Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Page 18
föstudagur 16. mars 200718 Fréttir DV Refskapur í ráðningum Annað dæmi úr sögunni dregur á skýran hátt fram ólík sjónarmið faglegra grundvallar- reglna annars vegar og sjónarmið klíkustjórn- mála og pólitískra stöðuveitinga hins vegar. Árið 1959 lagði Geir Hallgrímsson, þá ný- orðinn borgarstjóri í Reykjavík, mjög hart að Jóhannesi Zoëga, verkfræðingi, að taka við embætti hitaveitustjóra. Jóhannes var þýsk- menntaður verkfræðingur og hafði um árabil starfað sem slíkur, meðal annars hjá Lands- smiðjunni. Í æviminningabók segir Jóhannes sjálfur svo frá: „Eftir að ég hafði samþykkt að taka að mér starfið hringdi Geir í mig og spyr hvort mér sé ekki sama þótt starfið sé auglýst, það verði bara til málamynda en hann vilji gera það vegna pólitíkurinnar. Ég sagði að mér væri svo sem sama, en þá myndi ég ekki sækja um. Mér fannst það bara skollaleikur.“ Niðurstaðan varð sú að Jóhannes var ráðinn hitaveitustjóri án þess að starfið væri auglýst. Athyglisvert er að Jóhannes notar orðið skolla- leikur um áform borgarstjórans, en orðið þýðir nánast svik, prettir, refskapur eða vélráð. Nær- tækt er að túlka orðaskipti Geirs og Jóhannesar árið 1959 sem átök á milli faglegra og pólitískra vinnubragða við embættisveitingar. Árið 2005 lagði Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra hart að Þorsteini Pálssyni, flokksbróður sínum og þáverandi sendiherra, að sækja um stöðu útvarpsstjóra. Svo er að sjá sem hún hafi ætlað að ráðstafa stöðunni framhjá lögboðinni skyldu um að auglýsa starfið og meta umsækjendur á fagleg- an hátt. Þannig hafi ætlunin verið að stunda áþekkan skollaleik og gert hafði verið 46 árum áður. Herfang stjórnarflokkanna Þriðja dæmið, sem hér skal tilfært, er af veit- ingu lektorsstöðu stjórnmálafræði í Félagsvís- indadeild Háskóla Íslands 1988. Dómnefnd var skipuð þeim Svani Kristjánssyni stjórnmála- fræðiprófessor, lagaprófessorunum Sigurði Líndal og Jónatani Þórmundsyni ásamt Gunn- ari Gunnarssyni stjórnmálafræðingi. Dóm- nefnd mat tvo af fimm umsækjendum hæfa til að gegna stöðunni. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, einn þeirra sem ekki náði máli fyrir dómnefndinni, var skipaður í stöðuna af flokksbróður sínum, Birgi Ísleifi Gunnarssyni, þáverandi menntamálaráherra. Mikill pólitískur styr stóð um ráðningu Ólafs Barkar Þorvaldssonar í stöðu hæsta- réttar- dómara árið 2003 og Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar í sambærilegt embætti ári síðar. Fyrri ráðningin stóðst ekki jafnréttislög, en Hjördís Hákonardóttir, sem einnig sótti um embættið, kærði ráðninguna til jafnréttisnefndar. Síðari embættisveitingin var umdeild, ekki síst í ljósi vinfengis Jóns Steinars og Davíðs Oddssonar þáverandi forsætisráðherra. Hin fyrri var það ekki síst fyrir frændsemi Ólafs Barkar og for- sætisráðherrans. Embættisveitingarnar höfðu sterkan keim af frændhygli og úthlutun gæða á flokkslegum grundvelli. Stjórnvöld voru á endanum knúin til þess að leita sátta við Hjördísi Hákonardóttur með nokkrum fjárútlátum, en hún hefur nú verið ráðin í embætti hæstaréttardómara. Þann 7. september 2005 undirritaði Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, skip- unarbréf Davíðs Oddssonar í embætti seðla- bankastjóra, en þann dag tilkynnti Davíð um brotthvarf sitt af vettvangi stjórnmálanna. Um sama leyti var ákveðið að hækka laun seðla- bankastjórans um 27 prósent. „Seðlabankinn gegnir þannig að hluta til sams konar hlutverki og utanríkisþjónustan, sem hvíldarheimili fyrir landsfeðurna,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor, í úttekt sinni árið 2006 á pólitískum stöðuveitingum. Brotlegt að vera ekki í flokknum Í desember árið 2005 réði Valgerður Sverr- isdóttir, þáverandi viðskipta- og iðnaðarráð- herra, Kristján Skarphéðinsson ráðuneytis- stjóra í iðnaðarráðuneytinu án auglýsingar. Kristján er reyndur embættismaður og vinur Finns Ingólfssonar, forvera Valgerðar í iðnað- arráðuneytinu. Þegar Valgerður réði Kristján hafði Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í ráðuneytum viðskipta og iðnaðar, beðið þess árum saman að fá að taka á ný við starfi sínu. Björn hafði fengið leyfi frá störfum árið 1993 til þess að gegna stöðu framkvæmdastjóra hjá ESA, Eftir- litsstofnun EFTA í Brussel. Finnur Ingólfsson, þáverandi iðnaðarráðherra kallaði Björn heim árið 1996 til að gegna ráðuneytisstjórastarfinu á ný. Björn flutti búferlum heim en þegar til átti að taka þóknaðist Finni ekki að fá hann aftur í ráðuneytið. Þrátt fyrir sérstaka samninga við fjóra ráðherra varð engu um þokað og fór Björn aldrei aftur inn í ráðuneytið. Heimildir eru fyr- ir því, að ráðherrarnir Finnur Ingólfs- son og Valgerður Sverrisdóttir hafi í einkasam- tölum bæði staðhæft að Björn fengi starfið sitt ekki aftur meðan þau fengu einhverju um ráð- ið. Sem kunnugt er lyktaði málinu með réttar- sátt þar sem ríkið var knúið til þess að greiða Birni óskert ráðuneytisstjóralaun til sjötugs, en auk þess tveggja milljóna króna miskabætur, sem teljast háar. Jakob Möller, lögfræðingur Björns Frið- finnssonar sagði að lokinni réttarsátt, að hvergi væri að finna hnökra á embættisfærslu Björns og því væri málið illskiljanlegt. „Það eina sem ég get látið mér detta í hug er það að Björn hafi það til saka unnið, sem og einnig langstærst- ur hluti þjóðarinnar, að vera ekki framsóknar- maður,“ segir Jakob. Aðgerðir ráðherranna tveggja gegn Birni Friðfinnssyni eru dæmi um spillt vinnubrögð. „Spillt þjóðfélag er í raun andstaða réttarrík- isins. Í réttarríkinu fer stjórnsýslan í einu og öllu að lögum sem endurspegla almannahags- muni á meðan annarleg sjónarmið ráða ferð- inni í spilltu þjóðfélagi,“ ritaði Páll Þórhallsson í grein um spillingu í Morgunblaðinu í febrúar árið 2002. Árni Magnússon víttur Sumarið 2004 réði Árni Magnússon, þáver- andi félagsmálaráðherra, Ragnhildi Arnljóts- dóttur í embætti ráðuneytisstjóra félagsmála- ráðuneytisins. Helga Jónsdóttir, þáverandi borgarritari, var meðal umsækjenda og ósk- aði eftir áliti Umboðsmanns Alþingis um mál- ið. Í álitinu segir meðal annars: „Eins og mál þetta liggur fyrir mér tel ég að félagsmálaráð- herra hafi ekki sýnt fram á að ákvörðun hans um að skipa Ragnhildi í starf ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins hafi uppfyllt þær kröfur sem leiða af almennum grundvallarreglum í stjórnsýslurétti um undir- búning stöðuveitingar og mat á hæfni umsækj- enda.“ Umboðsmaður taldi málið tækt til meðferð- ar fyrir dómi en Helga lét þó ógert að höfða mál gegn ráðherra. Í raun vítti umboðsmað- ur félagsmálaráðherra fyrir meðferð málsins. Mæltist hann til þess að ráðuneytið tæki mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu, þar á meðal um þá skyldu sem hvílir á stjórn- völdum að velja þann umsækjanda sem telst hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Tekið skal fram að hér er eru verðleikar Ragnhildar ekki véfengdir. Athygli vakti að umrædd staða var auglýst þrisvar sinnum áður en endanlega var ráðið í hana. Fyrr í vetur sá Óskar Bergsson, varaborg- arfulltrúi Framsóknarflokksins, þann kost vænstan að segja sig frá samningi um stjórn undirbúningsvinnu að nýju skipulagi Mýrar- götusvæðisins í Reykjavík. Ráðningin gaf Ósk- ari drjúgar tekjur. Hún þótti siðlaus þar eð Óskar sat einnig í framkvæmdanefnd á veg- um Reykjavíkurborgar og var því beggja vegna borðsins. Vitnavernd fyrir uppljóstrun GRECO, eftirlitsnefnd Evrópuráðsins með spillingu í aðildarlöndunum, segir í skýrslu um Ísland árið 2001, að pólitískt ráðnir embættis- menn séu líklegri en aðrir til þess að hefja sjálfa sig yfir þær leikreglur GeiR HallGRíMsson BoRGaRstjóRi geir hringdi í Jóhannes Zöega og sagðist þurfa að auglýsa stöðu hitaveitustjóra og sagði að hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. ÞoRGeRðuR KatRín GunnaRsdóttiR Vildi að Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður sjáflstæðisflokksins, yrði útvarpsstjóri. Það gekk eftir þrátt fyrir sterkan mótbyr. Hannes HólMsteinn GissuRaRson flokksbróðir hans, Birgir Ísleifur gunnarsson, kom honum í Háskóla Íslands, þrátt fyrir andstöðu fagfólksins. HalldóR ÁsGRíMsson Við Halldór loðir að hann hafi haft persónulegra hagsmuna að gæta við sölu á Búnaðarbankanum í gegn um fjölskyldufyrirtækin skinney- Þinganes og Hesteyri. „Andvaralausir opinberir embættismenn á Íslandi, sem trúa því sjálfir að spilling sé lítil sem engin hér á landi, eru ekki lík- legir til þess að hefja aðgerðir til þess að uppræta spillingu. Með frumkvæði væri auðveldara að takast á við vanda sem nú kann að vera mönnum hulinn.“ Matsmenn GRECO leggja með- al annars til að einstaklingum, sem segja til spillingar eða upp- lýsa um spillt athæfi stjórnvalda eða innan embættismanna- kerfisins, verði veitt sérstök vitnavernd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.