Læknablaðið - 01.04.1979, Side 38
78
LÆKNABLAÐIÐ
eftirliti. Þetta tvennt — annars vegar beit-
ing stærðfræði við að setja viðfangsefnin
upp í rökleg kerfi eða reikningskerfi, hins
vegar tilraunir með fyrirbærin, eru helstu
ástæðurnar fyrir framgangi raunvísinda á
síðustu öldum og áratugum. Um leið hafa
raunvísindin sífellt orðið tæknilegri og
hagnýtari, og gert mönnum kleift að hafa
þvílík áhrif bæði á umhverfi sitt, náttúr-
una, og eigið samfélagslíf, að boðendur
heimsendis eru nú hvað trúverðugastir
spámenn.
Og ein ástæðan er sú að vísindamenn
„gleymdu“ að skoða þann raunverulega
heim sem við byggjum. Þeir gleymdu sem
sé þeim raunveruleika sjálfum sem er í
senn tilefni og viðfangsefni allra reynslu-
vísinda.
Þessi sérkennilega „gleymska“ sigldi í
kjölfar hinnar nýju eðlisfræði sem mótuð
var á nýöld. Rætur hennar liggja þó ef-
laust dýpra í sögunni. En á 18. og 19. öld
verður vélhyggjan sjálfsögð í augum fjölda
náttúruvísindamanna. Skopast var að
rómantískum heimspekingum sem höfn-
uðu vélhyggjukenningu eðlisfræðinnar og
boðuðu að náttúran væri óendanlega flók-
ið og dásamlegt lífríki sem umlyki mann-
lífið, vísindi og tækni. Þessum hugmyndum
var hafnað sem óskiljanlegri þvælu og
kjaftæði sem í skásta tilfelli mætti flokka
undir lélegan skáldskap. Heimurinn skyldi
skoðaður eins og gífurlega flókin vél sem
lyti fáeinum meginlögmálum, en svo stór
og margbrotin að hóp sérfræðinga þyrfti
til að kynnast hverjum einstökum þætti í
gangverki hans. Þessi vélhyggjukenning
um vísindin og veröldina á enn miklu fylgi
að fagna, þrátt fyrir það hversu hryllilegar
afleiðingar fylgispekt við hana hefur haft.
En sannleiksgildi kenningar verður heldur
ekki hrakið með því að benda á slæmar
afleiðingar hennar og þess vegna missir öll
gagnrýni á tæknihyggjuna marks, ef hún
tekur einungis til spjallanna af völdum
tækninnar.11
Sannleikurinn er sá, að tæknihyggja nú-
tímavísinda á ekki fylgi sitt að þakka því
einu hversu mikil not eða ónot má hafa af
tækni og vísindum, heldur því að hinn
tæknilegi hugsunarháttur virðist á yfir-
borðinu skynsamlegur og í anda sannra
vísinda.
Tæknihyggjan boðar að tekist sé á við
öll úrlausnarefni sem vandamál sem unnt
eigi að vera að leysa eftir öruggum tækni-
legum leiðum. Þessi boðskapur getur virst
sjálfsagður og eðlilegur. Hann er þó ó-
skynsamlegur og háskalegur: Óskynsam-
legur vegna þess að mörg mikilvægustu
úrlausnar- og áhyggjuefni manna eru ekki
þess eðlis að unnt sé að greiða úr þeim með
neinum tæknibrögðum; háskalegur vegna
þess að hann leiðir menn á villigötur,
hindrar að menn geri sér ljósa grein fyrir
ýmsum brýnum viðfangsefnum og takist
raunverulega á við þau.
Sú skoðun að tæknihyggjan sé mótuð i
anda sannra vísinda er einnig alröng.
Tæknin er heild þeirra aðferða og leiða
sem við höfum til að framleiða hluti og
hafa áhrif á gang mála í heiminum. Tækni-
hyggjan er hins vegar lífsviðhorf eða
heimspeki, þar sem allt er skoðað undir
sjónarhorni tækninnar. Þegar slíkt við-
horf verður allsráðandi í vísindum, þá eru
vísindin ekki aðeins á villigötum, siðferði-
lega og félagslega séð, þau eru einfaldlega
ekki lengur vísindi, í eiginlegri merkingu
þess orðs, vegna þess að þau leita ekki
lengur þekkingar á heiminum þekkingar-
innar vegna, heldur leita þau að áhrifum
áhrifanna sjálfra vegna.
15. HUGMYNDAFRÆÐI VÍSINDA OG
TÆKNI, OG LÆKNISFRÆÐI
Nú er mál til komið að spyrja hvernig
þessar hugleiðingar og athugasemdir um
hugmyndafræði vísinda á okkar dögum
varði læknisfræði sérstaklega.
Læknisfræðin er undir þessa hugmynda-
fræði seld eins og önnur vísindi og tækni.
Eins og best sést af námskrá læknadeildar
háskólans er læknisfræðin byggð upp sem
raunvísinda- og tæknigrein í þrengsta
skilningi. Hvergi örlar á námskeiðum sem
lúta að siðferðilegum, félagslegum, menn-
ingarlegum eða sögulegum þáttum læknis-
fræðinnar sem vísinda-, tækni- og list-
greinar í senn. Eitt helsta einkenni nútíma
vísindatæknihyggju er einmitt að bann-
færa spurningar um forsendur fræða og
vísinda og fordæma vangaveltur um verð-
mæti og tilgang fræðanna sem óvísindaleg
viðfangsefni. Tilgangurinn með því að úti-
loka slíkar spurningar og vangaveltur