Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1979, Síða 17

Læknablaðið - 01.04.1979, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 67 3. SIÐFRÆÐI OG HLUTLEYSI VÍSINDA Nú mun eflaust einhver vilja benda á að siðfræði læknisfræðinnar hefur verið til frá því að læknisfræðin kom til sögunnar, og að eiður Hippokratesar sé grundvöllur þeirrar siðfræði. Vissulega er það rétt að í eiði Hippokratesar er að finna vísi að sér- stakri siðfræði, en það er miklu fremur siðfræði læknislistarinnar einnar en lækn- isfræðinnar sem vísinda og tækni í nú- tímaskilningi. En siðfræði hefur um langt skeið ekki notið vinsælda í heimi vísinda og fræða, og þá ekki heldur í læknisfræði. Til marks um þetta er að ekki hafa verið haldin námskeið í siðfræði í læknadeild háskól- ans — og þurfa þó læknar líklega öllum öðrum fremur að glíma við siðfræðileg vandamál. Meginástæða þess að siðfræði hefur ver- ið vanrækt er sú að vísindi, einkum raun- vísindi og þ.á.m. læknisfræði, hafa frá því á síðustu öld stuðst við vissa „hugmynda- fræði“ um það hvað sönn vísindi séu; og í hjarta þessarar hugmyndafræði er sú kenning að vísindi og tækni séu eðli sínu samkvæmt ”hlutlaus“ í siðferðilegum efn- um og jafnvel í öllu gildismati. Með þess- ari kenningu hefur verið vegið að tengsl- um fræða og siðferðis. Afleiðingarnar eru alkunnar: Við greinum milli vandamála sem leysa ber með „öruggum" aðferðum vísinda og tækni annars vegar, og vanda- mála (gjarnan nefnd „mannleg vanda- mál“) sem við höfum engar traustar að- ferðir til að leysa hins vegar. Samt hljót- um við að „leysa“ síðarnefndu vandamálin og þá eftir því sem samviskan býður okk- ur, að geðþótta okkar, samkvæmt hags- munum okkar eða eftir því sem okkur finnst best, án þess að geta sagt að „eina rétta lausnin“ hafi verið fundin. Annars vegar höfum við „alvarleg fræði“, hins vegar tilgangslitlar vangaveltur og kjaft- æði eða í skásta tilfelli viturleg ráð lífs- reyndra manna: Lífsspeki verður hvorki kennd né numin eins og efnafræði eða skurðlækningar. Þetta kann að vera skýr- ingin á því að ekkert námskeið í lækna- deild háskólans skuli vera sérstaklega helgað siðfræði. Þessi greinarmunur fræða og tækni annars vegar, siðferðilegrar og þ.á.m. fé- lagslegrar og stjórnmálalegrar breytni manna hins vegar, er mönnum tamur í dag. Að baki þessum greinarmun búa flóknar kenningar sem hér verður að nefna, þó að ekki verði þær raktar í smá- atriðum. Ekki verður stofnað til skynsam- legrar umræðu um siðfræði læknisfræði eða annarra vísinda, án þess að hrakin sé sú kenning að vísindi og tæknistörf — þ.á.m. læknisfræði — séu í sjálfu sér siðlaus iðja, þ.e. að unnt sé að stunda vís- indi og tæknistörf, afla þekkingar og kunnáttu og beita þeim án þess að taka mið af siðferðilegum viðmiðunum og raun- verulegum verðmætum og gildum. 4. ÍMYNDAÐ DÆMI UM SIÐLEYSI í VÍSINDUM Til að skýra mál mitt vil ég taka ímynd- að dæmi, sem flestir ef ekki allir læknar munu hafa leitt hugann að. Á dögum nasista í Þýskalandi gerðu læknar SS-sveitanna grimmilegar tilraun- ir á fólki. Kenningar og niðurstöður SS- læknanna kváðu hafa verið afar ómerki- legar frá vísindalegu sjónarmiði og svo kann að vera um flestar rannsóknir af þessu tagi. En það má ímynda sér dæmið skýrara og erfiðara: Einhverjum læknum leikur mikill hugur á að fá vitneskju um það hversu vel mannslíkaminn þolir áreiti á ákveðið líffæri og telja þá vitneskju mjög mikilvæga frá læknisfræðilegu (þ.e. vís- indalegu-) sjónarmiði bæði sem hreint þekkingaratriði og eins sem hagnýtan fróðleik. Þeir gera með viðeigandi tækja- búnaði tilraunir á fólki og fá tölfræðilegar niðurstöður um líkur þess að fólk deyi, sturlist af sársauka eða standist þá raun sem áreitið veldur. Við skulum ennfremur hugsa okkur að læknar telji niðurstöður tilraunanna afar mikilvægar frá læknis- fræðilegu sjónarmiði. Þetta dæmi sýnir okkur nákvæmlega í hvaða skilningi vísindi eru oft talin sið- laus eða hlutlaus í siðferðilegum efnum. Vísindamennirnir, læknarnir sem tilraun- ina gera, fylgja köllun sinni: Þeir afla þekkingar og leita sannleikans, og þeir virðast ekki brotlegir við neinar reglur vísinda um vönduð vinnubrögð, fullkomið eftirlit o.s.frv. Öllum bestu tækjum og að-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.