Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1976, Síða 25

Læknablaðið - 01.06.1976, Síða 25
LÆKNABLAÐIÐ 97 Jón Þ. Hallgrímsson V HÓPSKOÐUN KVENNA Á AUSTURLANDI 1970 OG 1972 Sú viðleitni heilbrigðisstétta undanfarin ár að beita í auknum mæli fyrirbyggjandi aðgerðum til greiningar á sjúkdómum hef- ur farið ört vaxandi og á það ekki hvað sízt við um þann þátt slíkrar þjónustu, er hér verður greint frá. Greining illkynja breytinga í leghálsi með hjálp frumurann- sókna er ekki ný af nálinni og hefur verið gerð undanfarna tvo áratugi. Það, sem einkum hefur háð þessari starfsemi, er skortur á fjármunum og mannafla, og því hefur raunin orðið sú, að víðtækar skoð- anir á miklum fjölda kvenna, er nái til allra einstaklinga í ákveðnum aldursflokki, hefur ekki verið unnt að framkvæma nema á tiltölulega fáum stöðum í heiminum. Þær hóprannsóknir, sem hvað mesta athygli hafa vakið og gjarnan er vitnað til í þessu sam- bandi, hafa verið framkvæmdar í British Columbia og í Östfold í Noregi. Frá árunum 1964 hafa krabbameinsfé- lögin á íslandi staðið fyrir slíkum rann- sóknum, sem fyrst í stað fóru fram ein- göngu hér í Reykjavík, en hafa á seinni árum aukizt til mikilla muna, svo nú má segja, að allar konur, sem hægt er að ná til á aldrinum 25-70, séu skoðaðar reglu- lega. Fyrsta hópskoðunin, sem mun hafa verið framkvæmd hér á landi utan Reykja- víkursvæðisins, var gerð í Strandasýslu fyrri hluta ársins 1966, og voru þar skoð- aðar rúmlega 90 konur. Á næstu árum voru síðan sendir læknar til skoðanaferða, m. a. til Vestmannaeyja, Akraness, Hvamms- tanga og fleiri staða. Hins vegar má segja, að skipulögð leit um allt landið hafi fyrst hafizt árið 1969, og hefur hún verið fram- kvæmd af læknum leitarstöðvar K. í., læknum hinna ýmsu sjúkrahúsa úti um landið og af nokkrum héraðslæknum. Á ýmsum stöðum erlendis hefur verið farið inn á þá braut að þjálfa ljósmæður og hjúkrunarkonur til þess að taka frumu- sýni frá leggöngum og leghálsi, en það hefur augljósa kosti, að þetta verk sé unnið af læknum, sem þá jafnframt geta fram- kvæmt gynaekologiska skoðun og þannig dregið fram í dagsljósið ýmsa kvilla, sem annars hefðu ekki uppgötvazt. Það má því segja, að heildarniðurstöður slíkra hóp- skoðana séu tvíþættar, annars vegar niður- stöður af skoðun frumusýnanna og hins vegar niðurstöður almennrar gynaekolog- iskrar skoðunar. Loks mætti benda á kosti þess, að slík sérfræðiþjónusta skuli veitt úti um byggðir landsins, en einmitt sá þáttur heilbrigðisþjónustunnar hefur verið mjög til umræðu á opinberum vettvangi í seinni tíð, og mikill á'hugi er fyrir hendi meðal stjórnvalda og heilbrigðisstéttanna að slík þjónusta verði aukin að miklum mun. Fleira mætti nefna, sem gerir slíkar hóp- skoðanir fýsilegar, svo sem, að til þeirra þarf tiltölulega fátt starfslið, sýnitakan er auðveld í framkvæmd og tekur lítinn tíma, þannig að hægt er að skoða allt að hundrað konur á degi hverjum. Eitt ljósasta dæmi um jákvæðan árangur hópskoðana er hin mikla aukning á for- stigum krabbameins í leghálsi, sem fundizt hefur, en það gefur auga leið, að því fyrr sem slíkar breytingar uppgötvast, því betri eru horfur á lækningu fyrir viðkomandi. Ætlunin er að gera grein fyrir niður- stöðum skoðana á Austfjörðum, sem fram- kvæmdar voru á árunum 1970 og 1972, en bæði þau ár voru farnar skoðunarferðir, að vorinu til Egilsstaða og á mið-firðina og að haustinu til Norð-Austurlands og Suð-Austurlands. Fjöldi kvenna, sem skoð- aður var 1970, var 1677 og 1972 voru alls skoðaðar 1623 konur. Hér verður aðeins gerð grein fyrir niður- stöðum frumrannsókna annars vegar og hins vegar niðurstöðum kliniskrar skoð- unar, en aftur á móti verður ekki fjallað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.