Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 45
Þeir sem sjá okkur fyrir slúðurfrétt- um hafa verið duglegir að færa okk- ur tíðindi af því sem á daga fyrirsæt- unnar Kate Moss hefur drifið síðustu ár. Þrátt fyrir allan fjölmiðlasirkúsinn í kringum hana heyrist lítið frá henni sjálfri enda kannski lítil ástæða til að tala þegar þú starfar sem fyrirsæta. En nú þegar hún reynir fyrir sér sem fatahönnuður losnar lítillega um málbeinið. Kate Moss prýðir forsíðu Vouge í tuttugasta og fjórða skipti í þessum mánuði. En nú lætur hún ekki for- síðuna tala líkt og í hin skiptin held- ur veitir blaðinu viðtal í tilefni af því að sala á hennar fyrstu fatalínu hefst í verslunum Topshop keðj- unnar í maí. Hún segist hafa viðrað hugmyndina um eigin hönnun við fjölda manns innan tískugeirans og allir hafi hvatt hana til að láta slag standa. Innblásturinn í fatahönn- un sína segist Moss sækja í eigin fataskáp sem samanstendur með- al annars af flíkum sem hún hef- ur setið fyrir í enda getur hún ekki farið óáreitt í búðir. Hún hafi síðan velt upp hugmyndum um hvernig mætti betrumbæta þessi föt og það sé uppistaðan í þeirri fatalínu sem seld verði í Topshop. Mótar tískuna Hvort Moss segi alveg satt um tilurð fatanna eða hvort þetta sé það sem markaðsfólk Topshop tel- ur að kúnnanir vilji heyra skal ósagt látið. En eitt er víst að það hljómar vafalítið vel í eyrum margra stúlkna að fá tækifæri til að kaupa sér föt á viðráðanlegu verði sem líkjast þeim sem Kate Moss hefur látið sjá sig í. Enda þykir hún hafa ákaflega góðan smekk og sífellt koma á óvart. Þannig hefur sala á gúmmístígvélum senni- lega tekið kipp upp á við eftir að hún klæddist svoleiðis skófatnaði við ör- stuttar gallastuttbuxur á Glaston- bury hátíðinni. Eftirlíkingar af hatt- inum sem hún var með í brúðkaupi Bobby Gillespie, söngvara Primal Scream voru líka áberandi síðasta sumar og svo mætti áfram telja. Sú athygli sem smekkvísi hennar fær er vafalítið það sem Topshop er fyrst og fremst á eftir en ekki hönnunar- hæfileikar hennar. Alla vega eru þeir hæfileikar umdeildir innan fyrirtæk- isins því framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, Jane Shepherdson sagði starfi sínu lausu eftir að samningurinn við Moss var gerður. En gífurlegur vöxt- ur í rekstri Topshop síðustu ár hef- ur verið þakkaður henni og var hún sögð valdamesta konan í breskum verslunargeira á síðasta ári. Topshop er sagt greiða Moss um þrjár milljónir punda, sem samsvar- ar um fjögur hundruð milljónum ís- lenskra króna fyrir fatalínuna. Ómögulegur kærasti En það er ekki bara fötunum og útlitinu að þakka að kastljós fjöl- miðla beinist svona mikið að Moss. Ástæðan er ekki síður stormasamt samband hennar og rokkarans Pete Doherty. En hann hefur átt ansi erfitt með að leggja eiturlyfin á hilluna og farið úr einni meðferðinni í aðra og alltaf náð að gera einhverja vitleysu þess á milli, til dæmis var frammi- staða hans á Live 8 tónleikunum síð- asta sumar honum og Elton John til mikillar skammar. En ekkert virðist á þau fá. Ekki einu sinni lætin haust- ið 2005 þegar nokkrir auglýsend- ur riftu samningum við hana eftir að hún varð uppvís að því að neyta kókaíns. Hún leitaði sér hjálpar og snéri tvíefld til baka úr meðferðinni og í kjölfarið var vart tískublöðum flettandi öðruvísi en hún væri í ann- ari hverri auglýsingu. En um þessi mál eða nokkuð sem viðkemur kær- astanum tjáir hún sig ekki um í við- talinu við Vogue. Hundleið á ljósmyndurum Eins og kannski gefur að skilja þá er ágangur ljósmyndara í kringum Kate mikill enda töluverð eftirspurn eftir myndum af henni. Hún seg- ist vera hundelt hvert sem hún fer, meira að segja þegar hún fylgi fjög- urra ára gamalli dóttur sinni í leik- skóla. Þetta fer mikið í taugarnar á henni og fer hún varla neitt fótgang- andi lengur. Sem dæmi um sturlun ljósmyndaranna segir hún sögu af því þegar hún var á gangi í New York og á eftir henni kemur hlaupandi kvenkyns ljósmyndari. Sú hrasar um brunahana og dettur í gangstéttina og brýtur tönn. Moss snýr sér við og hjálpar konunni á fætur sem þá byrj- ar að taka myndir af henni þrátt fyr- ir að vera alblóðug í framan. Þá seg- ist Moss hafa bent henni á hversu klikkuð hún væri. DV Helgarblað föstudagur 16. mars 2007 45 Það hefur ekki kjaftað ekki á henni Kate Moss hver tuskan fram til þessa en nú opnar hún sig í Vogue: BetrumBætir eigin föt fyrir almúgann Forsíða breska Vogue Kate moss segir frá fötunum sem hún hefur hannað fyrir topshop í viðtali við blaðið. Söngelsk söngkona Kate hefur sungið bakraddir með Babyshambles, hljómsveit kærasta síns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.