ætlunin er að gera grein fyrir niður- stöðum skoðana á Austfjörðum, sem fram- kvæmdar voru á árunum 1970 og 1972, en bæði þau ár voru farnar skoðunarferðir, að vorinu til Egilsstaða og á mið-firðina og að haustinu til Norð-Austurlands og Suð-Austurlands. Fjöldi kvenna, sem skoð- aður var 1970, var 1677 og 1972 voru alls skoðaðar 1623 konur. Hér verður aðeins gerð grein fyrir niður- stöðum frumrannsókna annars vegar og hins vegar niðurstöðum kliniskrar skoð- unar, en aftur á móti verður ekki fjallað

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.