Læknablaðið - 01.04.1979, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ
75
— upp í andstæðu sína, því að hann heldur
því fram, að þar sem enginn leið er til að
færa sönnur á hina siðferðilegu forsendu,
þá sé einungis „hægt að túlka, hvað í
henni felst, og taka því síðan eða hafna,
allt eftir því, hvaða afstöðu hver og einn
kýs að taka til tilverunnar". (4:95). Og
síðar segir hann:
Valið stendur um guð og djöfulinn, en
hvort er hvor, það er háð endanlegri af-
stöðu þess, sem í hlut á; hver maður verður
að velja, hvort er lians guð og hvort hans
djöfull. Sama á við um öll sviö lífsins.
(4:103, síðari undirstrikunin er mín).
Hinn siðferðilegi boðskapur Webers er
krafa um samkvæmni eða samræmi í skoð-
unum og breytni:
Fræðimanninum er kleift — og skylt — að
segja við yður: „Tiltekin stefna í einstöku
máli getur verið í samræmi við og þar með
heiðarlegur þáttur í tiltekinni grundvallar-
lífsskoðun, kannski fleirum en einni, en
samrýmist ekki tilteknum skoðunum öðr-
um. Þegar þér takið tiltekna afstöðu, eruð
þér, í líkingum talað, að þjóna þessum guði,
en styggja hinn. Séuð þér sjálfum yður
trú, komizt þér ekki hjá þvi að hafa þetta
tiltekna samræmi í skoðunum yðar“. Þessu
er hægt að skera úr, eða að minnsta kosti
er það ekki útilokað. Því hlutverki gegnir
heimspekin sem sérstök fræðigrein og
rannsóknir hverrar fræðigreinar á forserd-
um sínum, sem í rauninni eru heimspeki-
legs eðlis. (4:107-108).
Þessi krafa um grundvallarval og sam-
kvæmni í skoðunum og breytni minnir á
kenningu franska heimspekingsins Jean-
Paul Sartre, í fyrirlestrinum Existentíal-
ismi er húmanismi.7 Þar reifar hann og
rökstyður eftirfarandi skoðun: Hlutirnir
hafa ekkert gildi í sjálfu sér, lífið hefur
engan æðri tilgang; hlutirnir öðlast gildi
og lífið fær tilgang vegna ákvarðana og
breytni manna. Þar af leiðir að val hvers
einstaklings skiptir eitt öllu máli, á því
hvílir allt siðferði og verðmætamat.
Ábyrgðin sem þetta val leggur á herðar
hverjum einstaklingi er algjör, ekkert get-
ur réttlætt valið fyllilega. Valinu fylgir
krafa um algera samkvæmni og heilindi,
þ.e. að einstaklingurinn axli fyllilega á-
byrgðina sem vali hans fylgir — hugsi og
breyti í fullu samræmi við eigin ákvarðan-
ir og taki afleiðingum gerða sinna, en
skjóti sér ekki bak við einhverjar fyrir-
fram gefnar reglur eða gildi sem afsökun
eða ástæður fyrir vali sínu: Slíkar reglur
eða slík gildi eru ekki til fyrirfram, heldur
verða til vegna ákvarðana einstaklingsins.
11. LÍFSVIÐHORF OG VÍSINDI
Spurningin sem blasir við af þessum
vangaveltum sem hér eru hafðar eftir
Weber og Sartre er þessi: Hvaða rök ef
nokkur höfum við fyrir þeirri skoðun að
lífið sé þess vert að því sé lifað? Ef slík
rök eru ekki til, hvernig er þá hægt að
fallast á að þessi skoðun sé meginsiðferði-
lega forsenda læknisfræðinnar? Hvers
vegna skyldu menn, þegar öllu er á botn-
inn hvolft, virða mannslíf?
Ein tilraun til svars við þessum vanda
er að finna í ritgerð eftir Albert Camus,
Goðsögnin um Sisyfos,8 en bókin hefst á
þessum orðum:
Það er einungis einn fyllilega alvarlegur
heimspekilegur vandi: Það er sjálfsmorðið.
Að dæma um það hvort lifið sé vert að því
sé lifað eða ekki, það er að svara undir-
stöðuspurningu heimspekinnar.
Heiti bókarinnar sækir Camus í hina
grísku goðsögn um Sisyfos: Guðirnir höfðu
dæmt Sisyfos, sem hafði óhlýðnast boðum
þeirra, til að velta um allan aldur þungum
steini upp á fjallsbrún, en steinninn valt
ætíð niður jafnskjótt og upp var komið.
Enga refsingu töldu guðirnir meiri en þá
að vera látinn vinna algerlega tilgangs-
laust verk. En í þessari dæmisögu um hlut-
skipti mannsins í heiminum, vill Camus
lesa rök fyrir þeirri skoðun að lífið sé þess
vert að því sé lifað. Niðurlagsorð hans
eru þessi:
Ég yfirgef Sisyfos við rætur fjallsins. Mað-
ur tekur ávallt kross sinn upp aftur. En
Sisyfos ber vitni um æðri trúmennsku sem
afneitar guðunum og lyftir steininum. Og
hann viðurkennir að allt sé gott. Hinn hús-
bóndalausi alheimur virðist honum hvorki
ófrjór né tilgangslaus. Sérhvert granitkorn
í steininum, hver glitrandi málmsteinsarða
í dimmu fjallinu mynda sinn heim. Bar-
áttan við að ná upp á tindinn er nóg til að
fylla eitt mannshjarta. Maður hlýtur að
ímynda sér Sisyfos hamingjusaman mann.
Niðurstaða Camus er því sú að lífið sé
þess virði að vera lifað, að hlutskipti okkar
hafi gildi í sjálfu sér. En þessi niðurstaða
er ekki án fyrirvara og ekki fyrirfram
gefin. Steinninn gæti reynst einhverjum
of þungur. — Er lífið ávallt og fortaks-