Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Qupperneq 41
Starfsferill Ómar Þorfinnur Ragnarsson fæddist í Reykjavík 16.9. 1940. Hann ólst upp í foreldrahúsum, lauk stúdentsprófi frá MR 1960 og stundaði nám í lög- fræði við HÍ 1961-64. Ómar lék eitt af aðalhlutverkun- um í Vesalingunum hjá LR 1953, lék þrisvar í Herranótt 1958-60 og lék nokkur hlutverk við Þjóðleikhúsið og hjá LR í Iðnó 1953-69. Ómar hefur verið skemmtikraftur frá 1958, fyrst að aðalstarfi 1962-69, síðan að aukastarfi frá 1969. Hann skemmti með Sumargleðinni 1971- 85, hefur skemmt í ýmsum þjóðlönd- um og var fulltrúi Íslands í norræn- um skemmtiþætti í Finnlandi 1967. Ómar hefur samið fjölda texta og laga og sungið inná fjölda hljóm- platna frá 1960 en vel á fjórða hundr- að textar eftir hann hafa verið sungn- ir inná hljómplötur og diska. Ómar var íþróttafréttamað- ur 1969-76, ritstjóri Dagskrár 1970, fréttamaður og dagskrárgerðarmað- ur hjá Sjónvarpinu 1976-88, frétta- maður og dagskrárgerðarmaður hjá Stöð 2 1988-95 og síðan aftur hjá Sjónvarpinu frá 1995. Ómar keppti í hlaupagreinum með ÍR 1958-64, var drengjameistari Íslands í 100 m. og 200 m. hlaupi og boðhlaupi 1958 og keppti í meistara- flokki í knattspyrnu með Ármanni 1970. Hann sigraði í góðaksturkeppni BFÖ 1963, 1969 og 1970, keppti í rall- akstri 1975-85, varð Íslandsmeistari í rallakstri 1980-82 og 1984, ásamt bróður sínum Jóni, sem var aðstoð- armaður hans. Ómar vann átján röll af þrjátíu og átta sem hann keppti í 1977-85, þar af öll mót sem Renault- bifreið þeirra bræðra keppti í 1981. Ómar tók einkaflugmannspróf 1966 og atvinnuflugmannspróf 1967. Hann var flugkennari hjá Flugskóla Helga Jónssonar og Navy Aeroclub á Keflavíkurflugvelli 1969 og vann Frambikarinn í flugkeppni 1970. Fjölskylda Ómar kvæntist 31.12. 1961 Helgu Jó- hannsdóttur, f. 25.11. 1942, forstöðu- konu við félagsmiðstöð hjá Reykja- víkurborg. Foreldrar Helgu voru Jóhann Jónsson, f. 1901, d. 1950, vél- stjóri á Patreksfirði, og kona hans, Lára Sigfúsdóttir, f. 1903, d. 1972, húsmóðir. Börn Ómars og Helgu eru Jón- ína, f. 29.4. 1962, kennari í Reykjavík, gift Óskari Olgeirssyni vélvirkja og eiga þau fjögur börn; Ragnar, f. 21.9. 1963, byggingafræðingur í Reykja- vík, kvæntur Kristbjörgu Clausen söngkonu og eiga þau tvo syni; Þorf- innur, f. 25.10. 1965, upplýsingafull- trúi hjá Norrænu þróunarhjálpinni í Sri Lanka og á hann tvo syni; Örn, f. 22.11. 1967, búsettur í Reykjavík; Lára, f. 27.3. 1971, fréttamaður við Kompás á Stöð 2, búsett í Mosfells- bæ, gift Hauki Ólafsssyni tölvufræð- ingi og eiga þau fimm börn; Iðunn, f. 8.10. 1972, kennari í Mosfellsbæ, gift Friðrik Sigurðssyni kennara og eiga þau fjögur börn; Alma, f. 9.9. 1974, kennari og skrifstofumaður hjá Flug- leiðum og á hún einn son. Systkini Ómars eru Edvarð Sig- urður, f. 4.8. 1943, kennari í Mosfells- bæ, kvæntur Jóhönnu Magnúsdóttur skólastjóra; Jón Rúnar, f. 12.12. 1945, framkvæmdastjóri og rallökumaður í Reykjavík, kvæntur Petru Baldurs- dóttur; Ólöf, f. 16.6. 1948, kennari, búsett í Kópavogi, gift Ólafi Jóhanni Sigurðssyni vélvirkja; Guðlaug, f. 20.8. 1951, húsmóðir í Stokkhólmi í Svíþjóð, gift Sigurjóni Leifssyni mat- reiðslumanni; Sigurlaug Þuríður, f. 17.7. 1964, listfræðingur í Reykja- vík en maður hennar er Jóhann Vil- hjálmsson málari. Foreldrar Ómars voru Ragnar Eð- varðsson, f. 24.6. 1922, d. 2002, bakari og síðar borgarstarfsmaður í Reykja- vík, og kona hans, Jónína Rannveig Þorfinnsdóttir, f. 16.9. 1921, d. 10.4. 1992, kennari og húsmóðir. Ætt Ragnar var bróðir Gunnlaugs, föð- ur Gísla Ágústs, lektors í sagnfræði. Ragnar var sonur Eðvarðs, bakara- meistara í Reykjavík Bjarnasonar, formanns í Reykjavík Gíslasonar. Meðal systkina Eðvaðs voru Anna, kona Erlends Þórðarsonar, prests í Odda, og Sigríður, móðir Bjarna Jónssonar listmálara. Móðir Ragnars var Sigurlaug Guðnadóttir, b. á Óspaksstöðum í Hrútafirði Einarssonar, og Guð- rúnar Jónsdóttur. Meðal systkina Sigurlaugar voru Einar, prófast- ur í Reykholti, faðir Bjarna, fram- kvæmdastjóra Byggðarstofnunar, og Guðmundar, forstjóra Skipaútgerð- ar ríkisins. Annar bróðir Sigurlaugar var Jón, prestur og skjalavörður, fað- ir rithöfundanna Guðrúnar, Ingólfs, Torfa og Eiríks. Jónína var dóttir Þorfinns, múr- ara í Reykjavík, bróður Guðbrands á Prestbakka, föður Ingólfs, forstjóra og söngstjóra, föður Þorgerðar kórstjóra og Rutar fiðluleikara. Þorfinnur var sonur Guðbrands, b. á Orustustöðum Jónssonar, b. í Efri-Vík Þorkelssonar. Móðir Jóns var Málfríður Bergsdótt- ir, prests á Prestabakka Jónssonar, og Katrínar Jónsdóttur, eldprests Stein- grímssonar. Móðir Þorfinns var Guð- laug, ljósmóðir Pálsdóttir, b. á Hörgs- landi Stefánssonar, og Ragnhildar Sigurðardóttur. Móðir Jónínu var Ólöf, systir Bjarna, hugvitsmanns á Hólmi Run- ólfssonar, bróður Þorsteins, afa Jó- hannesar Kjarval og Eiríks Sverris- sonar, sýslumanns, langafa Eggerts Briem í Viðey, föður Eiríks, fyrrv. for- stjóra Landsvirkjunar. DV Ættfræði föstudagur 16. mars 2007 41 Framvegis mun DV birta tilkynning- ar um stórafmæli, afmælisbörnum að kostnaðarlausu. Tilkynningarnar munu birtast á ættfræðiopnunni sem verður í helgarblaði DV á föstu- dögum. Með stórafmælum er hér átt við 40 ára, 50 ára, 60 ára, 70 ára, 75 ára, 80 ára, 85 ára, 90 ára, 95 ára og 100 ára afmæli. Þær upplýsingar sem hægt er að koma á framfæri í slíkum tilkynning- um eru nafn afmælisbarnsins, fæð- ingardagur þess og ár, starfsheiti, heimilisfang, nafn maka, starfsheiti maka, nafn barna (án fæðingardags, starfsheitis eða maka), nafn foreldra afmælisbarnsins og tilkynning um gestamóttöku eða önnur áform varð- andi afmælisdaginn. Á hverjum föstudegi verða birtar slíkar tilkynningar um þá sem eiga afmæli á föstudeginum sem blaðið kemur út á til fimmtudags í vikunni á eftir. Þannig verða tilkynningarnar um afmæli á sjálfum útgáfudeginum og næstu viku fram í tímann. Senda skal afmælistilkynningar á netfangið kgk@dv.is. Tilkynningarn- ar verða að berast blaðinu eigi síðar en kl. 15 á miðvikudegi. Það er afar brýnt að þeim fylgi skýr andlitsmynd af afmælisbarninu. AfmælistilkynningAr á ættfræðisíðu Maður VIKuNNar Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður og skemmtikraftur Ómar Ragnarsson hefur í ýmis horn að líta þessa dagana. Hann vinnur nú að nýju framboði til Al- þingiskosninganna í vor, ásamt ýmsum þekktum einstaklingum. Framboðið mun leggja áherslu á náttúruvernd þó það verði eng- an veginn framboð eins málefnis, eftir því sem Ómar hefur látið hafa eftir sér. Auk þess leikur Ómar stórt hlutverk í söngleiknum Ást sem frumsýndur var í Borgarleik- húsinu sl. laugardag. Ómar Ragnarsson Líklega hefur enginn einn maður lagt meira af mörkum en Ómar ragnarsson við að kynna fyrir landsmönnum íslenskar náttúruperlur. DV mynD SteFán Veisla í miðborginni Veislukompaníið er alhliða veislu- og fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum veitingum og þjónustu á besta stað í bænum. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.