Læknablaðið - 01.04.1979, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ
71
reyndadóma og gildisdóma. Gildisdómar
— þ.e. dómar um siðferði, fegurð, hags-
muni, o.s.frv. — eru samkvæmt umræddri
kenningu algerlega afstæðir og breytilegir
frá einum manni til annars; ástæða þessa
er sögð vera sú að sameiginlegur mæli-
kvarði í þessum efnum sé enginn til. Þessi
staðhæfing er röng: Það eru til sameigin-
legir mælikvarðar á rétt og rangt, gott og
illt, fagurt og ljótt. Ef svo væri ekki, þá
væri mönnum ókleift að komast að nokk-
urri sameiginlegri niðurstöðu um slík mál
og samlíf manna væri ofurselt algeru ger-
ræði og ofbeldi.
Spurningin er raunverulega ekki um til-
veru slíkra mælikvarða — við vitum af
hversdagslegri reynslu að slíkir mæli-
kvarðar eða reglur eru til — heldur miklu
fremur hvort til sé nokkur einn algildur
mælikvarði í þessum efnum, eða hvort og
þá hvernig menn geta komið sér saman
um nokkra örugga mælikvarða; t.d. hvort
og þá hvernig menn geti komið sér saman
um að það sé réttara að virða mannslíf
fremur en eyða því eða öfugt; eða hvort og
þá hvernig mönnum sé kleift að komast að
því hvað sé rétt að telja heilbrigt líkam-
legt ástand manna eða heilbrigt þjóðfélag.
Ef hugmyndir manna í þessum efnum eru
algerlega breytilegar og afstæðar, þá er
öll skynsamleg rökræða út í bláinn. Þá
gildir það eitt að drepa aðra eins hratt og
örugglega og unnt er, vilji menn koma
sínum hugmyndum fram.
Ein ástæðan fyrir þessari afstæðiskenn-
ingu um gildisdóma er fólgin í þeirri villu
að gera ekki greinarmun á staðhæfingum
manna um eigin tilfinningar eða hugar-
ástand, staðhæfingar sem tjá hvað mönn-
um finnst eða hvernig hlutirnir orka á þá,
og staðhæfingum um verðmæti eða hags-
muni sem eru raunveruleg fyrirbæri, óháð
því hvað mönnum kann að finnast við
þessar eða hinar aðstæður.
Trúlega er ekki til neinn nákvæmur
mælikvarði á skammvinnar tilfinningar
eins og ótta og reiði, né langvarandi til-
finningar eins og ást eða hatur; sama máli
gegnir um kenndir sem vakna með mönn-
um þegar þeir hlusta á faera tónlist eða
horfa á tilkomumikið landslag. Þó höfum
við ýmsar leiðir til að leggja rökstutt mat
á hugarástand manna, kenndir þeirra og
tilfinningar. Ef svo væri ekki, gætum við
aldrei vitað neitt um sálarlíf annarra og
jafnvel okkar sjálfra. Ef orð og atferði
manna birta ekki sálarlíf þeirra væri öll
mannþekking og líka sjálfsþekking óhugs-
andi.
En um þau fyrirbæri sem talin eru verð-
mæt eða eftirsóknarverð höfum við vissu-
lega mælikvarða vegna þess að slík fyrir-
bæri eru hlutlægar staðreyndir sinnar teg-
unar: Það er staðreynd að menn þurfa að
borða til að lifa, en það er líka staðreynd
að einn matur er öðrum betri og það eru
raunverulegir hagsmunir manna að borða
góðan mat.
Dómur um það hvaða matur sé hollari
en annar er staðhæfing um staðreynd, og
staðreyndin í þessu tilfelli er ákveðið gildi
eða verðmæti, þ.e. hollusta. En auðvitað
getur matur sem einum er hollur verið
öðrum óhollur, og þetta sýnir að gildi mat-
arins er háð því hverjum hann er ætlaður.
Gildi eru í þessum skilningi afstæð við
einstaklingana, en þar með er ekki sagt
að staðhæfingar um gildi og verðmæti séu
afstæðar í þeim skilningi að þær ráðist
algerlega af geðþótta eða huglægu mati
manna, til allrar lukku má yfirleitt rök-
styðja eða hrekja slíkar staðhæfingar eftir
öruggum leiðum.
Sama á við um allar staðhæfingar um
gildi og verðmæti, sem eru eiginleikar
hluta fyrir manninn sem líkamlega, and-
lega og félagslega veru í senn. Það þarf
flóknar aðferðir til að kanna þessa eigin-
leika vegna þess að það þarf að taka tillit
til viðhorfa manna og ástands þeirra til að
komast að þessum eiginleikum fyrirbær-
anna. Af þessu leiðir að mælikvarðar á
gildi hljóta að vera annars eðlis en mæli-
kvarðar á þýðingarlausar staðreyndir, þ.e.
staðreyndir sem eru mönnum einskis virði.
Raunverulega hafa allar staðreyndir — þ.e.
atburðir eða ástand í heiminum — ein-
hverja þýðingu fyrir menn, skipta þá máli
með einhverjum hætti. Þetta sýnir að allir
staðreyndadómar sem ekki eru um leið
gildisdómar, eru sértekningar. Þeir eru
dómar um hlutina eins og þeir sjást undir
afmörkuðu sjónarhorni þar sem horft er
framhjá því hvaða gildi eða þýðingu hlut-
irnir hafa í raun. Það er spurning hvort
sértekningin sé ávallt réttmæt vísindalega,