Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 19

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 69 legra framfara. Það er því ekki að ástæðu- lausu að löngunin til að „falla í freistni“ og brjóta gegn rétti annarra, sækir á vís- indamenn í læknisfræði. 5. HLUTLEYSISKENNING UM VÍSINDI Sú kenning um hlutleysi vísinda og tækni, og þ.á.m. læknisfræðinnar, sem býr að baki athugasemdunum hér að framan, er ekki aðeins siðferðilega háskaleg, held- ur fræðilega eða vísindalega mjög vafa- söm, líklega röng. Forsenda þess að unnt sé að tala um siðfræði vísinda og móta slíka siðfræði, og siðfræði læknisfræði sér- staklega, er sú að villur þessarar kenning- ar verði dregnar fram í dagsljósið og kenn- ingin afhjúpuð sem vísindaleg og siðferði- leg blekking. Ég mun hér reyna að draga fram tvær meginvillur þessarar hlutleysiskenningar. Hin fyrri er fólgin í því að telja algjör skil vera á milli staðreyndadóma og gildis- dóma, hin síðari í því að telja viðfang vís- inda vera almenn lögmál en ekki raun- veruleg fyrirbæri. Síðarnefnda villan er meinlegri en hin fyrri og varðar dýpri skilning á eðli vísindalegrar þekkingar. Til marks um fyrri villuna getum við tekið þá kenningu sem Gylfi Þ. Gíslason ber fram í grein sem nefnist „Vísindalegt þjóðfélag“3 og ekki ósvipaða kenningu þýska fræðimannsins Max Weber sem hann ber fram í fyrirlestri sem nefnist á íslensku „Starf fræðimannsins".4 Ég mun nú endursegja fáein meginatriði úr fyrirlestri Gylfa Þ. Gíslasonar, en kenn- ing sú sem hann ber þar fram hefur notið mikils viðgangs frá því á síðustu öld. Kenningin hvílir á skörpum greinarmun tvenns konar spurninga og tvenns konar samsvarandi staðhæfinga. Dæmin sem tek- in eru um slíkar spurningar eru: Hver er fjarlægðin milli Reykjavíkur og Þing- valla? Og hin spurningin er: Hvort er feg- urra á Þingvöllum eða Laugarvatni? Svör- in við þessum spurningum eru sögð eðlis- ólík: Annars vegar er svarið fólgið í stað- hæfingu um staðreynd: „Það eru fimmtíu km. milli Reykjavíkur og Þingvalla“. Hins vegar er svarið fólgið í staðhæfingu um gildi eða einstaklingsbundinn smekk manna: „Hver maður ber hið innra með sér sinn mælikvarða á fegurð jarðarinnar og fegurð himinsins“. (3:54). Fyrri staðhæfingin er sögð vísindaleg vegna þess að við höfum ákveðinn mæli- kvarða, ákveðna aðferð, til að komast að því hver er raunveruleg fjarlægð milli umræddra staða. Síðari staðhæfingin er gildisdómur, dómur reistur á tilfinningum eða smekk. Slíkur dómur verður hvorki sannreyndur eða afsannaður vegna þess að það er enginn einn algildur mælikvarði til á fegurð, segir höfundur greinarinnar. Af þessu sprettur síðan skilgreining á vísindum: Sérhverja kerfisbundna viðleitni til þess að svara spurningum, sem óyggjandi svar er eða á að vera tii við — þ.e. svar, sem verð- ur sannað eða afsannað með reynslu eða rökréttri hugsun — nefnum við visindi. (3:55). Allar staðhæfingar, sem ekki er unnt að segja að séu réttar eða rangar, þ.e. að komi heim og saman við veruleikann eða ekki, samkvæmt öruggum óyggjandi aðferðum eða mælikvörðum, eru dæmdar óvísinda- legar eða utan sviðs vísinda. Þær eru tald- ar merkingarlausar í þeim skilningi að þær segja okkur ekkert um heiminn sem við getum vitað eða sannprófað að sé rétt eða rangt; þær veita hins vegar upplýsingar um okkur sjálf, um það hvað okkur finnst, sýnist, langar til, viljum, stefnum að o.s.frv. Þær hafa þá merkingu eina að tjá hug eða afstöðu þess sem lætur þær sér um munn fara. M.ö.o. þær eru afstæðar, háðar einstaklingunum, tilfinningum þeirra og hugarlífi: Þess vegna er ekki hægt að kveða upp um það sannanlegan dóm, hvort heimurinn sé góður eða vondur, réttlátur eða ranglátur, því að enginn algildur mælikvarði er á það til, hvað sé gott eða illt, réttlátt eða rang- látt, fagurt eða ljótt. Við eigum hvert okk- ar um sig ákveðinn mælikvarða í þessum efnum. Þess vegna getum við hvert um sig fellt dóm um, hvað sé gott eða illt. réttlátt eða ranglátt, fagurt eða ljótt. En sá dómur er persónulegur, hann er ekki algildur, ekki sannanlegur. Menn geta breytt mælikvarða sínum á þessi efni. (3:56-57). Vísindalegar staðhæfingar eru hins veg- ar óafstæðar eða gildar miðað við öruggar aðferðir, eða mælikvarða, sem ekki eru háðir geðþótta eða hagsmunum einstak-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.