Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Síða 62
föstudagur 16 . mars 200762 Síðast en ekki síst DV veðrið ritstjorn@dv.is sunnudagurLaugadagur 5 10 8 15 10 10 3 3 35 3 3 2 0 1 2 5 5 44 5 7 7 10 8 13 8 13 77 7 6 5 4 6 4 5 3 67 Köld helgi framundan “Ekki er að sjá að vetri sé að ljúka, öðru nær því nú fer veður kólnandi. Um helgina úr útlit fyrir að frost verði um allt land og það fer vaxandi eftir því sem frá líður. Frostið verður hvað mest á mánudag, víða 5-10 stig, en hlýrra loft úr suðvestri væntanlegt í kjölfarið,” segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir lægðirnar nú bíða í röðum og svo sé að sjá sem ein skjót- ist nokkuð hratt til austurs yfir sunn- anvert landið á laugardag. “Ef svo fer sem flest bendir jú til, má fastlega gera ráð fyrir því að það geri hálfgert hríðarveður um tíma sunnan- og suðvestanlands. Síðan snýr hann sér til norðurs og á sunnu- dag verður éljagangur á landinu, en þó léttara yfir sunnantil og harðnandi frost eins og áður segir.” Einar segir sér sýnist á öllu að það verði vetrarfærð á landinu eins og þeir kalla það hjá Vegagerðinni og því betra að kynna sér aðstæður áður en lagt er í hann. “Auðvitað er engin ófærð á landinu, eins og þegar hér eru alvöru snjóavetur. En snjór og élfa- gangur skapa hálku svo ekki sé talað um blindu vegna skafrennings,” segir Einar Svein- björnsson. Óðinn snorrason starfaði sem ljónatemjari í dýragarð í Barce- lona. Hann segir starfið hafa verið skemmtilegt þó so hann hafi þjáðst af kattaofnæmi, sem er heldur óvenjulegt í þeirri atvinnu- grein. Óðinn er nú fluttur heim til Íslands og segist vera hættur afskiptum af kattardýrum: Óðinn Snorrason er eini Íslending- urinn sem vitað er um, sem hefur starfað sem ljónatemjari, en þá iðju stundaði hann í heilan áratug í dýra- garðinum í Barcelona á Spáni. Fyrir nokkrum árum síðan lennti Óðinn í slysi hér á Íslandi og neyddist hann í kjölfarið til þess að leggja svipuna á hilluna. Þegar Óðinn skráði starfs- heiti sitt í símaskránna, fékk hann ekki að heita ljónatemjari, þar sem hann starfaði ekki lengur sem slíkur. Óðinn er því skráður sem fyrrverandi ljónatemjari. Á skrifstofu Já feng- ust þær upplýsingar að fólk geti ekki skráð starfsheiti nema það geti sýnt fram á það hafi raunverulega starfað við það. Í tilviki Óðinns, varð hann því að bæta „fyrrverandi,” á undan starfsheiti sínu. „Ég bjó í Barcelona í nokkur ár og starfaði þar í dýragarðinum. Ég hef alltaf haft gaman af kattardýrum. Áhuginn kviknaði þegar ég var ungur og fékk að ganga með tveimur ljóns- ungum sem voru á Sædýrasafninu hér á landi” Tuktaði ljónin með svipu Óðinn viðurkennir að starf ljónat- emjara geti verið hættulegt. Þegar fólk lendir í hrammi og klóm ljóns- ins geti það verið banvænt. „Ég fékk enga sérstaka kennslu eða námskeið í ljónatamningu. Ég fékk bara svipu í hendurnar og svo tuktaði þau til með henni. Ég lennti aldrei í neinni hættu í kringum ljónin, enda geta þau líka orðið vinir manns.” Hann segir að umgengni við ljón sé ekki ýkja ólík því að umgangast heimilsketti. „Ljón eru bara stór- ir kettir, munurinn felst aðallega í stærðinni, þau geta verið algjörar kisur” segir hann. Vinnudagurinn í dýragarðinum fólst þó ekki alfarið í því temja ljón í sérstöku gerði með svipu. „Ég þurfti náttúrulega að sinna fílunum mjög mikið. Það þurfti alltaf að vera að fóðra þá, enda éta þeir heil ósköp. Ég gaf þeim tvo fulla poka af eplum á dag, þeir svoleiðis úða þessu í sig.” Hættur afskiptum af kattardýrum Óðinn viðurkennir að hann sakni þess stundum að temja ljón, en ef hann myndi ein- hvern tíman snúa aftur í brans- ann, þá myndi hann vilja prufa tígrisdýr. “Ég myndi vilja prófa eitthvað nýtt. Tígrisdýrin eru bæði stærri, öflugri og grimmari. Það væri miklu meiri áskorun að takast á við þau,” segir hann, en Óðinn er með þann hvimleiða ókost að þjást af kattarofnæmi. Hann segir þó að of- næmið hafi ekki aftrað sér í starfi. “Ljónshárin eru mun grófari en katt- arhárin og fara því ekki eins mikið í mig.” Við komuna heim til Íslands gat Óðinn því ekki fengið sér kisu, en í staðinn fékk hann sér lítinn og sætan púðlu hund og kirkislöngu, enda mikill áhugamaður um hvers- kyns dýr. „Slangan hvarf frá mér fyr- ir nokkrum árum síðan og hunds- greyið dugði mér þar til hann dó líka. Þannig að núna er ég ekki með nein dýr. Ætli ég sé ekki hættur afskiptum af kattardýrum fyrir fullt og allt. Þetta er komið gott.” valgeir@dv.is Ritstjórn: 512-7010 Dreifing og áskriftir: 512-7005 Auglýsingar: 512-7005 Fréttaskot: 512-7010 512-1700 DV hefur fengið nýtt símanúmer Fyrrverandi ljónatemjari er með kattaofnæmi Óðinn snorrason starfaði sem ljónatemjari í Barcelona í nokkur ár. Hann segir ljónin geta verið ágæta vini manns, en þau geti þó verið mjög varasöm. Í dagsins önn Hrifin af dómaranum Sjónvarpsþulan Ellý Ármanns hefur bæst í hóp þeirra sem farn- ir eru að blogga og stendur sig bara ágætlega. Að undanförnu hafa karlmenn verið mikið til umræðu á blogginu hjá Ellý og þannig lofar hún t.d. Dr. Gunna í hástert og segist myndi kjósa hann færi hiklaust í framboð. Ellý er einnig hrifin af Davíð Þór Jónssyni dómara í Gettu Betur og segir að þar sé ekki endilega löðrandi kyn- þokki á ferð heldur eitthvað allt annað og betra. „Það er ekkert meira sexý en þegar menn hafa húmor, eru vel lesnir og eru enn ekki komnir á það stig að vera of uppteknir af eigin mikilfengleika . Kannski erum við svona hrifn- ar af honum því hann er með öll svörin á hreinu!,“ segir Ellý orðrétt á bloggsíðu sinni ellyar- manns.blog.is Viðurkenni mistök Kristinn H. Gunnarsson, einn frjálslyndasti þingmaðurinn og þingmaður Frjálslynda flokksins lét ráðherra heyra það við eldhús- dagsumræð- ur á Alþingi á miðvikudag- inn var. Hann gagnrýndi ónefnda ráðherra fyrir að hylma yfir þau mistök sem stjórnvöld gerðu með stuðning við inn- rásina í Írak. „Þeir tóku ranga ákvörðun en brestur kjark til þess að viðurkenna það,“ sagði Krist- inn og lagði áherslu á að ráðherr- arnir yrðu að ganga alla leið og biðja íslensku þjóðina afsökunar á framferði sínu. Ekkert stuð Jakob Frímann Magnússon, fyrr- verandi Samfylkingarmaður mun ekki taka sæti á lista Aflavka, Ís- landsflokksins, Íslandshreyf- ingarinnar, fylk- ingarinnar eða hvað svo sem framboð Mar- grétar Sverr- isdóttur og Ómars Ragn- arssonar kemur til með að heita. Þar er skarð fyrir skildi því fáir eru betur tengdir og kunna út- breiðslufræðin betur en einmitt Jakob stuðmaður Magnússon. Leikarar fagna Leikararnir hjá Þjóðleikhúsinu sem tóku þátt í uppsetningu leik- ritsins Leg, gerðu sér glaðan dag á laugardaginn var og fengu sér bjór á Boston. Leikritið er eftir Hugleik Dags- son og hefur slegið í gegn fyr- ir óforskamm- arlegan húmor. Þar er engum hlíft og jafnvel fjallkonan sjálf er tekinn til bæna í sýningunni. Ekki fylgdi þó sögunni hvort hegðun leikaranna hefði verið jafn gróf á barnum Boston líkt og í sýning- unni. Né hvort Fjallkonan sjálf hefði verið tekinn til bæna þá nótt. ...Hildi Völu Einarsdóttur að búa í Vesturbænum. Hildur Vala á það sameiginlegt með... ...aðalheiði Ólafsdóttur, að hafa tekið þátt í Idol. aðalheiður á það sameiginlegt með... ...Matthíasi Matthíassyni að hafa tekið þátt í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Matthías á það sameiginlegt með... ...guðrúnu gunnarsdóttur, söngkonu og dagskrárgerðar- konu, að hafa farið með hlutverk í söngleiknum “Jesus Christ superstar”. guðrún á það sameiginlegt með... ...Páli Magnússyni útvarpsstjóra að starfa hjá ríkisútvarpinu. Páll Magnússon á það sameiginlegt með... ...Árna Johnsen að vera frá Vestmannaeyjum. Árni Johnsen á það sameiginlegt með... ...Eiríki Haukssyni að hafa kennt börnum. Eiríkur Hauksson á það sameiginlegt með... ... siv Friðleifsdóttur, heilbrigðis- ráðherra að tala norsku reiprenn- andi. siv á það sameiginlegt með... ...Einari Bárðarsyni að hafa prýtt forsíðu dV á síðasta ári. Tengsl Einar Bárðarson á það sameiginlegt með...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.