Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 11
DV Fréttir föstudagur 16. mars 2007 11
Það var á fimmtudaginn fyr-
ir rúmri viku sem lögreglan kom
heim til Guðmunds í Byrginu og
gróf bakgarðinn hans upp. Grunur
lék á að hann hefði spillt sönnun-
argöngnum með því að grafa þau
í garði sínum nærri rotþró. Sjálfur
segir Guðmundur að ekkert hafi
fundist. Rannsóknarlögreglan á
Selfossi neitar að gefa upp hvers-
vegna grafið var í garðinum eða
hvort eitthvað hafi fundist.
„Ég gaf rannsóknarlögreglu-
manninum bara vindil á meðan
við fylgdumst með uppgreftrin-
um,“ sagði Guðmundur um við-
brögð sín þegar garðurinn var
grafinn upp en rannsókn á málum
hans og fjármálum Byrgisins hafa
staðið yfir síðan í nóvember síð-
astliðinn. Þá var gerð stjórnsýslu-
úttekt á heimilinu sjálfu. Henni var
vísað til ríkissaksóknara til frekari
rannsóknar. Alls hafa sjö konur
kært Guðmund fyrir kynferðisbrot
en hann neitar því statt og stöðugt.
Búið er að taka skýrslur af þeim
öllum að sögn Guðmundar.
Kyrrsettar eignir
„Við kyrrsettum eigur Guð-
mundar til að tryggja hugsanlegar
skaðabætur,“ sagði Helgi Magnús
Gunnarsson, saksóknari efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra, í
viðtali við DV. Alls voru kyrrsettar
eignir að verðmæti
37,9 milljónir króna.
Um er að ræða sex
sumarbústaðarlóðir
valur grettisson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Rannsókn ByRgisins
Rannsókn á máli Byrgisins er langt því frá að vera lokið. Rannsóknarlög-
reglan á Selfossi gróf upp garðinn hjá guðmundi Jónssyni, fyrrum for-
stöðumanni Byrgisins í síðustu viku. Grunur lék á að hann hefði spillt
sönnunargögnum. Bókhald Byrgisins sem DV fékk í hendur sýna einnig að
heimilið greiddi afborganir af lóðum Guðmundar í Grímsnesi og Grafn-
ingshreppi. Hann hefur hingað til neitað því að lóðirnar hefðu verið borg-
aðar af Byrginu. Sjálfur segist hann hafa greitt fyrir þær með reiðufé.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
fréttir
Mánudagur 12. Mars 2007 dagblaðið vísir 20. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
Ofleikur
>> Voru átök milli stjórnarflokkanna ekki raunveruleg og oflék
Framsókn í andstöðunni við Sjálfstæðisflokk?.
fréttir
dv mynd GÚndI
BLS. 4
Traustið
endurheimt
BLS. 23
>> Verð á
myndlist hefur
hækkað eftir
öldudal í kjölfar
málverkaföls-
unarmálsins.
BLS. 6
Lægstu laun væru
mikið hærri >> Hefði almennt launafólk notið sömu
hækkana og alþingis-
menn væru lægstu
laun fimmtungi hærri
en þau er nú.
rannsókn Byrgismálsins eykst stöðugt og tugir hafa verið yfirheyrðir:
LöGreGLan
Gróf í GarðI
Guðmundar
Prentað í morgun
Íþróttir
helgarinnar
- búin smárri gröfu mætti lögreglan að heimili guðmundar Jónssonar í Byrginu og gróf upp garðinn vegna gruns um
að guðmundur hefði grafið sönnungargögn. guðmundur segir ekkert hafa fundist. lögreglan segir ekkert. sjá bls. 7
MENNiNG
DV-SPOrt
>> DV-Sport er stærra nú
en áður. Allar íþróttir, allt
það helsta er að finna í
blaðinu í dag. NBA-leikir
næturinnar er líka í DV-
Sport í dag.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
þriðjudagur 13. mars 2007 dagblaðið vísir 21. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
fréttir
Þrengir að
Mugabe
fólk
Prentað í morgun
Geta grætt
tugi milljóna
Fatalína
Madonnu
að lenda
í H&M
DV Sport
þriðjudagur 13. mars 2007 15
Sport
Þriðjudagur 13. mars 2007
sport@dv.is
HK undirbýr sig af krafti fyrir fyrsta tímabil félagsins í efstu deild
Allt um leiki næturinnAr í nbA deildinni í nótt á bls. 18.
Federer tapaði
Fyrir Canas
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í
annari umferð Indian Wells mótsins
í tennis á sunnudaginn þegar efsti
maður heimslistans, Roger Feder-
er, tapaði fyrir Argentínumanninum
Guillermo Canas í tveimur settum, 7-
5 og 6-2. Canas er í 60. sæti heims-
listans.
Federer átti möguleika á að vinna
Indian Wells mótið í fjórða sinn í röð.
Hann hafði unnið 41 leik í röð fram til
þessa en síðast tapaði Federer í ágúst
gegn Bretanum Andy Murray. Fed-
erer var eingöngu fimm sigrum frá
metinu en metið á Argentínumaður-
inn Guillermo Vilas sem vann 46 leiki
í röð á sínum tíma.
Federer sagði þó að tilhugsunin
um að setja nýtt met hafi ekki truflað
hann að þessu sinni. „Það var alls
engin pressa því ég tek einn leik fyrir
í einu. Ég hef áhyggjur af því að tapa
fyrir minni spámanni. Tapið sýnir
bara hversu erfitt þetta er. Ég átti í
vandræðum frá byrjun hér í dag.
Fyrsti leikurinn er alltaf erfiður, en ég
hef verið í frábæru formi, ég hef ekki
tapað fyrsta leik á móti í rúmlega tvö
ár. Ég er mjög ánægður með það. Það
hlaut að koma að þessu fyrr eða síðar
og það er allt í lagi,“ sagði Federer.
Þetta var fyrsti leikur hans á mótinu.
Federer hélt upp á það í síðasta
mánuði að hafa setið á toppi heims-
listans í 161 vikur í röð og bætti þar
með þrjátíu ára gamalt met Banda-
ríkjamannsins Jimmy Connors.
„Það er frábært að vinna efsta
mann heimslistans, mér líður æðis-
lega. Þetta var alltaf draumur, en
ég bjóst ekki við þessu. Ég er fullur
sjálfstrausts núna en þetta verður erf-
itt,“ sagði Canas.
Canas hefur hæst náð áttunda
sæti heimslistans árið 2005. Hann
snéri aftur á tennisvöllinn í septemb-
er í fyrra eftir að hafa afplánað fimm-
tán mánaða keppnisbanni vegna
lyfjanotkunar. dagur@dv.is Óvænt
úrslit í nbaGolden state stöðvaði siGurGönGu dallas
Margrét Lára sló markametið
DV-sport fylgir
AllAr eignir
guðmundAr
kyrrsettAr
LögregLan hefur hert rannsókn ByrgismáLsins:
- lögreglan kyrrsetur eignirnar til að mæta
hugsanlegum skaðabótum. sjá bls. 9
dv mynd gúndi
Lánin
lækka
ekki
>> Lán verða ekki fyrir
áhrifum vegna breytinga
á vaski og vörugjaldi.
>> Andstaða við
forsetann vex innan
hans eigin flokks.
>> Eigendur Gullnám-
unnar fundu góða
gullnámu í Mjóddinni.
eignir kyrrsettar fyrirtækið Úrím og
túmmim var kyrrsett í vikunni ásamt eignu
guðmundar og fyrrum starfsmanna Byrgisins.
Guðmundar, bíll, hús og fleira. Þá
var fyrirtæki í hans eigu og fyrrum
starfsmanns Byrgisins einnig kyrr-
sett. Það er fyrirtækið Úrím og Túm-
mim. Það er í raun eignarhaldsfélag
sem heldur utan um þær eignir sem
Guðmundur á. Meðeigandi hans
heitir Jón Arnarr Einarsson, hann
var starfsmaður í Byrginu. Einn-
ig voru eignir annars starfsmanns,
Magnúsar Einarssonar, kyrrsettar.
Hann segist hafa átt tuttugu prósent
í félaginu en er fyrir allnokkru bú-
inn að segja úr félaginu. Það gerði
hann eftir að mál Byrgisins komust
í hámæli.
Sjálfur segist Magnús hafa staðið
í þeirri trú að eitt félag yrði stofnað
í kringum hverja eign. Í ljós kom að
allar eignirnar heyra undir Úrím og
Túmimm.
endurgreiddi vistina
Í vikunni voru fyrrum starfs-
menn boðaðir í skýrslutöku hjá rík-
isskattstjóra. Þeim var tilkynnt að
þeir bæru stöðu sakbornings í þeirri
skýrslutöku. Ástæðan mun vera fé
sem lagt var inn á reikninga þeirra
af reikningum Byrgisins.
„Yfirleitt voru þetta endur-
greiðslur vegna vistarinnar,“ seg-
ir Guðmundur spurður um skatt-
rannsóknina á vistmönnunum.
Hann segir að þegar vistmenn hafi
ekki lokið meðferðinni hafi Byrgið
endurgreitt þeim það fé sem þeir
borguðu þegar þeir voru lagðir inn.
Hann segir að þetta hafi yfirleitt ver-
ið lágar fjárhæðir en vistin kostaði í
kringum fimmtíu þúsund krónur á
mánuði. Að auki segir Guðmundur
að það hafi komið fyrir að lagt hafi
verið inn á reikninga fólks þegar það
var beðið um að kaupa nauðsynja-
vörur fyrir meðferðarheimilið.
segir guðmund ljúga
„Guðmundur lýgur öllu,“ fullyrð-
ir Magnús um ummæli Guðmundar
um að vistmenn hafi fengið vistina
endurgreidda þegar þeir yfirgáfu
ókláraða meðferð. Að sögn Magn-
úsar var engum endurgreidd vist-
in eftir að viðkomandi fór úr henni.
Hann segir að Guðmundur hafi lagt
fé inn á reikninga fólks og heldur
því fram að í raun sé verið að ljúga
launum upp á fólk.
„Þegar hann lagði launin inn á
fólkið sagði hann það vera blessun
frá guði,“ segir Magnús sem kann
honum litlar þakkir fyrir að draga
sig inn í þetta.
Ekki er ljóst hvað er satt í þessum
efnum en hitt er ljóst að Guðmund-
ur lagði fé inn á vistmennina.
saumaði leðurgrímur
„Ég fór nokkrum sinnum með
Guðmundi í Hvítlist,“ segir Magnús
Einarsson, fyrrverandi starfsmaður
Byrgisins. Efnahagsbrotadeild hef-
ur spurt fyrrverandi starfsmenn og
vistmenn á Byrginu af hverju Guð-
mundur Jónsson í Byrginu hafi átt
svona mikil samskipti við fyrirtæk-
ið. Það selur bæði pappírsvörur og
leður.
Að sögn Magnúsar keypti Guð-
mundur leðurskinn og fleira en
hann vill meina að tilgangurinn
hafi verið sá að búa til svipur og
leðurgrímur. Svo virðist sem einka-
neysla Guðmundar hafi blandast
við fjármál Byrgisins. Hann neitar
þó fyrir það og hefur ávallt neitað
að hann stundi bindi- og drottnun-
arleiki.
undarlegt bókhald
Bókhald
Byrgisins, sem
DV komst yfir,
sýnir að Byrg-
ið borgaði þrjár greiðslur af lóðum
Guðmundar í Grímsnesi og Grafn-
ingshreppi. Hingað til hefur hann
haldið því fram að hann hafi borg-
að lóðirnar með eigin reiðufé. Einn-
ig kemur í ljós þegar bókhaldið er
skoðað að Byrgið borgaði af end-
urgreiðsluláni fyrirtækisins Úrím
og Túmmím, sem er í hans eigu og
Jóns Arnarrs Einarssonar.
Í bókhaldinu má einnig finna
óvenjuhá hita- og rafmagnsreikn-
inga. Laun Guðmundar á með-
an hann starfaði í Byrginu var hálf
milljón króna á mánuði.
Að auki hafði hann eigið
greiðslukort til umráða. Í bókhald-
inu, sem telur yfir mánuðinn júní
til júlí árið 2005, kemur fram að
kortareikningur hans var tæp hálf
milljón en reikningur heimilisins
sjálfs var rúm milljón. Efnhags-
brotadeild ríkislögreglustjóra rann-
sakar málið.
ekki í gæsluvarðhald
„Það hefur ekki reynst þörf á
að hneppa Guðmund í gæsluvarð-
hald,“ segir Jón Hrafnsson rann-
sóknarlögreglumaður sem rann-
sakar mál Guðmundar í Byrginu.
Aðspurður hvort Guðmundur hafi
spillt sönnunargögnum vildi hann
sem minnst segja.
Jón segir rannsókn langt komna
en þegar er búið að taka skýrslur af
konunum sjö og öllum starfsmönn-
um Byrgisins.
Sjálfur segist Jón ekki vera bú-
inn að telja saman hversu margir
hafa verið kallaðir til, en þeir skipta
tugum. Ekki er ljóst hversu langan
tíma rannsóknirnar taka en það er
þó ljóst að þær eru verulega viða-
miklar.
grófu upp garðinn hans guðmundar dV sagði frá
því fyrr í vikunni að lögreglan á selfossi gróf í garði
guðmundar Jónssonar í Byrginu.
guðmundur Jónsson Bendir á
holuna þar sem lögreglan leitaði
sönnunargagna í síðustu viku.