Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Síða 16
föstudagur 16. mars 200716 Fréttir DV
Alþjóðlegar stofnanir telja að spilling sé afar
lítil hér á landi og gefa landinu hæstu einkunn.
Innan stjórnkerfisins eru margir á öðru máli
og benda á að þótt mútur og mútuþægni sé
óveruleg hér á landi sé spilling af öðrum toga
umtalsverð og tengist fyrirgreiðslu stjórnmála-
manna, frændhygli, stöðuveitingum og jafnvel
óbeinum mútum. Samkvæmt mælingum upp-
lifir íslenskur almenningur sífellt meiri spill-
ingu. DV varpar ljósi á valdið og spillinguna.
Sterk einkenni spillingar
Mútur og mútuþægni er sú tegund spilling-
ar í stjórnmálum og viðskiptum sem alþjóðleg-
ar stofnanir leggja fyrst og fremst mat á. Í ár-
legri könnun sem Transparency International
stofnunin birti seint á síðasta ári kemur fram
að meðal nærri 160 þjóða upplifa aðeins Finn-
ar minni spillingu en Íslendingar. Hins veg-
ar upplifir íslenskur almenningur sífellt meiri
spillingu í viðskiptum. Á skalanum 1 til 5 gaf al-
menningur spillingu í viðskiptalífinu einkunn-
ina 2,8 árið 2004, 3,0 ári síðar og 3,4 árið 2006,
en einkunnin 5,0 táknar mikla spillingu.
Ísland er eftirlegukind
þegar kemur
að því að auka gagnsæi í stjórnmálum og varpa
ljósi á tengsl stjórnmála og viðskiptahagsmuna.
Eftir áralangt þjark náðu stjórnmálaflokkarn-
ir þó samkomulagi seint á síðasta ári um nýja
löggjöf um fjármál stjórnmálaflokkanna.
Mútur og mútuþægni er refsivert brot hér
á landi sem annars staðar í siðmenntuðum
löndum. Jón Ormur Halldórsson dósent við
Háskólann í Reykjavík er meðal þeirra sem
bent hefur á að þótt slík brot séu fátíð hér á
landi sem annars staðar á Norðurlöndum sé
ekki þar með sagt að íslenska þjóðin sé laus við
spillingu. Þvert á móti telur Jón Ormur að hér
viðgangist klíkuskapur og spilling í stjórnmál-
um sem tengist ekki síst stöðuveitingum og fyr-
irgreiðslu.
Enn eru einkenni klíkustjórnmála svo sterk
hér á landi að reglulega þurfa skattgreiðendur
að greiða nokkurn herkostnað vegna málaferla
sem spretta upp af ólögmætum athöfnum ráð-
herra við embættisveitingar eða eða starfslok.
Með fullum rétti má í dag skilgreina pólitískar
stöðuveitingar sem spillingu, þegar og þar sem
skýrt er kveðið á um það í lögum að þær skuli
lúta faglegum leikreglum. Jón Ormur gengur
svo langt að segja að pólitískrar stöðu- og emb-
ættisveitingar séu dýr og landlæg spilling og
umfangsmeiri hér á landi en í ná-
grannalöndunum.
Mútur og mútuþægni
Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og frambjóðandi flokksins fyrir
þingkosningarnar í vor, er líkast til eini stjórn-
málamaðurinn á síðari árum sem tekið hefur
út refsingu fyrir mútuþægni í opinberu starfi.
Aðrir embættismenn hafa þó misst starf sitt
vegna óreiðu, fjárdráttar eða fjármálaspilling-
ar.
Í byrjun mars árið 2003 sakaði Davíð Odds-
son, þáverandi forsætisráðherra, Jón Ásgeir Jó-
hannesson, forstjóra Baugs, um að hafa ætlað
að bera á sig 300 milljóna króna mútur. Unnt
er að skoða ummæli Davíðs sem tilraun til þess
að dreifa athygli manna frá óþægilegum frétt-
um af viðbúnaði stjórnar Baugs gegn hugsan-
legum aðgerðum stjórnvalda gegn fyrirtækinu.
Engu að síður undrast menn enn þann dag í
dag að ekki skyldi umsvifalaust hafin lögreglu-
rannsókn á því hvort eitthvað væri hæft í svo al-
varlegum ásökunum af hálfu forsætisráðherra.
Fullyrðingar Jóns Baldvins Hannibalssonar
á síðasta ári um að sími hefði verið hleraður
á skrifstofu hans, þegar hann gegndi embætti
utanríkisráðherra snemma á síðasta áratug,
voru á hinn bóginn rannsakaðar. Niðurstaða
rannsóknarinnar varð sú að ekki væri tilefni til
ákæru og enginn lægi undir grun um þátttöku í
slíkum símhlerunum.
Þótt umrædd hlerunarrannsókn hafi sætt
gagnrýni er það grundvallaratriði í þessu sam-
hengi, að fullyrðingar um ólöglegt athæfi voru
rannsakaðar, ólíkt því sem upp á teningnum
var í Bolludagsmáli Davíðs Oddssonar.
Bankaleyndin breyti-
leg
Í fróðlegu uppgjöri
Guðna Þórðarsonar í
Sunnu eru birt gögn
sem benda
sterklega til þess að Seðlabankinn, ráðherrar
og Flugleiðir hafi með margvísilegum og kerf-
isbundnum hætti reynt að knésetja flugrekst-
ur og ferðaskrifstofuumsvif Guðna á áttunda
áratugnum. Vilmundur Gylfason skrifaði í Vísi
19. desember 1975: „Getur verið að almenn-
ingi finnist það eðlilegt, sjálfsagt og kurteislegt,
sem fram kom í Þjóðviljanum fyrir nokkru, að
skömmu áður en samgönguráðherra, Halldór
E. Sigurðsson, svipti helsta keppinaut Flug-
leiða ferðaskrifstofuumboði, þá þáði hann lúx-
usreisu til Bahamaeyja í afmælisgjöf frá Flug-
leiðum? Finnur enginn skrítna lykt?“
Áður óbirt minnisblöð Brynjólfs Ingólfsson-
ar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í samgöngu-
ráðuneytinu, benda til þess að koma Seðla-
bankans að málefnum Sunnu og Viking Air
hafi verið bæði óvenjuleg og óeðlileg. Til að
mynda virðist sem bankaeftirlit Seðlabankans
hafi látið samgönguráðherra í té upplýsingar
um viðskipti Sunnu og Alþýðubankans sem
bankaleynd hvíldi yfir að lögum. „Bankaleynd
Seðlabankans var breytileg eftir því hver átti
hlut að máli.“
Frásögn Guðna er frásögn af því hvernig
stjórvöld og embættis- og valdamenn í banka-
kerfinu reyndu að knésetja rekstur hans í þágu
Flugleiða, en einnig Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga og dótturfélaga þess.
Stafnbúar Sjálfstæðisflokks
Litlar upplýsingar hafa komið fram um
mútuþægni stjórnmálaflokka eða tilraunir fyr-
irtækja til þess að múta þeim. Til skamms tíma
var bókhald þeirra með öllu lokað almenn-
ingi.
Ein heimild er þó til um tilraun-
ir Sjálfstæðisflokksins til að „skatt-
leggja“ fyrirtæki. Í bók Einars
Kárasonar um kaupsýslumann-
inn Jón Ólafsson, Jónsbók,
segir á einum stað: „Auð-
vitað má segja að Jón og
félagar hafi verið að
safna glóð-
Á meðan alþjóðlegar stofnanir segja að Ísland sé laust
við spillingu, upplifir almenningur æ meiri spillingu í
stjórnmálum og viðskiptum. Mútur eru sjaldgæfar hér,
en stöðuveitingar eru oft á tíðum pólitískar fremur en
faglegar. Jóhann Hauksson varpar ljósi á málið.
Jón OrMur HalldórSSOn
„Við höfum ótrúlega mikinn áhuga á persónum
en lítinn áhuga á prinsippum.“
Árni JOHnSen
Árni er eini íslenski stjórnmálamaðurinn sem
dæmdur hefur verið fyrir mútuþægni á síðari
árum.
BOlludagSMÁlið
fullyrðingar davíðs Oddssonar um að Baugs-
menn vildu bera á sig fé voru aldrei rannsakaðar.
mútur og mútuþægni er talinn alvarlegastur
glæpa í stjórnmálum.
Hleranir
fullyrðingar Jóns Baldvins Hannibalssonar um að
sími hans hafi verið hleraður þegar hann var
utanríkisráðherra voru rannsakaðar. Ekkert kom
út úr rannsókninni.
Blekkingin mikla um óspillt íslensk stjórnmál