Læknablaðið - 01.04.1979, Side 18
68
LÆKNABLAÐIÐ
ferðum var beitt af nákvæmni og niður-
stöðurnar voru áreiðanlegar á mælikvarða
viðtekinna hugmynda um áreiðanleika eða
hlutlægi.
Það má ásaka læknana um að hafa brot-
ið hinar mikilvægustu siðareglur og for-
dæma aðgerðir þeirra á þeim forsendum.
En samkvæmt hlutleysiskenningunni er
aðferðafræðilega ekkert því til fyrirstöðu
að gerðar séu alls konar tilraunir með
fólk eða á fólki, því að vísindin sem slík
eru sögð hlutlaus í siðferðilegum efnum, á
þeirra svið skiptir sannleikurinn einn
máli, og þá líka strangar aðferðir og rök-
vísi. Hugsjón læknisfræðinnar um að líkna
fólki og halda því á lífi virðist óviðkom-
andi vísindunum sem slíkum, aðferðafræði
þeirra og röklegum forsendum. Slíkur til-
gangur er þeim framandi, samkvæmt um-
ræddri hlutleysiskenningu.
En er þá nokkur leið til að fordæma
tilraunir hinna ímynduðu siðlausu lækna
á vísindalegum forsendum? Við getum
reynt að gera málstað þeirra svolítið
skárri frá siðfræðilegu sjónarmiði og sagt
að í raun hafi þeir einungis verið að gegna
skyldum sínum við vísindin, í einkalífi sínu
og á öðrum vettvangi séu þeir jafnvel
allra manna siðprúðastir. Við getum einn-
ig gert þeim upp tilfinningar og sagt að
þeim hafi liðið mjög illa við þessar til-
raunir, og jafnvel verið þvingaðir til
þeirra. Siðferðilega séð eru þessir menn
engu að síður sekir: Þeir hafa brotið gegn
mannkyninu, ef ekki Guði. En framkoma
þeirra er að minnsta kosti skiljanleg, við
getum skilið ástæður þeirra þótt við neitum
að taka þær gildar. Við getum jafnvel
skilið þær svo vel að í rauninni hafi okkur
sjálfa langað til að gera þessar tilraunir,
en aldrei komið til hugar að framkvæma
þær af siðferðilegum ástæðum. í rauninni
held ég að visindalega þenkjandi menn í
læknastétt h-ljóti stundum að hugsa með
sér hvílíkur ávinningur það væri læknis-
fræðinni, bæði frá hagnýtu og fræðilegu
sjónarmiði, að geta gert tilraunir á fólki
án þess að þurfa að taka mið af nokkrum
siðareglum eða yfirleitt nokkru öðru en
því sem stuðlað gæti að aukinni læknis-
fræðilegri þekkingu.
Það virðist eitthvað búa í vísindatækni-
fræðum nútímans sem opnar leið til ósið-
legra framkvæmda eða aðgerða sem brjóta
í bága við siðgæði okkar. Það nægir engan
veginn að segja að tæknivísindin séu í
sjálfu sér hvorki góð né ill, að gott og illt
eigi hvorki við vísindin né þau tæki sem
þau fá okkur í hendur, heldur einungis við
beitingu þeirra. Það sem máli skiptir er að
tæknin gefur ekki aðeins tækifæri heldur
líka tilefni til framkvæmda sem geta verið
góðar eða illar eftir atvikum. M.ö.o. tækn-
in sem við ráðum yfir er ekki fólgin í hlut-
lausum tækjum, heldur í leiðum til fram-
kvæmda sem beinlínis laða okkur að sér,
heilla okkur. Ef við nýtum ekki möguleika
tækninnar, þá vitum við aldrei hvers hún
er megnug, og allar framfarir á sviði henn-
ar yrðu úr sögunni. En um leið er tæknin
siðlaus í þeim skilningi að hún freistar
okkar til að skoða sérstök einkenni fyrir-
bæranna án þess að hvetja okkur til að
skoða önnur og hugsanlega mikilvægari
einkenni sömu fyrirbæra. T.a.m. freistar
hún okkar til að lita á menn sem flókin
lífræn kerfi en ekki sem persónur.
Auk þess veitir tæknin okkur engin ráð
til að sjá fyrir allar afleiðingar sem beit-
ing hennar getur haft í för með sér — af
þeirri einföldu ástæðu að hún hvílir ekki á
tæmandi þekkingu á þeim veruleika sem
henni má beina að. Vitneskja okkar um
raunveruleg náttúrufyrirbæri (þ.á.m.
mannslíkama) kemst ekki í hálfkvist við
kunnáttu okkar í því að hafa áhrif á þau.
Af þessu leiðir einfaldlega að við vitum
ekki og getum ekki vitað til neinnar hlítar
hver verða áhrifin af beitingu tækninnar
á viðkomandi náttúrufyrirbæri. Tæknina
þekkjum við hins vegar til fullnustu. —
Þessi óvissa er út af fyrir sig heillandi
fyrir vísindamenn og eykur á eðlilega löng-
un þeirra til að prófa tilgátur sínar og
reyna tæki sín.
Hér er læknir í nákvæmlega sömu að-
stöðu og aðrir raunvísindamenn, og í fljótu
bragði verður ekki séð að neitt mæli gegn
því að hann fylgi fordæmi þeirra: beri
fram tilgátur sinar og beiti tækjum sínum
til að prófa þær — nema það eitt að hann
er að fást við mannverur, sem eiga rétt á
meiri tillitsemi en önnur raunveruleg
fyrirbæri. Frá vísindalegu sjónarmiði virð-
ist þessi ki-afa eða þessi réttur oft á tíðum
ekki vera annað en þrándur í götu eðli-