Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 24

Fréttatíminn - 26.11.2010, Side 24
Lúxus-íspinnar 3 x 120ml 298 kr. Vanillu ís-stangir 12 x 60ml 398 kr. Vanillu ístoppar 8 x 120ml 498 kr. Góður ís á frábæru verði í Bónus BÝÐUR BETUR Besta bókar- kápa ársins Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar ... eftir Braga Ólafsson „Þessi kápa lýsir glimrandi sjálfstrausti og kallar á að bókin verði lesin. Til þess eru bókarkápur.“ – Stefán Snær Grétarsson. „Ég er hrifinn af ákveðinni tegund af kæruleysi. Það gengur ekki alltaf og ekki sama hvernig það er gert. Á bók Braga gengur þetta mjög vel. Ég held að ég hafi tekið fyrst eftir þessari tegund hönnunar hjá Frank Zappa – á hvítu Fillmore East tónleikaplötunni.“ – Guðmundur Oddur Magnússon. 2. sæti Sýrópsmáninn eftir Eirík Guðmundsson „Huggulegt „grunge“. Snotrir litir og skemmtilega gamaldags útfærsla. Dálítið dularfull. Ragnar Helgi klikkar ekki.“ – Bergþóra Jónsdóttir. „Þessa bók er gaman að handleika, smekkleg og einhvern veginn svo „rétt“.“ – Stefán Snær Grétarsson. „Ég fell fyrir daufum gulnuðum blöðum, stjörnukortum og klassískri leturnotkun. Nánast eins gamaldags og hægt er að hafa það. Stundum er ég bara þannig. Það eru nokkuð margar í þessari kategóríu – Áttablaða- rósin til dæmis – en ég vel Sýrópsmánann.“ – Guðmundur Oddur Magnússon. 3. sæti Loðmar eftir Auði Ösp Guðmundsdóttur og Emblu Vigfúsdóttur „Virkilega skemmtileg og forvitnileg marglaga kápa. Stílhrein með fallegum útskurði og þrykki. Alltaf gaman að sjá hönnuði leika sér að forminu og nálgast á annan hátt en hinn augljósa. Bók sem mann langar að taka upp og skoða, fikta í útskurð- inum og þreifa á þrykkinu. Innihaldið ekki síðra.“ – Bergþóra Jónsdóttir. 4. sæti Gunnar Thorodd- sen – Ævisaga eftir Guðna Th. Jóhannesson „Sterk framsetning. Ein- staklega vel úthugsað að láta Gunnar standa með bakið í lesandann. Við vitum flest hvernig Gunnar leit út og hvernig hann kom fram, en minna um hugs- anir hans og tilfinningar. Litasamsetning flott.“ – Elsa María Ólafsdóttir. 1279_2 1279_3 1279_4 1279_5 1279_6 1279_7 1279_8 1279_9 1279_10 1279_11 1279_12 1279_13 1279_14 Kæruleysi gengur upp í bestu bóka- kápunni Þótt langflestir sækist frekar eftir innihaldi bóka en umbúðunum þarf ekki að deila um það að bókarkápan gegnir mikilvægu hlutverki og góð kápa sem dregur að sér athygli og heillar getur skilið milli feigs og ófeigs í jólabókaflóðinu. Fréttatíminn fékk nokkrar valinkunnar smekkmanneskjur sem fást ýmist við bækur eða hönnun í það vandasama verkefni að velja bestu og verstu bókarkápur ársins 2010. Einn álits- gjafanna sagði að í ár hefði valið verið erfiðara en oft áður þar sem fátt væri „framúrskarandi“ og lítið um „hrylling“. Rétt er að hafa í huga að hér er fyrst og fremst um samkvæmisleik að ræða og áfellisdómar um bókarkápur gilda ekki um innihaldið. Helgin 26.-28. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.