Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Síða 12
föstudagur 16. mars 200712 Fréttir DV Abdul Qasir, 13 ára Kandahar í Afganistan 2001 Abdul Qasir ætlaði að taka upp ósprungna klasasprengju af því hann hélt að hún væri niðursuðudós. Hún sprakk þegar hann kom við hana. Abdul missti neðan af vinstri fót- leggnum og hægri handleggurinn var brotinn eftir sprenginguna. Abdul bíður eftir því að fá morfínsprautu til að slá á kvalirnar. Myndin er tekin átta dögum eftir sprenginguna. Masud, 9 ára Lakar í Afganistan 2001 Masud lá á bráðadeild Gjörgæslusjúkrahúss- ins fyrir borgaraleg fórnarlömb stríðs í Kabúl í Afganistan í desember 2001. Masud hlaut alvarlegan áverka á heila þegar klasasprengja sem hann og vinur hans voru að leika sér með sprakk í höndunum á honum. Ljósmyndarinn Paula Bronstein tók mynd af honum á öðrum í jólum árið 2001 en ekki fylgir sögunni hvort hann lifði lengi eftir það. Annan Erfan, 11 ára Bagdad í Írak 2003 Annan Erfan steig á klasasprengju í Bagdad og missti neðan af vinstri fæti þann 22. apríl 2003. Fjórum dögum seinna létust tvö af fjór- um systkinum þegar klasasprengja sprakk þar sem þau voru að leik í borginni. Hin tvö slösuðust alvarlega. Bandaríkjamenn notuðu klasasprengjur við innrásirnar bæði í Írak og Afganistan en þar sem þær dreifa sér í fallinu er ekki hægt að tryggja öryggi almennra borg- ara þar sem þeim er varpað. Hassan Hemadi, 12 ára Deir Qanoun Al Ras Ein í Líbanon 2006 „Ég var að vökva í garðinum og reyta arfa þegar ég sá einhvern málmhlut. Ég vissi ekki hvað þetta var þannig að ég tók það upp. Ég vissi ekki að þetta væri hættulegt þannig að ég fór að fikta í borðanum á endanum og sneri upp á hann. Síðan veit ég ekki hvað gerðist, en sprengjan sprakk. Nú er ég búinn að missa fingurna á höndinni.“ Hassan missti fjóra fingur framan af hægri höndinni. Hann fékk alvarlega áverka á maga og önnur innyfli og er að öllum líkindum enn með sprengjubrot í líkamanum. Morðvopn gegn AlMúgAnuM Mannúðarstofnanir hafa vaxandi áhyggjur af notkun klasasprengja í stríðsátökum. Meðan enn þurfti dýrar orrustuflugvélar til þess að dreifa sprengjunum voru þær að- eins á færi stórra herja (sem reynd- ar notuðu þær óspart). Nú eru þær hins vegar orðnar meðfæri- legri, þeim má skjóta úr skriðdreka eða jafnvel af eldflaugaskotstöð á vörubílspalli eins og margar stærri hryðjuverkahreyfingar hafa yfir að búa. Thomas Nash er leiðtogi breið- fylkingar mannréttindasamtaka sem vinna ötullega að því að út- rýma klasasprengjum, eða í það minnsta að fá alþjóðasamfélagið til að banna þær. Hann segir skæru- liðahreyfingar þegar farnar að nýta sér þessa tækni: „Hisbollah skaut kínverskum klasasprengjum yfir til Ísraels. Þeir nota sömu skotstöðv- arnar fyrir klasasprengjur eins og þeir notuðu til að skjóta skamm- drægum Katyusha eldflaugum sem þeir notuðu töluvert síðasta sumar. Þessar eldflaugaskotstöðvar á vöru- bílapöllum eru tiltölulega ódýrar og auðvelt að komast yfir þær, alla- vega miðað við orrustuþotur.“ Afleiðingin er enn frekari ógn við saklausa borgara. Þeir sem kom- ast óskaddaðir frá sprengingun- um og halda lífi og limum, þeir búa við þann veruleika að akrarnir eru ónýtanlegir af því þar sprengjum verið sáð. Og geiturnar springa í loft upp í beitilandinu. Víðar en í Líbanon Flestir hugsa til Líbanons þeg- ar talið berst að klasasprengjum en þar er síður en svo versta ástandið. „Það er enn mikið verk eftir í Líban- on en það er ekkert á við Laos,“ seg- ir Thomas. „Bandaríkjamenn vörp- uðu ógrynni af klasasprengjum þar í Víetnamstríðinu, líka í Víetnam og í Kambódíu. Þetta liggur þarna ennþá á Ho Chi Minh veginum og í skógunum síðan á sjöunda og átt- unda áratugnum. Það eru meira en 30 ár síðan þessum sprengjum var varpað en þetta er enn að verða fólki að aldurtila. Í þessum löndum þarf nauðsynlega að taka til hend- inni. Líbanon græddi þó á því að þar var þegar til staðar sérþekking til sprengjuhreinsunar og stofnan- ir sem kunnu að skipuleggja hana. Þessu er ekki til að dreifa í Laos og þar um kring.“ Þar að auki er mikið af klasa- sprengjum í Afganistan og Írak en vegna stríðsátakanna þar undan- farin ár veit í raun enginn hversu stórt vandamálið er þar í landi. Að auki eru enn ósprungnar klasa- sprengjur eftir Balkanstríðið, eftir stríðsátök í Austur-Afríku, sem og í Sierra Leone og í Vestur-Kongó. Þá finnast ósprungnar klasasprengj- ur á nokkrum stöðum í Rússlandi, meðal annars í Téténíu. Bitna verst á saklausum borgurum Hernaðarlegur tilgangur klasa- sprengja er tvíþættur. Þeim er gjarna varpað eða skotið á staði þar sem hermenn eru að safn- ast saman, þar sem bílar standa í fylkingu eða búnaður er geymdur. Sprengjuhylki er annað hvort varp- að úr flugvél eða því skotið af jörðu niðri. Þegar sprengjuhylkið er kom- ið á nægan hraða eða komið í vissa fjarlægð frá jörðu opnast hylkið og litlu klasasprengjurnar dreifast yfir stærra svæði en ein sprengja myndi ná til. Vandamálið er að ekki er vel hægt að stýra því hvar nákvæmlega þessar litlu sprengjur lenda og því hafa þær til dæmis lent á börnum að leik þar sem þeim var varpað í Bagdad. Herkænum mönnum þyk- ir einnig mikið til koma að litlu sprengjurnar springa ekki allar þegar þær lenda á jörðinni held- ur haldast þær virkar og bíða þess að einhver eigi leið hjá. Þessi eig- inleiki nýtist vel til þess að hindra för óvinarins, til dæmis með því að varpa sprengjunum á vegi, flugvelli eða eftir landamærum eða öðrum víglínum. Með þessu er um leið verið að koma í veg fyrir að sjúkra- bílar komist óhindrað leiðar sinn- ar í björgunarstörfum. Þannig er einnig komið í veg fyrir að saklaus- ir borgarar geti flúið stríðsátök- in. Og eftir að stríðinu lýkur halda klasasprengjur áfram að ógna öllu lífi þar til sérþjálfaðir sprengjueyð- ingarmenn hafa hreinsað svæðin. Í Líbanon stefnir í uppskerubrest af manna völdum annað árið í röð á ökrum sem ekki hefur enn náðst að hreinsa. Bönnum klasasprengjur Stjórnvöld í Noregi eru upp- hafsmenn að fjölþjóðlegu átaki um að banna alla notkun klasa- sprengja. 46 ríki skrifuðu und- ir samþykkt í Osló í febrúar síð- ast liðnum og skuldbundu sig til þess að taka þátt í að banna klasa- sprengjur. Íslendingar tóku vel við sér og undirrituðu Oslóar- samþykktina enda er breið pól- itísk andstaða við notkun klasa- sprengja. Enginn hefur hins vegar gengið jafnlangt og Belgar, sem riðu á vaðið og bönnuðu alfarið alla framleiðslu og notkun klasa- sprengja. Áfram verður fundað til að komast að samkomulagi um orðalag samþykktarinnar og er stefnt er að því að hún verði und- irrituð á næsta ári. Thomas segist hafa verið mjög glaður að sjá áhrifamikil lönd sem vitað sé að eigi klasasprengj- ur vinna að því að banna þær. „Við vitum til þess að 34 lönd hafi fram- leitt klasasprengjur á einhverjum tímapunkti, helmingur þessara landa undirrituðu yfirlýsinguna í Osló. Auk þess var þriðjungur landanna sem vitað er að eigi tölu- vert af klasasprengjum viðstaddur Oslóarráðstefnuna. Það vakti líka með mér gríðarlega bjartsýni að sjá þarna valdamikil lönd á borð við Bretland og Frakkland.“ Mikill árangur af jarð- sprengjubanni Thomas býst við því að sam- komulag af þessu tagi muni breyta ásýnd nútímastríðsrekstrar, jafnvel þó að atkvæðamestu framleiðend- urnir og notendurnir eigi líklega eftir að sniðganga samninginn. Al- Ósprungnar klasasprengjur liggja eins og hráviði í flestum löndum þar sem stríðsátök hafa átt sér stað síðan í seinni heims- styrjöld. Jafnvel í löndum þar sem stríðinu er löngu lokið fjölg- ar fórnarlömbunum jafnt og þétt. Þeir sem ekki deyja á staðn- um missa oft fætur eða hendur. Herdís sigurgríMsdóttir blaðamaður skrifar: herdis@dv.is Rífa hold og herklæði n Klasasprengjur eru hannaðar á þann hátt að þær geti unnið mein á tvo eða þrjá vegu. allar eiga þær sameiginlegt að vera fylltar af járnbrotum sem þeytast út um allt þegar sprengjan springur. mörg fórnarlamba klasasprengja lifa sínu lífi með leifarn- ar af sprengjunni fastar í líkamanum. flestar gerðir klasasprengja innihalda líka stærri kúlu, svipaða byssukúlu, sem getur rifið sig í gegn- um járn og skotheld vesti. sú kúla myndi fljúga í gegnum brjósthol þriggja manna ef þeir stilltu sér upp í röð og ef hún fellur ofan á bíl getur hún farið í gegnum þakið, gólfið og nokkra sentimetra niður í malbikið að auki. sumar gerðir klasasprengja eru einnig smurðar magnesíumi eða öðru efni sem skíðlogar þegar sprengjan springur og kveikir í hverju sem fyrir verður. n Klasasprengjum er ýmist varpað úr flugvél eða skotið úr eldflaugaskotstöðvum. Inni í stóru skothylki leynast margar minni sprengjur, sem tæmast úr skothylkinu á ferð og dreifast. meirihluti þessara smásprengja springur við lendingu en allt upp í 40% þeirra lendir án þess að springa. Þær sprengjur geta samt verið virkar í áratugi og geta sprungið við minnstu snertingu.„Í Líbanon stefn- ir í uppskerubrest af manna völdum annað árið í röð á ökrum sem ekki hefur enn tekist að hreinsa af klasa- sprengjum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.