Fréttatíminn - 26.11.2010, Page 17

Fréttatíminn - 26.11.2010, Page 17
 N1 HermaNN GuðmuNdssoN forstjóri „Fólk má aldrei gleyma samráðinu“ Ég er ekki á því að fólk eigi að gleyma olíuverðsam- ráðinu,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1- olíufyrirtækisins. Það er byggt á grunni Essó sem á sínum tíma var af Samkeppniseftirlitinu talið hafa stundað verðsamráð á árunum 1993-2001. „Þetta er þörf áminning fyrir alla, jafnt neytendur, fyrirtækja- eigendur og stjórnendur. Þarna virðist hafa verið á ferðinni samsæri gegn neytendum og það er ekki hægt að horfa með neinum hætti í gegnum slíkt og neytendur eiga ekki að gleyma því. Við myndum aldrei taka þátt í verðsamráði og þessi markaður sem við erum á er dálítið sérkenni- legur að því leyti að varan er einsleit. Heimsmark- aður ákveður verðið. Ríkið ákveður síðan 52% af verðinu einhliða og það sem eftir stendur fyrir inn- lendu félögin er 11-12% álagning og keppnin snýst um það hver er tilbúinn að selja vöruna á lægsta verðinu. Verðið endar það því enginn er tilbúinn að vera dýrari – þá kemur neytandinn ekki á stöðina. Allt tal um að verðið geti verið misjafnt á milli félaga er því byggt á vanþekkingu eða því að neytendur ætli ekki að nýta sér besta verðið.“ Samráð er samráð N1 er í meirihlutaeigu bræðranna Einars og Bene- dikts Sveinssona og eiga 20 smærri hluthafar í fé- laginu. Það keypti eignir tengdar olíusölunni af Keri, sem rak ESSÓ, í febrúar 2006 og segir Hermann að félaginu sé ekki stýrt af þeim sem stóðu að verðsam- ráðinu. „Þeir eru allir farnir og hættir.“ Hermann nefnir að í þeim gögnum sem hann hafi lesið um olíumálið hafi ekki verið hægt að sanna samráð um verð á smásölumarkaði en búið sé að dæma um samráð í fyrirtækjaútboðum. „Ég geri lítinn greinarmun á þessu tvennu,“ segir hann. „Ég geri ekki greinarmun á því hvort menn stunda sam- særi gegn fyrirtækjum eða einstaklingum. Búið er að gera samsæri á markaðnum og neytendur eiga aldrei að gleyma því.“ Hann segir það skoðun sína að traustið hafi beðið hnekki og langan tíma taki að vinna það upp aftur. „Það sem við getum gert til þess er að sýna heiðar- leika, sem og opið og gagnsætt verðmyndunarferli.“ Vilt þú fjárfesta í ríkisverðbréfum? Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is SjóðirÁrangur þinn er okkar takmark 1) Sjóðurinn er verðbréfasjóður samkvæmt lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Vakin er sérstök athygli á að áhætta fylgir fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Nánari upplýsingar um sjóðina, þ. á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum þeirra má finna í útboðslýsingu og útdrætti úr útboðslýsingu þeirra sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir 2) Upplýsingar eru fengnar frá Arion verðbréfavörslu. Arion banki býður þér úrval ríkisskulda bréfa sjóða sem fjárfesta í verðbréfum útgefnum af eða með ábyrgð íslenska ríkisins. Hvort sem þú hugsar fjárfestinguna til lengri eða skemmri tíma þá er lausnin hjá okkur. Hafðu samband við ráðgjafa okkar og kynntu þér það sem við höfum upp á að bjóða. Við tökum vel á móti þér. Rekstraraðili sjóðanna er Stefnir hf. og helsti söluaðili sjóðanna er Arion banki. Stefnir – Ríkisvíxlasjóður 1 • Ráðlagður fjárfestingartími 3 mán.+ • Fjárfesting í víxlum og stuttum skuldabréfum með ábyrgð íslenska ríkisins • Laus til innlausnar með eins dags fyrirvara • Lágmarksupphæð í reglulegum sparnaði er 5.000 kr. á mánuði Stefnir – Ríkisverðbréfasjóður millilangur 1 • Ráðlagður fjárfestingartími 3 ár+ • Fjárfesting í óverðtryggðum og verðtryggðum eignum • Fjárfesting í víxlum og skuldabréfum með ábyrgð íslenska ríkisins • Laus til innlausnar með eins dags fyrirvara • Lágmarksupphæð í reglulegum sparnaði er 5.000 kr. á mánuði Spariskírteini 1% Ríkisbréf og ríkisvíxlar 26,1% Íbúðabréf, húsbréf 64,2% Skuldabréf með ríkisábyrgð 5,3% Reiðufé 3,4% Eignayfirlit 30. 10. 2010 2 Ríkisvíxlar 78,1% Víxlar með ríkis- ábyrgð 18,6% Ríkisbréf 1,6% Reiðufé 1,7% Eignayfirlit 30. 10. 2010 2 Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Lj ós m yn d/ H ar i þegar þau hafi verið staðin að geðþótta-verð- breytingum. Í ljós hafi komið í samráðsúr- skurðinum að verðbreytingarnar voru sam- stilltar. „Búið var til flækjustig sem ruglaði fólk. Markaðurinn er ekki flókinn. Eldsneyti er vara á heimsmarkaði og keypt fyrir banda- ríkjadali. Það er ekki flókið,“ segir hann. Tak- ist olíufélagi að gera góða samninga fari þau hægt í að láta markaðinn njóta þess – en njóti þess sjálft. „Þeir fara mjög hægt í slíkt.“ Runólfur telur ekki nauðsynlegt að fjölga olíufélögum á markaði til þess að skapa hér samkeppni á markaðnum. „Ég hallast að því að það væri skynsamlegt að stokka upp.“ Út- hluta þurfi lóðum undir bensínstöðvar tíma- bundið og bjóða staðsetninguna reglulega út. „Af því að staðan núna er sú að lóðir undir bensínstöðvar eru takmörkuð gæði og þrösk- uldur fyrir nýja aðila að komast á markaðinn. Það hefði verið betra fyrir samkeppnina væru þessi gæði til skiptanna.“ En er þá niðurstaðan fengin? Samfylgd og hjarðhegðun olíufélaganna er rekin áfram af hræðslu við að tapa markaðshlutdeild og fjármunum. Hvert skref félaganna er fyrir- sjáanlegt og þau þurfa ekki samráð til að ráða hvert í annars aðgerðir. Samráð er þá líklega ólíklegt – nema ef einhvern tímann fyndust sönnunargögn um annað. Það er nákvæm- lega sams konar ferli í verðmynd- un núna og var á því tímabil þegar verið var að tala um verðsamráð. Þetta er örmark- aður og það er annað lögmál sem hann lýtur heldur en stærri markaður sem væri eðlilegra að líta til þegar um er að ræða sam- keppnismál. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is fréttaskýring 17 Helgin 26.-29. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.