Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 39

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 79 kann að vera sá að vernda hagsmuni sér- fræðinganna, hindra að yfirburðir fræða þeirra og völd tækninnar séu dregin í efa eða gagnrýnd. Meginskýringin á þessari afstöðu er þó ekki af sálfræðilegum eða félagsfræðilegum toga, heldur varðar hún grundvallareinkenni þeirrar hugmynda- fræði vísinda og tækni sem virðist samofin eðli þeirra sem visinda og tækni. Visindi og tækni nútímans eru beinlínis hugsuð til þess að afla þekkingar á hinu almenna, sértekningum, en ekki á hinum einstöku raunverulegu fyrirbærum, og til að hafa áhrif, ná tökum á hlutunum. Og siðleysi þessara vísinda er ekkert yfirborðs ein- kenni, heldur liggur þeim til grundvallar. Hlutleysiskenningin sem þau skrýða sig með er yfirvarp algerrar afstæðishyggju eða nihilisma, sjálfshyggju sem býður heim miskunnarlausu gerræði og takmarkalausu ofbeldi. (Kannski er ástæða til að minna á það að sú hugmyndafræði vísinda og tækni sem hér er lýst á við viss grund- vallareinkenni þeirra sem ákveðinnar starfsemi, en á ekki við lífsviðhorf, skoð- anir eða gildismat þeirra einstaklinga sem hugsanlega stunda þessa starfsemi; þó komast vísinda- og tæknimenn ekki undan oki þessarar hugmyndafræði og áhrifum hennar.) Hvernig er unnt að hugsa sér — hvernig er hugsanlegt — að vísindi og tækni, mót- uð í anda hlutleysis- og sjálfdæmishyggju, séu tengd læknisfræðinni sem hefur heill og heilbrigði raunverulegra einstaklinga að markmiði? Eftir því sem ég fæ best séð hefur engin ,,lausn“ fundist á þessum vanda. Læknar hafa tvímælalaust verið sér almennt með- vitandi um þann háska sem vofir yfir læknisfræðinni af völdum tæknihyggjunn- ar, þeim háska m.a. að þeim verði gert skylt að gera siðlausar aðgerðir á fólki (t.d. að framkvæma fóstureyðingar í stór- um stíl), eða þeim háska sem er raun- verulega miklu alvarlegri: að læknar verði almennt miklu siðlausari í störfum sínum, tillitslausari gagnvart fólki vegna einsýni sinnar, ef ekki blindu á sérkenni og sér- eðli einstaklinganna, þ.e. með því að líta á þá sem ,,tilfelli“ fremur en sem persón- ur. Siðferðilegar prédikanir duga skammt til að stemma stigu við yfirráðum og út- breiðslu vísinda- og tæknihyggju, vegna þess að það er einmitt slíkur boðskapur sem hugmyndafræði vísinda og tækni vís- ar frá eða ómerkir sem fræðilegan þvætt- ing, með því að boða að siðferði komi vísindum og tækni sem slíkum ekki við, heldur varði aðeins einstaklingsbundin sjónarmið manna, breytilegar tilfinningar, hagsmuni, lífsviðhorf og geðþótta hvers og eins. Eina færa leiðin, sem hér hefur verið reynt að fara, er sú að sýna fram á að ákveðin viðhorf til verðmæta og gilda ráði í vissum skilningi ríkjum innan vísinda og tækni og að sú geðþóttasiðfræði sem hug- myndafræði tækni og vísinda boðar sé frá- leit og forkastanleg, ekki aðeins frá sjón- armiði almennra siðfræði og siðgæðis, heldur frá sjónarmiði eiginlegra vísinda og fræða. Það er ekki aðeins beiting vísinda- legrar tækni, sem er í eðli sínu siðferði- legt atferði, heldur er sjálf mótun vísindu og tækni það líka. Hin fræðilegu viðhorf vísinda — og þá einnig kenningar þeirra og aðferðir — eru siðferðilegs eðlis, vegna þess að þau hvíla á ákveðnum gildishug- myndum um viðfangsefni vísinda, raun- veruleikann. Slíkar hugmyndir um hvað máli skiptir, um verðmæti, gildi og til- gang, eru ekki sannanlegar réttar eða rangar samkvæmt einhverjum fyrirfram gefnum aðferðum. Slík sönnunarkrafa er beinlínis út í hött í þessu tilfelli, vegna þess að raunveruleikinn er óendanlega fjölskrúðugur og vegna þess að raunveru- leikinn verður ekki þekktur og skilinn undir neinu altæku sjónarhorni, slíkt sjónarhorn til heimsins er einfaldlega ekki til. Viðurkenning á þessari einföldu en afar mikilvægu staðreynd hlýtur að liggja sið- ferðilegum viðhorfum og kenningum í vís- indum til grundvallar, vegna þess að af- neitun hennar hefur í för með sér ofbeld- ishyggju sem brýtur í bága við sannleiks- hugsjón vísinda, þá hugsjón að þekkja og skilja heiminn eins og hann er. Viðurkenn- ing þessarar staðreyndar felur í sér fleira. Ef við vitum að við getum ekki öðlast tæmandi þekkingu á einstökum raunveru- legum fyrirbærum og að fjölbreytni fyrir- bæranna er slík að öll okkar fræðakerfi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.