Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Side 14
föstudagur 16. mars 200714 Fréttir DV Sjö milljarða kvóti yfirgaf Vestfirði þegar útgerðarfyritækið Einar Guð- finnsson hf. var lýst gjaldþrota árið 1993. Halldór Guðbjarnarson, þá- verandi bankastjóri Landsbanka Ís- lands, gekk fast eftir því að fyrirtækið yrði tekið til skipta þrátt fyrir að aðr- ir stjórnendur bankans hafi endregið viljað halda fyrirtækinu á floti. Fjórtán ár eru síðan greiðslu- stöðvun fyrirtækisins rann út og gjaldþrotaskipti blöstu við. Þrotabú- inu hefu enn ekki verið skipt. Sýslu- maðurinn í Bolungavík rekur nú á eftir því að skiptin verði kláruð. Spurning um gjaldþrot Líkur eru á því að ef fyrirtækið hefði fengið að halda áfram útgerð í ár til viðbótar hefði raknað úr vanda þess, því að verð á kvóta átti eftir að hækka mikið. Kvóti Einars Guðfinnssonar var á þessum tíma 3.419 þorskígildis- tonn. Í febrúar 1993 var hann met- inn á 547 milljónir króna. Togararnir Hugrún og Dagrún ásamt kvótanum voru metin á 850 milljónir króna. Að auki átti fyrirtækið rækjuverksmiðju sem metin var á 150 milljónir, ásamt eignarhlut í Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Þann 16. febrúar árið 1993 seg- ir Einar Jónatansson framkvæmda- stjóri Einars Guðfinnssonar í Morg- unblaðinu að ef Bolugarvíkurbær hefði fengið að kaupa togarana tvo af útgerðinni, eins og til stóð, þá hefðu skuldir fyrirtækisins aðeins verið um 250 milljónir, og Einar Guðfinnsson hefði komist hjá gjaldþroti. Sigtryggur ari jóhannSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Kvóti að andvirði sjö milljarða króna yfirgaf Vestfirði þegar félagið Einar guðfinnsson varð gjaldþrota. hall- dór guðbjarnarson bankastjóri gekk eftir gjaldþrotaskiptunum í fjarveru annarra bankastjóra Landsbank- ans. Fyrirtækið hefði lifað og kvótinn haldist í byggðinni ef farið hefði verið að tillögum tvíhöfðanefndar. Stærsti kröfuhafinn, Landsbank- inn, hafnaði þessari viðleitni bæjar- stjórnar Bolungarvíkur og stjórnenda Einars Guðfinnssonar, og úr varð að 15. febrúar 1993 óskaði stjórn Einars Guðfinnssonar eftir því við Jónas Jó- hannsson, héraðsdómara Vestfjarða, að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrota- skipta. halldór guðbjarnarson Eftir því sem næst verður kom- ist lét Halldór Guðbjarnarson, einn þriggja bankastjóra Landsbankans, slag standa í fjarveru Sverris Her- mannssonar og fór fram á að fyrir- tækið yrði tekið til skipta. Björgvin Vilmundarson hafði lítinn áhuga sýnt á málinu. Sverrir afturámóti hafði áhuga á því að reyna að halda rekstrinum innan byggðarlagsins, enda var hann á sínum tíma þing- maður kjördæmisins, og fjöslkylda hans öll nátengd útgerð á svæðinu. Halldór Guðbjarnarson sagði upp störfum sem bankastjóri Landsbank- ans á sama tíma og Sverrir Hermans- son, í kjölfar þess að stjórnendur bankans voru sakaðir um spillingu verðandi risnu og laxveiðileyfi. Halldór varð síðar framkvæmda- stjóri Visa á Íslandi. Honum var sagt upp störfum þar á síðasta ári, þegar KB-banki varð stærsti hluthafi fyrir- tækisins. Halldór var einn sakborn- inga í Hafskipsmálinu á sínum tíma, en var sýknaður. Kvótinn til grindavíkur Í fyrstu umferð var það útgerð- in Ósvör sem keypti kvótann. Ósvör sameinaðist Bakka hf. í Hnífsdal sem var stjórnað af Aðalbirni Jóakims- syni. Þaðan var kvótinn seldur til fé- lagsins Þor- bjarnar í Grindavík og hafði þar með yfirgefið Vestfirði. Svokölluð tvíhöfðanefnd þeirra Vilhjálms Egilssonar og Þrastar Ól- afssonar hafði lagt það til að helm- ingur kvótans yrði bundinn við vinnsluhús í landi. Það gerðist með tilkomu kvótakerfisins að skipin hækkuðu í verði, enda var kvótinn bundinn þeim, en húsakostur í landi féll í verði og varð á endum nánast verðlaus. Verðlausar eignir í landi urðu á endanum mörgum útgerðum fjötur um fót. Alveg frá upphafi kvótakefisins höfðu þingmenn Vestfjarða nokkra andúð á kerfinu, og á þessum for- sendum sátu Vestfirðingar nánast af sér kvótann. Þingmennirnir Þor- valdur Garðar Kristjásson og Matthí- as Bjarnason, báðir Vetsfjarðaþing- menn, voru miklir andstæðingar þessa kerfis. Þeir voru þó komnir frá völdum á þegar Halldór Ásgríms- son varð náði um töglin og haldirn- ar í sjávarútvegsráðuneytinu. Fjöl- skyldufyrirtæki Halldórs, útgerðin Skinney-Þinganes, hefur hagnast vel á kvótakerfinu. Stórfjölskylda með lyklavöld Rekstur Einars Guðfinnssonar hafði verið erfiður um nokkurt skeið. Fyrirtækið tilheyrði stórri fjölskyldu, og á þessum tíma var talið að velflest- ir í fjölskyldunni hafi haft lyklavöld og tekið sínar þarfir eftir hentugleik- um. Bankastjórum Landsbankans hraus hugur við þessu. „Þarna var stór fjölskylda sem vildi halda upp þessum gamla glæsta brag,“ segir Páll Arnór Pálsson, annar bústjóra þrotabússins. Hann telur að ef fyrirtækinu hefði verið skipt niður í hagkvæmari einingar og ein- hverjar þeirra seldar, hefði mátt komast fyrir vandann. „Það var þetta stóra frystihús sem dró þetta nið- ur,“ segir hann. Páll bendir á að í rekstrarumhverfi dags- ins í dag hefði þetta orðið öðruvísi. Menn hiki ekki við að selja frá sér rekstrareiningar sem ekki beri sig vel. Elsta þrotabú landsins „Búskiptin hafa dregist von úr viti en ég var nú að enda við að segja sýslumanninum fyrir vestan að við værum að reka smiðshöggið á þetta,“ segir Páll Arnór Pálsson, bústjóri í þrotabúi Einars Guðfinnssonar. Þessa dagana er verið að reikna út upp á krónu hvað þeir fá í sinn hlut sem áttu síðustu veðin í röðinni. Páll bendir á að fyrirtækið hafi verið í rekstri um nokkurra vikna skeið eftir að ósk um gjaldþrot fór fram. „Við breyttumst í útgerðar- menn við Stefán Pálsson lögmaður.“ Páll Arnór kannast við sögur þess efnis að Landsbankinn hafi beinlínis keyrt fyrirtækið í þrot en segir þó að ekki megi gera óendanlegar kröfur til bankans um að halda erfiðum rekstri á floti. „Þetta er að verða með elstu búum,“ segir Páll. gná í erfiðleikum Það sem eftir situr af veldi Ein- ars Guðfinnssonar í Bolungavík er vinnslufyrirtækið Gná. Fyrirtækið er í loðnuvinnslu. Einar Jónatans- son er framkvæmdastjóri fyritæk- isins. Loðnuvertíðar hafa brugðist þar vestra og það hefur valdið Gná talsverðum erfiðleikum. Fyrirtækið hefur því reynt að snúa sér að bein- avinnslu og bræðslu á rækjuskel. Rækjuvinnsla hefur verið á undan- haldi um allt land og hefur það ekki síst bitnað á byggðum á Vestfjörð- um. Einar Jónatansson var fram- kvæmdastjóri Einars Guðfinnssonar þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot.Hann og Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vagsráðherra eru bræðrasynir. Landsbankinn rak kvóta Bolvíkinga suður „Búskiptin hafa dregist von úr viti en ég var að enda við að segja sýslu- manninum fyrir vestan að við værum að reka smiðshöggið á þetta. Þetta er með elstu búum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.