Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 28

Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 28
V ændiskonur eru ekki saklausar og barnalegar. Sumar stela, ljúga og beita jafnvel fjár- kúgun. Ef kúnni á eiginkonu, gott líf og er ríkur eiga þær til að kokka upp alls kon- ar sögur til að kreista peninga út úr honum. Þær segjast til dæmis vera óléttar og hóta að segja konunni hans frá því, nema þeir borgi til dæmis hálfa milljón fyrir þögnina. Auðvitað vilja menn ekki að konurnar fái svona fréttir og hjóna- bandið spryngi. Síðan fer allt í háaloft þegar gaurinn kemst að því, að hann var gabbaður. Þessir viðskipta- vinir eru tilbúnir til að borga fyrir þjónustuna og vilja auðvitað vera öruggir. Óvönduð hóra þarf ekki meira en sjá, að kúnni komi á fínum bíl til að draga þá ályktun, að hann sé ríkur. Auðvitað notum við alltaf smokk, en hann getur rifnað. Slysin gerast. Og kúnninn gerir hvað sem er til að halda þessu frá konunni sinni. Þannig að oftar en ekki skapa hórurnar eigin vandræði. Þær eru ekki saklausar og þær kunna leikinn og eru varla búnar að vera í þessu nema eina viku þeg- ar þær hafa áttað sig á því, hvernig skuli spila með karlmenn. Auk þess geta þær farið að búa það til í kollinum sér, að kúnninn sé að nota sig og eru svolítið afbrýði- samar út í hann. Hann á kannski dýran bíl, fallega konu og börn á meðan hóran ferðast um í leigu- bílum. Þeim finnst þess vegna alveg réttlætanlegt að snúa að- eins upp á þá og hafa af þeim meira fé. Þær ófaglegu verða afbrýðisamar út í eiginkonuna og vilja fá alla peningana og lúx- usinn sem hún hefur. Þetta er vandamálabransi. Ég veit líka um vændiskonur, sem taka kynlíf sitt og viðskiptavina upp á mynd- band og hóta að birta það, ef þeir borgi ekki. Það kann ég ekki að meta. Ég á samt slatta af kynlífsmyndböndum, sem ég tók upp af mér og alls konar körlum, sem höfðu ekki hugmynd um, að ég væri að taka samfarir okkar upp. Þetta eru upptökur af mér með viðskiptavinum, einhverjum af kærustunum mínum og alls konar mönnum, sem ég var að hitta á stefnumótum. Ég tók þetta bara upp í leyni mér til skemmtunar og ætla aldrei að sýna þessi myndbönd og geymi þau á öruggum stað. Ég horfði svo stundum á þetta eftir á. Ég fæ mikið út úr kyn- lífi og öllu sem tengist því og nýt þess að skemmta mér í rúminu. Sumar kon- ur hafa gaman af því, að telja saman rekkjunauta sína og halda bókhald yfir þá menn, sem þær hafa sofið hjá, en ég safnaði bólfélögunum á myndbönd. Ég vil samt ekkert vera að ræða þetta í smá- atriðum, þar sem ég gerði þessi mynd- bönd aðeins fyrir sjálfa mig. Þau koma engum öðrum við.“ C atalina segir, í samtali við Fréttatímann, að hún hafi fallist á að segja sögu sína til þess að fólk fengi að kynnast henni eins og hún er en ekki þeirri mynd sem fjölmiðlar hafa dregið upp af henni. „Ég geri mér vonir um að með bókinni fái fólk rétta mynd af mér og því sem hefur gengið á í lífi mínu á undanförnum árum.“ Catalina hefur setið í kvennafang- elsinu í Kópavogi í um það bil eitt ár en þar afplánar hún tvo dóma sem saman hljóða upp á tæp fimm ár í fangelsi. Þegar Catalina er spurð hvort hún sé ánægð með bókina segist hún varla geta tekið sér orðið „ánægð“ í munn á meðan hún sé inni- lokuð. „Ég á mjög erfitt með að segja að ég sé ánægð eða að tala um ham- ingju á meðan ég er í fangelsi. Frelsið er mér allt og mér líður eins og fugli í búri. En ég er stolt af þessari bók og ánægð með þá ákvörðun mína að fara út í þessa vinnu með blaðamönnunum sem tóku að sér að skrá sögu mína. Þetta var löng og mikil vinna en ég er mjög þakklát fyrir að bókin er orðin að veruleika,“ segir Catalina. Litlar áhyggjur af því hvað aðrir segja Catalina segist ekki velta því mikið fyrir sér hvað fólki muni finnast um bókina og það sem hún segir þar. „Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af því sem fólk segir um mig svo lengi sem það er satt. Ég vil bara fá að lifa góðu og eðlilegu lífi og kann ekkert sérstaklega vel við alla þá athygli sem ég hef fengið. Ég sóttist svo sannar- lega ekki eftir sviðsljósinu en svona atvikaðist þetta bara. Í bókinni er allt sem ég vil segja um mig, líf mitt og allt sem ég hef lent í en ég get ekki stjórnað því hvað fólki finnst þannig að ég læt það ekki trufla mig. Fjöl- miðlar hafa skrifað margt um mig sem ekki er satt og ég er ekki sátt við allt sem hefur verið sagt um mig á prenti. Þetta er eiginlega aðalástæðan fyrir því að ég féllst á að segja sögu mína. Ég vildi að fólk fengi tækifæri til að kynnast Catalinu eins og hún er í raun og veru. Að fólk fái rétta mynd af mér í stað þeirrar sem hefur verið dregin upp í fjölmiðlum.“ Catalina er íslenskur ríkisborgari en hingað kom hún fyrst árið 1997 þegar hún var á unglingsaldri. Hún hóf búskap í Vestmannaeyjum með íslenskum sjómanni sem hún hafði kynnst í heimalandi sínu, Miðbaugs- Gíneu, en eftir að hún varð þekkt sem vændiskona var hún kennd við upp- runalandið í fjölmiðlum og oft nefnd „Miðbaugsmaddaman“. Catalina var húsmóðir á Íslandi í um það bil áratug en þegar hjónabandinu lauk ákvað hún að leggja fyrir sig vændi, ekki síst þar sem hún fann fljótt fyrir mik- illi eftirspurn og sá góða tekjumögu- leika í vændinu. Gjaldþrota eftir málareksturinn „Ég vann í frystihúsi á meðan ég var í Eyjum og við ýmis láglaunastörf eftir að ég flutti í Kópavoginn. Eftir að ég skildi hefði ég svo sem getað farið að vinna aftur í fiski eða farið að vinna á kassa í búð, en ég vildi verða rík og ég hef ekki mikla trú á því að manni takist það ef maður vinnur fyrir aðra. Ég á samt slatta af kynlífsmyndböndum, sem ég tók upp af mér og alls konar körlum. Hið dökka man – Saga Catalinu Fréttatíminn birtir hér kafla úr bókinni Hið dökka man eftir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarin Þórarinsson Miðbaugs- maddaman opnar sig Vændiskonan Catalina Mikue Ncogo stimplaði sig afgerandi inn í samfélagsumræðuna í byrjun árs 2009 þegar fréttist að hún ræki vændishús á Hverfisgötu, í næsta nágrenni við lögreglustöðina. Síðar þetta sama ár var hún, fyrst allra á Íslandi, ákærð fyrir að hafa stundað mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Hún fékk hins vegar dóma fyrir ýmis brot, þar á meðal hórmang. Catalina segir sögu sína í bókinni Hið dökka man – Saga Catalinu, eftir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarin Þórarinsson, sem kemur út í dag. Lj ós m yn d/ H ei ða H el ga dó tt ir 28 viðtal Helgin 26.-28. nóvember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.