Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Page 39
DV Helgarblað föstudagur 16. mars 2007 39 Draumurinn mun aldrei deyja Viera hefur verið íslenskur ríkisborg- ari í tíu ár, líkt og eiginmaður hennar Pavel Manásek. Bæði eru þau mennt- aðir tónlistarmenn og hafa starfað sem orgelleikarar á Íslandi frá því þau völdu að flytja hingað til lands árið 1991. Viera er gullfalleg og glæsileg kona sem ótrúlegt er að vita að sé að verða 37 ára, svo stelpuleg er hún. Vitandi að hún starfaði sem leikkona í Tékk- landi á árum áður langar mig nú að heyra af upplifun hennar að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands. En Viera er ekkert áfjáð í athyglina og þarf að hugsa sig vel um áður en hún samþykkir að koma í viðtal. „Finnst þér næg ástæða fyrir við- tali að ég hafi sungið með Sinfóní- unni?“ spyr hún hlæjandi þegar er- indið er borið upp. Það er reyndar ekki eina ástæðan fyrir beiðni um við- tal. Það er alltaf gaman að heyra í út- lendingum sem hafa valið Ísland sem heimaland. „Þegar okkur bauðst starf á Íslandi árið 1991 fann ég útrás fyrir ævin- týraþrá mína,“ segir hún. „Við Pavel höfðum kynnst í „konservatorium“ í Kromeriz og upphaf kynna okkar var bara gríðarlega mikil vinátta. Mér datt aldrei í hug að við ættum eftir að verða hjón!“ bætir hún við og skellihlær. „En svona er lífið – eða örlögin? Við eigum margt sameiginlegt, kannski fyrst og fremst ást okkar á tónlist....“ Amma var besta vinkona mín Viera fæddist í Slóvakíu, stutt frá höfuðborginni Bratislava. Tveggja ára að aldri flutti hún með foreldrum sín- um til Móravíu í Tékklandi (þá Tékkó- slóvakíu) „Mamma og pabbi völdu millileið- ina. Mamma er frá Suður Bæheimi og pabbi frá Slóvakíu og því kusu þau að festa rætur á stað mitt á milli heima- haganna.“ Viera segir Tékkóslóvakíu æsku- ára sinna hafa verið „einfaldlega frá- bært land. Sem barn átti ég allt sem mig vantaði, langaði í eða dreymdi um. Við fjölskyldan ferðuðumst mik- ið saman um Ungverjaland, Búlaríu og Pólland, en gátum aldrei heimsótt Vesturlöndin. Ég var lífsglatt barn, lék mér mikið og átti margar vinkonur. Svo var ég svo heppin að ein amma mín bjó hjá okkur og hún var besta vinkona mín. Amma hafði alltaf tíma fyrir mig, var snillingur í að segja sög- ur og þreyttist aldrei á að tala við mig. Ég var rík að eiga þannig ömmu. Þeg- ar ég var tíu ára eignaðist ég bróður- inn sem ég hafði beðið lengi eftir og þá fannst mér líf mitt fullkomið.“ Þegar ég spyr hvaða drauma hún hafi átt um framtíðina þegar hún var barn skellir hún upp úr. „Ég er hrædd um að mig hafi lang- að til að verða óvenjuleg og fræg! Vilja það ekki allar litlar stelpur? Pabbi sagði hins vegar alltaf: Viera mín, get- ur þú ekki sætt þig við eitthvað venju- legt og verið með fæturna á jörðinni? Ég er reyndar alltaf með báða fætur á jörðinni og geri mér grein fyrir hvað getur ræst og hvað ekki – en draum- arnir hafa aldrei horfið.“ Kynntist bestu orgelleikurum Tékklands Eins og algengt er í Tékklandi byrja börn ung að læra á hljóðfæri. Viera var sjö ára þegar hún hóf nám í píanóleik. „Kennarinn minn var orgelleikari og þar sem fjölskylda hans neitaði að fara endalaust með honum á orgel- tónleika bauð hann mér með sér. Það leiddi til þess að þegar ég var tólf ára þekkti ég allt í einu alla bestu orgel- leikara í Tékklandi og hafði hlustað á leikið á öll bestu orgel landsins. Þegar ég þreytti svo inntökupróf í tónlistar- skólann var ég alveg ákveðin í að læra á orgel. Þá gall við í mörgum kenn- aranna: Jesús minn, orgel?!!!! Getur þú ekki leikið á eitthvað venjulegra hljóðfæri, eins og flautu – eða farið í söngnám. Ég velti því stundum fyrir mér núna hvers vegna ég valdi ekki sönginn strax!“ segir hún og brosir. Í aðalhlutverki á leiksviði í Prag Í tónlistarskólanum kynntist hún Pavel Manásek, sem var líka frá Móravíu. „Við lærðum hjá sama kennara, sem var mjög þekktur í Tékklandi sem framúrskarandi kennari og með- al okkar nemendanna þekktur sem gamaldags, siðprúður, frekar leiðin- legur og stífur karl! En á okkar tímum í skólanum voru mjög fáir nemend- ur í orgelleik, svo hann gerði allt fyrir okkur sem hægt var. Við vorum eins og litla fjölskyldan hans....“ En Viera átti fleiri drauma en að verða orgelleikari. Sá stærsti um tíma var að verða leikkona. „Já, það hefur alltaf blundað í mér að prófa eitthvað nýtt. Ég komst því miður ekki í leiklistarháskóla, en í lokaumferð inntökuprófsins var mér boðið starf hjá atvinnuleikhúsi. Ég byrjaði og eftir þrjá daga þurfti ég hlaupa í skarðið í aðalhlutverk, sem er svolítið dæmigert fyrir mig!“ segir hún og hlær glaðlega. „Þar með var ballið byrjað. En svo get ég bara sagt það í hreinskilni að foreldrar mínir og Pavel voru ekki hrifnari en svo að sjá mig leggja leiklistina fyrir mig, að frekar en að sjá mig á sviði í Tékklandi hvöttu þau mig til að fara til Íslands!“ Úr héruðum Móravíu til Djúpavogs Þessari yfirlýsingu fylgir glaðvær hlátur, enda segir hún mér að í Tékk- landi þyki það ekki framtíðarstarf að vera leikkona. „Okkur Pavel bauðst vinna á Djúpavogi og um leið og ég sá at- vinnutilboðið gaus spennan og æv- intýraþráin upp í mér að nýju. Við þáðum boðið og störfuðum á þessum gullfallega stað, Djúpavogi í tvö ár.“ Vieru fannst hún vera komin á hjara veraldar þegar bíllinn bar þau Pavel austur. Úr fegurð Móravíuhér- aðanna yfir í svartan sandinn, runnu á hana tvær grímur. En allt breyttist þegar til Djúpavogs var komið. „Þar var okkur tekið óskaplega vel og fólk var mjög gott við okkur. Þarna lærðum við að tala íslenskuna, því ekkert er betra en byrja nýtt líf í nýju landi á litlum stað, þar sem flestir töl- uðu bara íslensku við okkur. Þannig náðum við tökum á málinu.“ Sólin yfir Seltjarnarnesskirkju Eftir tveggja ára veru í Djúpavogi lá leiðin til Reykjavíkur. Það var þá sem undirrituð kynntist þeim hjón- um. Ungt fólk frá landi sem nýverið hafði hlotið frelsi. Dugnaðurinn ótrú- legur að byggja sér upp nýtt líf á Ís- landi. Viera hóf störf sem orgelleikari við Óháða söfnuðinn og ári síðar var hún ráðin sem orgelleikari Seltjarnar- nesskirkju. „Ég man ennþá eftir þeim degi þegar ég keyrði vestur á Seltjarnar- nes í viðtal við sóknarprest og sóknar- nefnd,“ segir hún. „Það var í maímán- uði og sem ég horfði á sólina skína á kirkjuna sagði ég við sjálfa mig: „Kirkjan er svo falleg að ég fæ örugg- lega ekki vinnu við hana!“ En ég fékk starfið og hef unnið þar síðan. Fyrstu árin vorum við barnlaus og þá eyddi ég öllum mínum tímum í kirkjunni. Þá var þar ekkert orgel, bara píanó og kórinn var mitt mesta yndi. Við byrj- uðum smátt og smátt að æfa stærri og erfiðari verkefni og nú höfum við haldið marga tónleika með kammer- sveit og hljómsveit áhugamanna.“ Hún segir starf orgelleikara oft á tíðum geta verið svolítið einmanalegt en gefi henni þó mikið, þó ekki eins mikið og að stjórna kór. „Það á mjög vel við mig að vera kórstjórnandi. Það er bráðskemmti- legt fólk í kórnum sem gerir allt sem mér dettur í hug og er tilbúið að leggja á sig miklar æfingar. Því lengur sem við höfum unnið saman, því betur þekkjum við hvert annað. Kórinn veit að ég vil helst stíga skrefinu lengra en á að vera hægt – að gera meira held- ur en minna. Ég held að kórfélagarn- ir treysti mér og ég treysti þeim. Þegar traustið er í fyrirrúmi er hægt að gera allt.“ Börnin kynnast ættjörðinni Viera og Pavel eiga tvö börn, Elísa- betu og Kristófer, sem eru tíu og sjö ára. „Stærstu stundir lífs míns eru fæð- ingar barnanna minna,“ segir hún og brosir hlýlega. „Nú eru kæru börnin mín hjá ömmu sinni og afa í Tékk- landi. Þau langaði að kynnast landinu og hafa því verið þar í nokkurn tíma. Þeim líður mjög vel þar, Elísabet er að læra á selló og Kristófer á fiðlu. Það er gott og hollt fyrir börn að kynnast tón- list. Þau hafa verið hér í Landakots- skóla og verið mjög ánægð þar, en nú þurfum við að fara að taka ákvörðun um framhald lífs litlu fjölskyldunnar okkar, hvort við ætlum að búa alltaf hér eða flytja heim til Tékklands. Það er nefnilega líka mikilvægt fyrir börn- in að hafa ömmu og afa nálægt sér.“ Ævintýraþráin í Vieru sofnaði aldrei. Hún ákvað að hefja söngnám fyrir nokkrum árum. „Það var þegar ég kynntist henni Alinu Dubik frá Póllandi, sem hef- ur búið í áratugi á Íslandi. Um leið og ég kynntist henni fann ég draum- ana vakna að nýju. Þegar ég upplifði að kórinn minn var orðinn stórgóður hugsaði ég: Hvers vegna læri ég ekki söng sjálf, ég elska að syngja. Fyrst var ég eiginlega bara að leika mér í einkatímum hjá Alinu, en árið 2003 hóf ég nám í Nýja tónlistarskólanum og þar varð Alina Dubik aðal kennari minn. Ég lauk burtfararprófi og ein- söngvaraprófi með hljómsveit áhuga- manna í vetur, en ætla að halda áfram að læra sem mest áfram í einkatímum hjá Alinu Dubik.“ Synjun drepur ekki drauma mína Söngvarar og söngkonur þurfa að láta vita af sér víðar en á Íslandi. Viera hefur ekki ferðast mikið um heiminn til að „syngja fyrir“ eins og það er kall- að, en hún notar nútímalegri aðferð. „Ég er svo nýbyrjuð, að ég hef ekki farið víða. Fór þó til London og söng þar fyrir hjá manni sem fyllti mig bjart- sýni. Hann brosti hvetjandi til mín all- an tímann og bað mig að syngja meira en ég átti von á. Hins vegar er ég búin að taka upp DVD með söng mínum og er byrjuð að kynna mig þannig í hinum ýmsu óperuhúsum.“ Þegar horft er á raunveruleika- þætti í sjónvarpi, söngvarakeppni eða danskeppni, finnur maður alltaf svo til með þeim sem komast ekki áfram. Hvernig tilfinning er að syngja fyrir og fá ekki hlutverk? „Ég get nú sagt þér það!“ segir hún skellihlæjandi. „Hér á Íslandi hef ég nefnilega aldrei fengið neitt að gera. Einhvern veginn passaði ég aldrei í þau hlutverk sem í boði voru. Það er óskemmtileg upplifun, en hún drep- ur ekki drauma mína. Ég veit hvað ég vil, ég vinn mikið og fórna miklu fyrir það að draumur minn rætist.“ En þú söngst nú samt með Sinfón- íuhljómsveit Íslands um síðustu helgi og það ekki lítið hlutverk. Aríu Nætur- drottningarinnar úr Töfraflautu Moz- arts sem krefst sérstakrar raddar flytj- andans. „Já, það er rétt, svokallaðan kolor- atúr sópran. Það er mín rödd. Það var merkilegt við þessa tónleika að alveg eins og þegar ég fékk aðalhlutverkið í Tékklandi, var ég kölluð inn í þetta hlutverk með litlum fyrirvara, hljóp í skarðið vegna veikinda söngkon- unnar. Kannski fæ ég ekki hlutverk öðruvísi?“ spyr hún glettin. „Ég var óskaplega glöð og ánægð að fá þetta tækifæri. Ég varð ekkert taugaóstyrk, fann bara til ábyrgðar og þráði það eitt að standa mig vel. Það var alveg meiriháttar að syngja með Sinfóníu- hljómsveitinni. Þetta var ólýsanleg tilfinning. Undirleikur hljómsveitar- innar var svo frábær og mér leið eins og ég hefði þekkt hljómsveitina lengi. Það fór um mig einhvers konar frels- istifinning.“ Syngur í virtustu tónleikahöllinni í Prag Framundan hjá Vieru á þessu ári eru stórir tónleikar. Einir þeirra verða haldnir í hinni glæsilegu Rudolfinum tónleikahöll í Prag, en DV sagði ný- verið frá sögu þessa merka, tveggja alda gamla húss. „Í vor mun ég opna tónlistarhátíð í borginni Pardubice í Tékklandi með klassískri og rómantískri efnisskrá og í desember mun ég halda tvenna tónleika með tékknesku kammer- sveitinni Virtuosi di Praga í Hodonín í Móravíu og í Rudolfinum höllinni í Prag. Svo er ýmislegt annað í farvatn- inu sem kemur í ljós síðar...“ segir hún dularfull á svip. Það er varla að maður þori að spyrja hvort henni finnist gott að búa á Íslandi, en ég geri það samt. „Engin spurning. Ísland er gott land að búa í. Mjög gott,“ bætir hún við með áherslu. „Kostirnir eru helst þeir að þetta er hreint land, lítið land, nóg að gera og nóg af öllu. Eini gallinn við Ísland er að það er langt frá Tékk- landi...“ Ef gömlu nafnalögin væru enn í gildi og þú mættir hvorki heita Viera né Vera, hvaða íslenska nafn mynd- irðu þá velja þér? Svarið kemur umhugsunarlaust og án útskýringa: „Sigríður Sara...“ annakristine@dv.is VierA MAnáSeK „Engin spurning. Ísland er gott land að búa í. mjög gott,”bætir hún við með áherslu. „Kostirnir eru helst þeir að þetta er hreint land, lítið land, nóg að gera og nóg af öllu. Eini gallinn við Ísland er að það er langt frá tékklandi...”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.