Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Side 58
Helgarblað DV The IllusIonIsT Með aðalhlutverk fara Edward Norton, Paul Giamatti og Jessica Biel. Norton leikur töframann sem notar skuggalega hæfileika sína til að tryggja sér ást yfirstéttarkonu. IMDb: 7,7/10 Rotten Tomatoes: 76% Metacritic: 68/100 epIc MovIe Grínmynd í svipuðum dúr og Not Another Teen Movie. Gerir grín að stærstu myndum seinasta árs á léttan og gáskafullan hátt. Sama hvort það eru grínmyndir, spennumyndir eða aðrar myndir. IMDb: 2,0/10 Rotten Tomatoes: 2% Metacritic: 17/100 WIld hogs Gamanmynd með þeim Tim Allen, John Travolta, Martin Lawrence og William H. Macy í aðalhlutverkum. Þeir félagar leika miðaldra menn sem fá gráa fiðringinn og fara á mótorhjólaferðalag. IMDb: 6,0/10 Rotten Tomatoes: 18% Metacritic: 27/100 Myndin 300 er frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Hún hefur valdið miklu fjaðra- foki um allan heim og þá sérstaklega í Íran þar sem fólk lítur á hana sem móðgun við þjóðina og sögu Persaveldisins. Jafnvel er svo langt gengið að segja að hún sé partur af sálfræðihernaði Bandaríkjahers. Hins vegar hafa leikstjóri myndarinnar Zack Snyder og höfundur hennar Frank Miller tekið það fram frá fyrstu stundu að mynd- in eigi ekki að vera sögulega rétt. Stríðsmyndin 300 sem frum- sýnd verður í kvikmyndahúsum Sambíóana um helgina hefur vakið upp blendnar tilfinningar víða um heim. Myndin hefur fengið frábæra aðsókn og sló nokkur met á opnun- arhelgi sinni í Bandaríkjunum. Hins vegar eru ekki allir sáttir við mynd- ina og hafa sagnfræðingar keppst við að rakka hana niður í sögulegu samhengi. Þá hefur íranska þjóðin einnig brugðist illa við myndinni og segja hana móðgun við minningu persneska heimsveldisins og sögu- lega arfleið sína. 300 á móti 70 milljónum Í írönskum dagblöðum hef- ur mátt sjá fyrir sagnir á borð við „Hollywood lýsir yfir stríði gegn Íran“ og „300 á móti 70 milljón- um“ og er þá verið að vísa til fjölda írönsku þjóðarinnar. Í myndinni eru Persar málaðir sem hið illa afl í austri og harðstjórar heimsins. Persarnir eru sýndir sem klám- fengnir og spilltir á meðan þeim er slátrað í massavís í myndinni. Á meðan eru Spartverjar sýndir sem frelsarar vestursins og hugrakkir stríðsmenn. Sögulegar staðreyndir eru þær að Persar voru mjög frjálslynt ríki. Þeir skrifuðu fyrstu mannréttinda- lög heims, voru á móti þrælahaldi og ýttu undir trúfrelsi í nýlendum sínum. Á meðan voru Spartverjar hernaðarríki og myndu stjórnar- hættir þeirra teljast undir grimm- asta fasisma nútímans. Ríkið þreifst á þrælahaldi og ótta. Átti aldrei að vera sögulega rétt Vissulega er reiði Írana og sagn- fræðinga skiljanleg en taka verður tillit til þess að myndin er byggð á teiknimyndasögu en ekki söguleg- um staðreyndum um orrustuna í Laugarskarði 480 fyrir Krist. Mynd- in er byggð á sögu hasarblaðahöf- undsins Frank Miller sem gerði einnig Sin City. Miller skrifaði sög- una 1998 eftir að hafa séð myndina The 300 Spartans frá árinu 1962. Bæði Frank Miller og Zack Sny- der leikstjóri myndarinnar hafa ít- rekað tekið það fram að myndin sé ekki og eigi ekki að vera sögu- lega rétt. Þeir hafi einungis verið að reyna gera myndina eins aðlaðandi og dínamíska og kostur var á. Mill- er og Snyder breyttu meira að segja slagsmálastíl Spartverja frá því sem hann var í raun og veru til þess að gera myndina flottari. Þeir haldi því hvorki fram að sögulega séu atriði myndarinnar rétt, né að hún gefi rétta mynd af því sem gerðist í raun og veru. Þvert á móti. asgeir@dv.is Frank Miller Er höfundur 300 en hann gerði einnig Sin City. „Hollywood lýsir yfir stríði gegn íran“ Á ekki að vera sögulega rétt 300 er byggð á teiknimyndasögu en ekki sögulegum staðreyndum. Slátra Persum Myndin hefur vakið upp mikla reiði í Íran og sögð móðgun við sögu Persa. Ótrúlega flott Myndin var tekin upp á 60 dögum, 90% á bluescreen og 10% á greenscreen. frumsýningar um Helgina / álfabakka/ álfabakka 300. kl.5:30-8-9:15-10:30 B.i.16 300. VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30 BLOOD & CHOCOLATE kl. 8 - 10:30 B.i.12 MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 - 10:20 Leyfð SMOKIN ACES kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.16 BREAKING AND... kl. 5:50 B.i.12 BRIDGE TO TE... kl. 4 - 6:10 Leyfð VEFURINN HE... Ísl tal kl. 3:40 Leyfð FRÁIR FÆTUR Ísl tal kl. 3:40 Leyfð SKOLAÐ Í BURTU Ísl tal kl. 3:40 Leyfð / kringlunni 300. kl. 5:30 - 8 - 10:10 -10:30 B.i.16 NORBIT kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 Leyfð MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 Leyfð BRIDGE TO TE... Ísl tal kl. 3:30 Leyfð VEFURINN HEN... Ísl tal kl. 3:40 Leyfð / keflavík 300 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 LAST KING OF S... kl. 10 B.i. 16 BRIDGE TO TE... kl. 6 Leyfð NUMBER 23 kl. 8 B.i. 16 / akureyri 300 kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 MUSIC & LYRICS kl. 6 - 8 Leyfð BLOOD & CHOCOLATE kl 10 B.i.12 HÁSKóLABÍó HORS DE pRIx kl 20:00 – 22:20 TRAVAUx kl.17:45 LA CéRéMONIE kl.20:00 LES AMANTS RE kl.22:15 300. kl. 6:30 - 9 - 11:30 B.i.16 BLOOD & CHOCOLATE kl. 8 B.i.12 LETTERS FRO ... kl. 5:30 B.i.16 BLOOD DIAMOND kl. 10:15 B.i.16 TELL NO ONE kl 17:40 VENUS B.I. 16 ÁRA kl. 6, 8 og 10 LAST KING OF SCOTLAND B.I. 16 ÁRA kl. 5.30, 8 og 10.35 NOTES ON A SCANDAL B.I. 14 ÁRA kl. 6 og 8 (Síðustu sýningar) PAN´S LABYRINTH B.I. 14 ÁRA kl. 10.30 (Síðustu sýningar) LITTLE MISS SUNSHINE B.I. 7 ÁRA kl. 10 (Síðustu sýningar) PURSUIT OF HAPPYNESS kl. 5.30 og 8 (Síðustu sýningar) NORBIT kl. 6, 8 og 10 SMOKIN ACES B.I. 16 ÁRA kl. 8 og 10.10 GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA kl. 6 NORBIT kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 NORBIT Í LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA kl. 8 og 10.15 LAST KING OF SCOTLAND B.I. 16 ÁRA kl. 5.20, 8 og 10.35 GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA kl. 5.30, 8 og 10.30 ANNA OG SKAPSVEIFLUNAR M/ÍSL TALI kl. 4 og 4.45 700 kr fullorðnir og 500 kr börn NIGHT AT THE MUSEUM kl. 3.30 og 5.40 NORBIT kl. 6, 8 og 10 SMOKIN ACES B.I. 16 ÁRA kl. 5.45, 8 og 10.15 THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA kl. 6, 8 og 10 3 T I L N E F N I N G A R BESTA STUTTMYNDIN IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ 450 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.