Fréttatíminn - 26.11.2010, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 26.11.2010, Qupperneq 4
V egatollur til Selfoss verður 310 krónur aðra leið, verði dæmi sem Vegagerðin set- ur upp um innheimtu á Suðurlands- vegi að veruleika. Í gögnum hennar frá því í september er sýnt hvernig skipta mætti Suðurlandsvegi upp og koma fyrir fjórum innheimtu- stöðvum, þar af þremur á leiðinni til Selfoss. Ökuferð um hvern spotta myndi kosta 80 til 120 krónur. Þá er talað um tvær til fjórar innheimtu- stöðvar á Reykjanesbraut. „Nei takk, segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðareigenda, FÍB. „Veg- gjöld eru hrein viðbót við annan kostnað bifreiðaeigenda. Þau eru brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar – því íbúi í Vogum á Vatns- leysuströnd greiðir veggjöld til að komast í Háskóla Íslands en Grafar- vogsbúinn ekki – og grundvallar- breyting á gjaldtöku af vegum. Er þjóðarsátt um slíkt?“ spyr hann. Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri segir ákvörðun um þessi veggjöld ekki endanlega heldur velti hún á samningum við lífeyris- sjóðina. Vegagerðin hafi sett dæm- ið svona upp svo hægt væri að sjá gróflega hvernig ná mætti veggjöld- unum inn. „Ef á annað borð á að fara út í frekari framkvæmdir er alveg ljóst að það þarf að greiða þær til baka með notendagjöldum.“ Þessi leið finnst honum nær því að þeir sem noti mannvirkin greiði fyrir það heldur en að hækka álögur á eldsneyti. „Þetta er sú leið sem ver- ið er að fara í allri Evrópu til að flýta framkvæmdum.“ Vegir afhentir gæðingum? Runólfur segir að vegirnir séu eign almennings, en nú þegar ríkið hafi stofnað hlutafélög um fram- kvæmdir á Suðurlandsvegi og um Vaðlaheiðargöng fái lífeyrissjóðir þá á silfurfati til gjaldtöku. „Ætlar Ögmundur að afhenda einhverjum gæðingum, sem í dag heita lífeyris- sjóðir og ákveða að selja öðrum rétt- inn á morgun, vegina?“ spyr hann. „Þarf ekki að kjósa um slíkt?“ Hann segir það áætlanir yfirvalda að innheimta um þrjá milljarða í formi veggjalda á landinu þegar öll veggjöld hafi verið sett upp. „Norð- menn áætla að minnsta kosti 15% fari í rekstur við innheimtuna. Það færu því í það minnsta 450 millj- ónir í rekstur innheimtunnar hér og ætla má að hlutfallið yrði meira en þar því umferðin hér er minni.“ Ráða þurfi fólk, framkvæmdastjóra yfir rekstrarfélögunum og stjórn auk kaupa á búnaði svo hægt sé að aka á milli innheimtustöðva á 2+2 lúxusvegum í stað 2+1 sem séu jafn öruggir og Bretar og Svíar kjósi fyr- ir mun meiri umferð. „Ég óttast að þetta sé orðið gæðingaprógramm hjá pólitíkusunum.“ Hreinn segir hins vegar að inn- heimtukostnaðurinn verði ekki nema nokkur prósent af heildar- tekjunum og fari lækkandi með nýrri tækni. Þá hafi alltaf verið rætt um afsláttarkerfi fyrir þá sem noti mannvirkin mikið. Stóra breyt- ingin frá því sem nú sé verði þó sú að ökumenn geti ekki kosið að fara aðra leið til að komast hjá gjaldtöku. „Það er kominn tími á að fólk ræði veggjöldin.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Ný bók með speki Dalai Lama, leiðarvísir sem veitir styrk, huggun og innblástur. Leitar þú að innri friði? Verðtryggð lán landsmanna hækka minna vegna verðbótarþáttarins á þessu ári en raunin hefur verið frá því árið 2003. Samkvæmt nýbirtri mælingu Hagstofunnar stóð vísitala neysluverðs nánast í stað á milli október og nóvember. Hækk- aði vísitalan um 0,05% á milli mánaða, en spár höfðu legið á bilinu 0,4-0,5%. Verðbólga mælist nú 2,6% og hefur ekki verið minni síðan í apríl 2004. Verðbólgumarkmið Seðlabankans, 2,5%, er því nánast í höfn. Niðurstaðan eykur, að mati grein- ingardeildar Íslandsbanka, líkur á vaxtalækkun 8. desember næstkomandi. -jh 2,6% Hækkun á vísitölu neysluverðs Milli október og nóvember Seðlabankinn reykjavík Hveragerði selfoss Þrengsli      110 kr. vesturlandsvegur — Þrengslavegur  80 kr. Þrengslavegur — Hveragerði  120 kr. Hveragerði — selfoss  90 kr. norðan selfoss Dæmi um innheimtu á SuðurlanDSvegi Heimild: Vegagerðin Ef á annað borð á að fara út í frekari framkvæmdir er alveg ljóst að það þarf að greiða þær til baka með notendagjöldum.  Veggjöld Fjögur gjaldhlið á SuðurlandSVegi Þrjár gjaldstöðvar og 310 kall hver bílferð til Selfoss 120 krónur milli Hveragerðis og selfoss og 310 krónur frá selfossi til reykjavíkur er viðmiðið í gögnum vegagerðarinnar um innheimtu veggjalda. nei takk, segir framkvæmdastjóri FíB, bifreiða- eigendur eiga ekki að bera óþarfa kostnað vegna lúxusvega í gæðaáætlunum pólitíkusa. runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FíB. Að borga eða flytja – það er valið „Þetta er hrein og klár skattlagning á landsbyggðina og til þess eins að reka mann til höfuðborgarinnar,“ segir Þórir Haraldsson, lögfræðingur hjá íslenskri erfðagreiningu. Hann hefur í 23 ár sótt vinnu til borgarinnar frá selfossi, daglega síðustu fimmtán árin. Hann segir að forsenda þeirra hundraða sem aki til borgarinnar í vinnu sé að öllum líkindum brostin, þótt afsláttur yrði gefinn á gjald- heimtunni fyrir íbúa, því hver mínúta sem bætist við ferðatímann reiknist í klukkustundum yfir árið. „Þá verður að spyrja, verði þetta niður- staðan, hvaða vegatolla eigi að leggja á aðrar framkvæmdir sem hafa verið kostaðar af ríkissjóði og skattborgarar hafa greitt og eru að greiða, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu, suðurlandi eða vegna jarðganga úti um allt land? Hvernig á að gæta jafnræðis?“ Auk þess bendir hann á að engin önnur leið sé til þess að komast til og frá vinnu. „valkosturinn er að borga eða flytja.“ Þórir segir sveitarstjórnir á landsbyggð- inni verða að bregast við. „eigi þetta að verða niðurstaðan finnst mér að Sunn- lendingar eigi að skattleggja orkuna sem þaðan fer og verður að tekjum annars staðar.“ Þórir Haraldsson. Ljósmynd/Hari  Veggjöld Íbúi á SelFoSSi óSáttur Við ójaFnræðið Lj ós m yn d/ H ar i Veður FöStudagur laugardagur Sunnudagur Fremur hæG N- oG NA-átt, NemA AllrA AustAst. smáél NorðAustAN- oG AustANtil, eN ANNArs bjArt oG FAlleGt Veður. höFuðborGArsVæðið: Hægur vindur og léttskýjAð. vægt Frost. hæViðri eðA hæGur ViNdur AF NA. Allt Að þVí heiðríkjA, eN smáél þó með Norður- oG AusturströNdiNNi. höFuðborGArsVæðið: Hægvirði og nánAst HeiðríkjA. Heldur Herðir á Frostinu. sVipAð Veður oG hæGViði um mest Allt lANd. herðir á FrostiNu iNN til lANdsiNs. höFuðborGArsVæðið: áFrAm FAllegt vetrArveður með vægu Frosti. Eins og vetrarveðrið getur orðið fallegast spáð er áframhaldandi rólegheitaveðri um helgina. víðáttumikið háþrýstisvæði er búið að hreiðra um sig við landið og lægðirnar komast ekki að á meðan. víðast verður nær heiður himinn á landinu, en þó smáél norðaustantil. Yfirleitt vægt frost við sjávarsíðuna, en talsvert inn til landsins og getur farið í 15 til 20 stig þar sem kaldast verður á sunnudag. Þetta er eins kjörið veður til útivistar eins og hugsast getur. 2 1 4 4 5 5 5 9 6 9 4 6 12 4 10 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is ingibjörg r. guðmundsdóttir látin ingibjörg r. guðmundsdóttir, for- maður landssambands íslenzkra verzlunarmanna og fyrrverandi varaforseti Alþýðusambands íslands, er látin, 61 árs að aldri. ingibjörg tók þátt í þingum Alþýðusambandsins frá því að hún tók sæti í stjórn vr. Hún sat lengi í sambandsstjórn Así og var kjörin í miðstjórn og sem varaforseti árið 1992 og gegndi því embætti samtals í 14 ár en gaf ekki kost á sér aftur nú í haust vegna veikinda. ingibjörg lætur eftir sig tvo kjörsyni. -jh sigurður sigurðarson vígslubiskup látinn sigurður sigurðarson, vígslubiskup í skálholti, lést á landspítalanum í gær, 66 ára að aldri. sigurður var sóknar- prestur á selfossi 1971-1994 er hann tók við embætti vígslubiskups og gegndi embættinu þar til hann lést. sigurður sat í stjórn Prestafélags íslands og var formaður þess um hríð. Hann sinnti kennslustöfum, m.a. stundakennslu við Háskóla íslands. eftirlifandi eiginkona hans er Arndís jónsdóttir skólastjóri. Þau eignuðust tvö börn. Fóstursonur þeirra lést árið 2000. -jh Verðbólgumarkmið nánast í höfn þrotabú sendir út innheimtuviðvörun Bjarni s. ásgeirsson, skiptastjóri þrotabús Bge eignar- haldsfélags, ætlar að senda út innheimtuviðvörun vegna skulda hluthafa félagsins við félagið á næstu dögum. Þetta staðfesti hann í samtali við Frétta- tímann. Bge eignarhaldsfélag var í eigu starfs- manna Baugs og var stofnað í kringum hluta- fjáreign þeirra í Baugi. stærstu hluthafarnir voru jón ásgeir jóhannesson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður, stefán Hilmar Hilmarsson aðstoðarforstjóri og gunnar sigurðsson forstjóri. Bjarni segir að fjöldi þeirra sem fái innheimtuviðvörun séu á bilinu 15 til 20 en hann vildi ekki gefa upp fjárhæðina sem þrotabúið ætlaði sér að innheimta. -óhþ 4 fréttir Helgin 26.-28. nóvember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.