Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1979, Síða 28

Læknablaðið - 01.04.1979, Síða 28
74 LÆKNABLAÐIÐ öllu. Þaðan af síður verður sannað, að heimurinn, sem vísindin lýsa, sé þess virði að vera til, hafi með öðrum orðum „til- gang“, eða að það hafi nokkra þýðingu að lifa í honum. Um slikt spyrja visindin ekki. Eða takið læknislist nútímans, þar sem vísindin hafa verið hagnýtt í svo ríkum mæli. „Forsendu" læknisstarfsins má lýsa með þeim hversdagslegu orðum, að gengizt sé undir það sem markmið í sjálfu sér að halda fólki á lífi og lina þjáningar þess eftir föngum. Þetta orkar tvimælis. Lækn- irinn beitir íþrótt sinni til að halda tórunni í ólæknandi sjúklingi, jafnvel þótt hann grátbæni um lausn frá iífinu. Aðstandendur hans kunna að unna honum lausnar frá þjáningum hans; líf hans er orðið þeim einskis virði og kostnaðurinn við að halda í það kannski óbærilegur. Þeir geta ekki annað en óskað honum — ef til vill vesa- lings brjálæðingi — dauða, vitandi eða óaf- vitandi. En forsenda læknisfræðinnar, studd lagaboði, neyðir lækninn til að halda áfram. Læknisfræðin spyr ekki, hvort og hvenær lif sé þess vert, að þvi sé lifað. Öll náttúruvisindi segja okkur, hvað við eigum að gera, ef við viljum leggja tilveruna und- ir tæknivald okkar. En hvort það sé tii nokkurs og hvort við eigum að gera það eða kærum okkur um það, þvílíkar spurningar hirða vísindin ekki um eða ganga út frá svörunum sem gefnum. (4:95-96). Hér kemur skýrt fram sú skoðun að alger rökskil séu á milli spurninga um til- gang, verðmæti og gildi, og þeirra spurn- inga sem vísindin leita svara við, en það eru spurningar um staðreyndir, aðferðir, skýringar og um það hvernig unnt sé að ná einhverju marki. f öðru lagi kemur fram að vísindi hljóti að ganga að svörunum við hinum fyrr- nefndu spurningum vísum. Svörin við þeim eru nauðsynlegar forsendur fræð- anna: Læknisfræði væri ekki til (a.m.k. ekki í þeirri mynd sem við þekkjum hana) ef ekki væri gengið að því vísu að lífið sé þess vert að því sé lifað (á nákvæmlega sams konar hátt og í fagurfræði er gengið að því vísu að til séu listaverk). Sam- kvæmt þessari kenningu eru vísindin hlut- laus í þeim skilningi að þau taka ekki af- stöðu til spurninga um tilgang og gildi („læknisfræðin spyr ekki, hvort og hvenær líf sé þess vert, að því sé lifað“) — en um leið er fullyrt að gengið sé að svörunum vísum (forsenda læknisfræðinnar er að það sé „markmið í sjálfu sér að halda fólki á lífi og lina þjáningar þess eftir föng um“). Annars vegar er neitað að taka af- stöðu — hins vegar er tekin einörð afstaða („læknirinn beitir íþrótt sinni til að halda tórunni í ólæknandi sjúklingi“). Á yfirborðinu virðist um augljósa mót- sögn að ræða. Svo er þó ekki, því að það er á grundvelli fyrirfram valinnar for- sendu, sem kveður á um undirstöðugildi eða verðmæti, sem fræðimaðurinn (vís- indamaðurinn, tæknimaðurinn eða lækn- irinn) neitar að taka afstöðu í tilteknu máli. í rauninni er fræðimaðurinn á engan hátt hlutlaus í þessu afstöðuleysi sínu: Læknirinn kýs samkvæmt þessari kenn- ingu að reyna að vernda líf sjúklinga sinna á hverju sem dynur, og jafnvel þó að þeir sjálfir vilji fá að deyja. Hann er hlutlaus í þeim skilningi einum að hann neitar að ræða málið, ef svo má komast að orði — vegna þess að hann er búinn að ákveða sig fyrirfram. Það er viss tvöfeldni í þessari afstöðu fræðimannsins: Hann þykist ekki taka af- stöðu til vandans (t.d. spurningarinnar um það hvort og hvenær líf sé þess vert að því sé lifað), af þeirri ástæðu einni að fræði hans gera honum ekki kleift að svara spurningunni á öruggan hátt — en afstaða hans er í raun ráðin fyrirfram: Hann bind- ur sig við eitt svar (lífið er þess vert að því sé lifað). Hlutleysiskenningin breiðir hér yfir ákveðna siðferðilega afstöðu. — Ég held að þessi siðferðilega tvöfeldni sé ekki nauðsynlega af hinu illa eða hljóti ávallt að hafa slæmar afleiðingar — nema henni sé beitt af fullri hörku eða sam- kvæmni. 10. SAMKVÆMNISKENNING í SIÐFRÆÐI Það eru nokkur atriði, sem vert er að huga að varðandi þessa siðferðilegu tvö- feldni. í fyrsta lagi að tvöfeldni sem slík getur verið skjól skálka — fræðimenn skjóta sér oft undan því að taka á raun- verulegum siðferðilegum vandamálum. í öðru lagi býður þessi kenning heim sömu hættu og henni er ætlað að forða mönnum frá, sem sé hættunni á alvarlegri misbeitingu fræðanna. Ef það er ekkert i fræðunum sjálfum sem segir læknum að virða mannslíf, hvers vegna skyldu þeir þá ávallt velja að gera það? Hér snýst hlutleysiskenningin — sem Weber flytur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.