Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Side 19
DV Fréttir föstudagur 16. mars 2007 19 sem ætlast er til að aðrir fari eftir. Ennfremur segir í skýrslunni: „Andvara- lausir opinberir embættismenn á Íslandi, sem trúa því sjálfir að spilling sé lítil sem engin hér á landi, eru ekki líklegir til þess að hefja aðgerðir til þess að uppræta spillingu. Með frumkvæði væri auðveldara að takast á við vanda sem nú kann að vera mönnum hulinn.“ Matsmenn GRECO leggja meðal annars til að einstaklingum, sem segja til spillingar eða upplýsa um spillt athæfi stjórnvalda eða inn- an embættismannakerfisins, verði veitt sérstök vitnavernd. Þá segir einnig að á tímum mikillar einka- væðingar sé full ástæða til að fylgjast með því þegar opinberir embættismenn fara úr þjón- ustu hins opinbera yfir til einkafyrirtækja. Þeir gætu flutt með sér þekkingu og gögn sem þeir gætu notað í ábataskyni fyrir sjálfa sig. GRECO skilgreinir slíkt hátterni sem spillingu. Íslensk yfirvöld létu matsnefnd GRECO vita af því, að hér á landi giltu hvorki almennar reglur um viðtöku gjafa, né heldur hefðu reglur verið settar um aðstæður á borð við þær þegar opinberir embættismenn fara úr störfum fyrir hið opinbera yfir í einkageirann. Orðrétt segir í skýrslu matsnefndar GRECO um spillingu og mútuþægni hér á landi: „Breyt- ingar á opinberri stjórnsýslu hafa haft ríkan for- gang á Íslandi síðasta áratuginn. Nýlegri lög- gjöf um opinbera stjórnsýslu er ætlað að greiða fyrir breytingum sem leitt geta til aukinnar skil- virkni á tímum þegar Ísland leggur áberandi mikla áherslu á einkavæðingu ýmissar starf- semi og þátta sem til þessa hafa verið á snærum hins opinbera. Þetta gildir einn- ig um vaxandi tengsl ríkisins og einkafyrirtækja samfara því að í auknum mæli eru gerðir þjón- ustu- eða verk- samningar við slík fyrirtæki. Matsnefndin gef- ur gaum að því að þessi þróun, sem er svipuð í mörgum öðrum Evrópulöndum, hefur alveg sérstakar afleiðingar á Íslandi vegna smæð- ar þjóðarinnar og hættu á stöðuveitingum til skyldmenna eða sem nefna má frændhygli.“ Keyptir og kúgaðir sérfræðingar Athyglisvert er að sjá hversu mjög það hef- ur færst í vöxt á síðari árum að ráðherrar nýti sér þjónustu sérstakra ráðgjafa og ráðgjafarfyr- irtækja. Prófessor Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur, segir í athugun sinni á pólitískum stöðuveitingum frá því í fyrra að þessir aðilar séu „valdir sérstaklega og taka að hluta til við því ráðgjafarhlutverki sem ráðu- neytin og stofnanir eins og Þjóðhagsstofnun veittu áður.“ Þess má geta að Þjóðhagsstofnun var lögð niður árið 2002. Árið 1998 námu kaup ráðherra og ríkisstofn- ana á sérfræðiþjónustu liðlega tveimur millj- örðum króna. Árið 2003 námu þessi kaup um fimm milljörðum króna og höfðu nær tvöfald- ast að raungildi. Frá árinu 1994 til 1998 hafði þessi kostnaður aukist um 85 prósent. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið kemur fram að þessi milljarðakaup séu býsna formlaus og eftirlitslaus. Ekki hafði verið aflað tilboða og skriflegir samningar við sérfræðinga eða ráðgjafarfyrirtæki aðeins gerðir í inn- an við helmingi tilvika. Um þetta segir Gunn- ar Helgi: „Það formleysi sem ríkir í kring um kaup á sér- fræðiþjónustu gerir ráðamönnum kleift að halda úti neti sérlegra ráðgjafa sem að vísu starfa formlega á vegum ráðuneytanna eða stofnana þeirra en eru í vissum mæli hluti af ríkisrekstri flokkanna.“ Þetta merkir varla neitt annað en að millj- arðavöxtur ráðgjafa- og sérfræðiverkefna í þágu ríkisstjórna undanfarinna ára komi sér- staklega í hlut sérfræðinga sem framvísa réttu flokksskírteini. Þannig sé raunverulegur en óbeinn stuðningur hins opinbera við stjórn- málaflokkana mun meiri en virðist. Gera má ráð fyrir að umtalsverður hluti þessa vaxandi kostnaðar á vegum ráðherra sé fólginn í kaup- um á lögfræðiþjónustu. Flokkshollustu framyfir vísindi Norski fræðimaðurinn Thomas Mathiesen álítur að stjórnvöld kaupi þjónustu sérfræð- inga í vaxandi mæli til þess að klæða vilja sinn og ákvarðanir í búning almannahagsmuna og hlutleysis. Þá fyrst hafi ýmis umdeild og stór- pólitísk mál í Noregi fengið á sig almennan og réttarfarslegan hlutleysisblæ eftir að virtir lög- fræðingar höfðu farið faglegum höndum um málin. Hafi Thomas Mathiesen rétt fyrir sér mætti halda því fram að marg- vísleg lög, sem ríkisstjórnir hér á landi hafa knúið í gegn um Alþingi, hafi í eðli sínu falist í umdeilan- legri sérhagsmunagæslu en verið afgreidd sem lög í búningi almennra hagsmuna. Þetta getur augljóslega átt við um löggjöf og endurskoðun laga um auðlindir þjóðarinnar. Mathiesen bendir af þessum sökum á, að í krafti sérfræðilegrar hlutleysisímyndar gegni lögfræðingastéttin leyndu pólitísku hlutverki. Efnahagslegir og pólitískir sérhagsmunir fari um hendur hlutlausra og faglegra lögfræðinga og í skýrslum þeirra séu þessir hagsmunir síð- an settir fram sem almennir hagsmunir og gott réttarfar. Með nokkrum rétti mætti halda því fram að sérfræðingar og fræðimenn séu með áð- urgreindum hætti undir þrýstingi um að sýna flokkshollustu, sem taka verði fram yfir aka- demískt frelsi og skilyrðislausa sannleiksleit vísindanna. Til að fá störf við hæfi í fámennu þjóðfélagi verði þeir að selja sig undir frænd- hyglina og ófaglegrar flokkshneigðir valdhafa. Undir slíkum þrýstingi megi lýsa þeim sem meðvirkum, keyptum eða kúguðum á flokks- legum grundvelli. Í skýrslum og álitsgerð- um sveipa þeir athafnir stjórnvalda ímynd al- mannahagsmuna. Sannleikurinn, sem haldið er að almenningi, er á skilmálum valdhafa og nýtur trúverðugleika í krafti álitsgerða, sem samdar eru af sérfræðingum. Þeir fá verkefni við sitt hæfi gegn því að sýna flokkshollustu eða trúnað við valdhafa. Þannig veitir stétt sér- fræðinga ráðherravaldinu lögmæti og trúverð- ugleika gagnvart kjósendum. Með þessu er ekki gert lítið úr sérfræðingum eða fræðimönnum, sem vinna í þágu stjórn- valda, en ytri skilyrði af þessum toga af- baka eða kippa úr sambandi faglegum viðmiðum og hér hefur verið rakið. johann@morgunhaninn.is Björn FriðFinnsson ráðuneytisstjóri finnur Ingólfsson og Valgerður sverrisdóttir, ráðherrar framsóknarflokksins, lögðu starfsferil Björns í rúst. ríkið varð að semja um bætur. Bæjarstjórinn í FjarðaByggð Þrisvar var staða ráðuneytisstjóra auglýst áður en framsóknarmönnum tókst að komast hjá því að ráða Helgu Jónsdóttur. Páll Þórhallsson „Þótt fá dæmi séu þekkt um alvarlega spillingu hér á landi, þá er hugsanlegt að skýringin sé sú að hún hafi einfaldlega ekki komið enn upp á yfirborðið.“ Björn ingi hraFnsson Hafði borgarfulltrúi framsóknarflokksins milli- göngu um að koma flokkssystkinum sínum að kjötkötlum borgarinnar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.