Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Side 49
DV Helgarblað föstudagur 9. mars 2007 49
Sakamál
Dauði Díönu
Breskir dómarar hafa beðið Al
Fayed um gögn sem styðji ásakanir
hans um að Filipus prins, faðir
Karls Bretaprins hafi ásamt bresku
leyniþjónustunni hafið skipulagt
morð á Díönu prinsessu og syni
hans, Dodi Fayed.
Minnie Dean nýtur þess vafasama
heiðurs að vera eina konan sem
var tekin af lífi með hengingu sam-
kvæmt lögum á Nýja Sjálandi. Willi-
amina „Minnie“ McKellar, fæddist í
Edinborg í Skotlandi árið 1847. Þar
giftist hún og eignaðist tvær dætur,
en engum sögum fer af þeim ráða-
hag. 1868 fluttist hún búferlum til
Nýja Sjálands og bjó þar hjá gamalli
konu sem hún kallaði Granny Kelly,
eða Kelly ömmu. Árið 1872 giftist
hún fullorðnum landnema, Charles
Dean, sem var vel kynntur þar um
slóðir og flutti með honum 1886 til
East Winton. Fljótlega eftir flutn-
ingana brann hús þeirra, en þess í
stað var byggt um sjötíu fermetra
hús. Í kringum 1881 ættleiddu
þau stúlku, Margaret Cameron,
en hennar örlaga er í engu getið
í frásögnum af Minnie Dean. Tal-
ið er að þessi ættleiðing hafi vakið
hjá Minnie hugmyndir um „barna-
býli“ því skömmu síðar hóf hún að
taka að sér óskilgetin börn beint frá
mæðrum. Börnin átti svo að bjóða
út til ættleiðingar, en ekki eru til
nein gögn sem renna stoðum undir
þá starfsemi „barna-býlisins.“
Börn deyja
Minnie fékk í fyrsta skipti fyrir-
spurnir frá yfirvöldum árið 1889,
þegar sex mánaða barn lést í henn-
ar umsjá eftir þriggja daga veik-
indi. Rannsóknin leiddi í ljós að um
eðlilegan dauðdaga hefði verið að
ræða. Tveimur árum síðar dó sex
vikna gamalt barn og enn og aftur
leiddi rannsókn í ljós að um eðlileg-
an dauðdaga væri að ræða. Í kjölfar-
ið hófst mikið laumuspil hjá Minn-
ie og hún byrjaði að nota dulnefni
þegar hún auglýsti eftir börnum og
reyndi eftir megni að fela slóð sína.
Í maí 1895 tók lestarvörður eft-
ir konu sem fór um borð í lest með
barn, en steig frá borði barnlaus.
Honum fannst þetta dularfullt í
meira lagi og setti sig í samband
við lögregluyfirvöld. Þar sem þetta
gerðist í umdæmi lögreglunnar í
East Winton hóf hún þegar rann-
sókn á málinu. Fyrirspurnir lögregl-
unnar leiddu hana til frú Hornsby,
konu sem bjó í Dunedin. Hún sagði
lögreglunni að hún hefði látið Dean
hafa mánaðargamalt barnabarn sitt,
ásamt peningum í Milburn sem er í
átta kílómetra fjarlægð frá Winton.
Lögreglan fór með frú Hornsby
heim til Minnie Dean og þar bar
hún ekki eingöngu kennsl á Minn-
ie, heldur þekkti auk þess klæðnað
sem hafði fylgt barnabarni henn-
ar. Minnie Dean var handtekin
og færð til Dunedin þar sem hún
skyldi bíða réttarhalda. Eiginmað-
ur hennar var einnig handtekinn,
en ekki var talið að hann hefði
verið í vitorði með eig-
inkonu sinni og
var honum því
sleppt.
Rannsókn
og réttar-
höld
Lögreglan fann
þrjú lík graf-
in í blómabeði Minnie og gat bor-
ið kennsl á tvö þeirra; Evu Horns-
by og Dorothy Edith Carter, sem
einnig hafði verið afhent Minnie
af ömmu sinni. Þriðja barnið var
beinagrindin ein. Kenning lögregl-
unnar var sú að eftir að Minnie tók
við Dorothy Edith Carter hafi hún
farið um borð í lestina frá Winton til
nágrannabæjarins Lumsden, drep-
ið hana og falið í hattöskju sem hún
hafði meðferðis. Eftir næturgistingu
í Lumsden hitti hún frú Hornsby í
lestinni til Milburn, og tók við Evu
litlu. Í Clarendon kvaddi Minnie frú
Hornsby brosandi og steig frá borði
lestarinnar, en frú Hornsby hélt
áfram til Milburn. Eftir að hafa kæft
Evu litlu og gengið frá henni líkt og
böggli tók Minnie lestina til Winton.
Í Winton steig hún frá borði með tvö
dáin börn í farteskinu. Þrátt fyrir yf-
irgnæfandi sannanir gegn henni og
þá staðreynd að tvær konur stað-
festu að hún væri sú sem tók við
börnum af þeim, neitaði Minnie
Dean sök lengi vel. Við leit á heim-
ili hennar fundust klóroform og óp-
íumdropar. Hún var fundin sek og
tekin af lífi 12. ágúst 1895. Lokaorð
hennar voru: „Nei, ég hef ekkert að
segja, annað en það að ég er sak-
laus.“Ætlaði að
eitra fyrir
börnunum
Ung þriggja barna móðir í Sví-
þjóð gerði tilraun til að fyrirfara
sér og taka
líf barn-
anna sinna
um leið.
Blandaði
hún miklu
magni af
verkjalyfj-
um út í
ávaxtasafa
og reyndi
að koma ofan í börnin en án
árangurs. Konan hafði sjálf inn-
byrt tvö glös af eitrinu og féll í
svefn stuttu síðar. Elsta dóttir
hennar náði að koma móður
sinni undir læknishendur í tæka
tíð. Var hún lögð inn á geðdeild
í kjölfarið.
Árið 1968 var Mary Bell 10 ára. Það
ár var hún dæmd fyrir að drepa tvo
unga drengi, þar af annan í samráði
við vinkonu sína. Hún hafði kyrkt þá
Martin Brown og Brian Howe, sem
hún hafði einnig stungið með skær-
um og klippt hárið af. Eftir seinna
drápið sneri hún aftur og skar bók-
stafinn M í kvið drengsins með rak-
vélarblaði.
Ömurlegt uppeldi
Mary ólst upp nálægt Newcastle í
Englandi, á svæði þar sem heimilis-
ofbeldi og glæpir voru daglegt brauð.
Móðir hennar var lítið heima við.
Hún var vændiskona sem vanrækti
dóttur sína og hafði ítrekað reynt að
koma henni fyrir kattarnef á fyrstu
æviárum hennar. Sjálf segir Mary
móður sína hafa margsinnis þving-
að sig til kynferðislegra athafna með
hinum og þessum mönnum. Pabbi
hennar var síbrotamaður, sem síðar
var dæmdur fyrir vopnað rán.
Ótímabundið fangelsi
Fyrir dómi var Mary talin sýna
merki um „dæmigerð einkenni geð-
sýki“ og dæmd til ótímabundinn-
ar fangelsisvistar. Hún fékk alla tíð
mikla athygli frá fjölmiðlum, ekki síst
eftir að hún flúði úr varðhaldi árið
1977, þá 19 ára. Hún náðist þó fljótt
og sat í fangelsi til 1980. Mary naut
opinberrar nafnleyndar, hóf nýtt líf
og eignaðist dóttur. Dóttir hennar
naut lögum samkvæmt nafnleynd-
ar til 18 ára aldurs og vissi ekkert um
fortíð móður sinnar þangað til fjöl-
miðlar komust á snoðir um dvalar-
stað þeirra mæðgna og fjölluðu um
málið. Árið 2003 vann Mary mál
fyrir dómstólum sem tryggði nafn-
leynd hennar og dóttur hennar um
alla framtíð.
Tíu ára barnamorðingi
Úrsmiður-
inn laus úr
fangelsi
Danski úrsmiðurinn sem særði
þrjá þjófa sem reyndu að ræna
verslun hans í miðbæ Kaup-
mannahafnar í byrjun árs er
laus úr fangelsi. Hefur maður-
inn setið inni frá því að atvikið
átti sér stað. Hann
segist saklaus og
aðeins hafa
notað byss-
una til að
verja sjálfan
sig en ræn-
ingjarn-
ir voru
vopn-
aðir
gervi-
byss-
um.
Lög-
reglan
þarf innan
tveggja vikna
að gefa út ákæru í málinu. Ef
til þess kemur verður hann lík-
legast til kærður fyrir tilraun til
manndráps.
Fékk ástkon-
una til að
drepa eigin-
konuna
Hin tuttugu og níu ára Rebecca
Harris viðurkenndi fyrir rétti
í Englandi í vikunni að hafa
stungið eiginkonu ástmanns
síns til bana. Notaði hún hníf
sem hún og maðurinn höfðu
margsinnis notað til ástar-
leikja. Hún sagði ástmann-
inn hafa skipulagt morðið en
hann hélt sig hins vegar á bar
á meðan á verknaðinum stóð
til að hafa fjarvistarsönnun
ef á reyndi. Ekki kom fram af
hverju eiginmaðurinn vildi láta
drepa konu sína.
Það liggur ekki fyrir mikil vitneskja
um Williaminu „Minnie“ Dean.
Faðir hennar var klerkur og
móðir hennar sannkristin
kona. Uppeldi Minnie ku
hafa verið til fyrir-
myndar. Af þeim
sökum er erfitt að
geta sér til um
hvaða öfl ráku
hana til þeirra
ódæðisverka
sem hún var
fundin sek
um.
„Barna-Býli“ Minnie Dean
Kenning lögreglunn-
ar var sú að eftir að
Minnie tók við Dorot-
hy Edith Carter hafi
hún farið um borð í
lestina frá Winton til
nágrannabæjarins
Lumsden, drep-
ið hana og
falið í hatt-
öskju sem
hún hafði
meðferðis.
Strauk 19 ára
mary var handtekin
skömmu síðar
Mary Bell
tvöfaldur morðingi 10 ára gömul