Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1979, Síða 27

Læknablaðið - 01.04.1979, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 73 um það hvað mönnum er kleift og stað- reyndum um það hvað menn telja mikil- vægt. Þetta leiðir hugann að öðru atriði sem mönnum sést gjarnan yfir, en það er mun- urinn á hugtökunum hlutleysi og hlut- lægi.r’ Þessi hugtök er mönnum tamt að leggja að jöfnu, eða að telja hlutleysi vís- indamanna forsendur fyrir hlutlægi vís- indanna. í vísindum sem leita einungis þekkingar á almennum venslum eða eig- inleikum fyrirbæra eru menn ekki hlut- lausir, heldur hvílir þekkingarleit þeirra á ákveðinni afstöðu eða viðhorfi sem felur í sér afar afdrifaríkt gildismat. En þar með er ekki sagt að vinnubrögð og rann- sókna- og skýringaraðferðir viðkomandi vísinda séu ekki áreiðanlegar, og að nið- urstöður rannsókna geti ekki talist hlut- lægar, þ.e. komið heim og saman við veru- leikann. Hlutleysi vísindamanna er ekki nauðsynleg forsenda hlutlægis, hlutlægi hvílir á eftirliti vísindamanna með aðferð- um sínum og niðurstöðum, og gagnrýni á þær. (Athugasemd: Hlutleysiskröfu vís- indanna eins og hún er almennt skilin sem afstöðuleysi, má ekki rugla saman við kröfuna um heiðarleika og óhlutdrægni. Krafan um heiðarleika og óhlutdrægni og vönduð vinnubrögð á við öll starfssvið; jafnvel þjófaflokkar eru sagðir gera slíkar kröfur og hafa sínar reglur í þessum efn- um; það er e.t.v. á sviði stjórnmála sem komist er næst því að vanvirða heiðarleika og óhlutdrægni). Ein meginástæðan fyrir þessari röngu hlutleysiskenningu er sú, að vísindamenn hafa orðið að verjast ásóknum utanaðkom- andi aðila sem hafa viljað láta þá lúta trú- arlegri eða stjórnmálalegri hugmynda- fræði í rannsóknum sínum. Af þessum sökum kröfðust vísindamenn á 17. og 18. öld að viðurkennt yrði að fræði þeirra og starfsemi væru óháð trúarbrögðum og stjórnmálastefnum. Þessa kröfu rökstuddu þeir með því að skírskota til hlutlægis fræðanna sem þeir töldu að væri tryggt með því að aðferðir þeirra væru sjálf- stæðar með tilliti til allra hugmynda og skoðana annarra en þeirra einna sem skyn- semin skipaði mönnum. Með þessa hug- myndafræði um vísindin að vopni — sem leggur að jöfnu hlutleysi og hlutlægi — tókst fræðimönnum fyrri alda að gera vís- indin að viðurkenndri stofnun í þjóðfélag- inu — stofnun í sama skilningi og kirkjan með sínu klerkaveldi er stofnun. Síðan hafa vísindamenn (hugtakið „vísindamað- ur“ verður til um leið og stofnunin „vís- indi“) hvað eftir annað gripið til þessarar hlutleysiskenningar til að vernda eða tryggja sjálfstæði starfsemi sinnar. En jafnframt hafa vísindin, ásamt þeirri tækni sem þau hafa getið af sér, sífellt orðið áhrifameiri í þjóðfélaginu og í öllu samfélagslífi manna. Sérhvert svið mann- lífsins er á góðri leið með að eignast „vís- indalega tækni“ við sitt hæfi.° Ef svo fer sem horfir, má ætla að fólk geti yfirleitt ekki tekist á við neinn vanda án þess að kalla til sérfræðilega ráðunauta til að „leysa vandamálið“. Þessi mótsagnakennda staða vísinda í þjóðfélaginu — þ.e. að vera talin hlutlaus starfsemi og að vera um leið einn mesti áhrifavaldur á sviði stjórnmála og atvinnu- rekstrar, hugmyndafræði og líkamlegrar velferðar — þarfnast ítarlegrar greiningar og umræðu, sem hér er ekki staður til að leggja út í. 9. HLUTLEYSI OG SIÐFERÐLEG TVÖFELDNI Til eru dýpri rök fyrir hlutleysiskenn- ingunni en hér hafa verið rakin og gagn- rýnd, og þau varða læknisfræðina sérstak- lega. Slík rök er að finna beint og óbeint í fyrirlestri Max Webers um „Starf fræði- mannsins“, en þar beitir Weber hlutleysis- kenningunni af öllu afli til að verja vís- indamenn gegn ásóknum stjórnmálamanna og annarra skoðanatrúboða. Fyrirlestrin- um beinir Weber til þeirra stúdenta og háskólakennara sem rugla saman stjórn- málalegum, trúarlegum, siðferðilegum og fræðilegum skoðunum. Weber segir: Nú er á ólíkan hátt staðið að hinum ýmsu fræðigreinum, og að sama skapi er mis- jafnt, hvaða forsendum gengið er út frá. 1 náttúruvísindum eins og eðlisfræði, efna- fræði og stjörnufræði er litið á það sem sjálfsagt mál, að vert sé að þekkja lögmál þess, sem gerist í efnisheiminum, að svo mikíu leyti, sem vísindin megna að túlka þau. Ekki vegna þess eins, að slík vitneskja sé tæknilega nýtanleg, heldur af því, að öflun hennar sé markmið í sjálfri sér, sé köllun. Þessi forsenda er ósannanleg með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.