Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 40

Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 40
4 jól Helgin 26.-28. nóvember 2010 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Háls- og herðanudd • Shiatsu nudd með hita • Dregur úr vöðvaspennu • Vönduð vara Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 Nuddsæti • Shiatsu herða- og baknudd • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd • Djúpslökun - infrarauður hiti Shiatsu iljanudd • Endurnærandi fótanudd • Þriggja punkta nudd • Djúpnudd með hita Withings vogin • Þyngd og fituhlutfall skráð • Þráðlaus samskipti við tölvu • Tengist iPhone og iPod touch • Skynjar hver notandinn er • Allt að 8 notendur Framúrskarandi tækni og útlitshönnun Rakatæki frá AIR-O-SWISS • Auka gæði loftsins • Hljóðlát og sparneytin • Viðurkennd hönnun • Auðveld í notkun Jólarjúpur með soðsósu fyrir 4 4 stk. hamflettar rjúpur 1 laukur 1 gulrót 1 sellerístöngull nokkrar greinar timjan nokkrir steinseljustilkar 10 svört piparkorn 5-10 einiber Skerið bringurnar frá og geymið til hliðar. Hreinsið innan úr fuglinum. Hjarta og fóarn er notað í soðið. Skerið fóarn í sundur og hreinsið. Bútið beina- grindina niður. Setjið smá skvettu af olíu í pottinn og brúnið beinin. Skerið svo grænmetið í grófa bita og brúnið líka. Hellið vatni yfir svo fljóti yfir beinin. Látið suðuna koma upp, lækkið svo hitann og látið malla í tvo, þrjá tíma. Sigtið soðið og sjóðið áfram niður í u.þ.b. 15 mín. Setjið til hliðar. Sósan rjúpusoð 1/2-1 1/2 dl rjómi 1 msk. rifsberjahlaup klípa af gráðaosti salt og pipar Hitið upp soðið og bætið við rjóma að smekk. Hrærið rifsberjahlaupinu og gráðaostinum saman við. Hér verður að fara hægt í sakirnar og setja lítið í fyrstu og smakka til. Það er alltaf hægt að bæta meira við seinna. Það verður hver og einn að finna það jafnvægi sem hentar. Athugið að gráðaosturinn inniheldur töluvert salt og því er ekki víst að þurfi að salta. Þykkið, ef þarf, með Maizena. Hitið olíu á pönnu og léttsteikið bringurnar á báðum hliðum. Leggið til hliðar í nokkrar mínútur. Saltið, piprið og berið svo fram með Hasselback- kartöflum, sósunni og Waldorf-salati og smávegis rifsberjahlaupi. Waldorfsalat fyrir 6-8 3 græn epli, afhýdd og skorin í 1 cm bita 16 græn vínber, skorin í tvennt 3 sellerístönglar, skornir í fínar sneiðar 50 g valhnetur, grófsax- aðar 150 ml sýrður rjómi, 18% 150 ml rjómi, léttþeyttur 1 msk. sítrónusafi 1 msk. hlynsíróp (má sleppa) Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli þar til sal- atið er borið fram. Best er að búa það til sama dag og það á að borðast. Skreytið salatið með söxuðum val- hnetum. Hasselback- kartöflur 12-16 litlar eða meðal- stórar kartöflur 1 msk. fínsaxað rósmarín 1 msk. fínsaxað timjan 1 hvítlauksrif, pressað 1-2 msk. ólífuolía smjör til penslunar salt og pipar Skerið smábút neðan af kartöflunum. Þá velta þær síður. Notið beittan hníf, helst með þunnu blaði, og þverskerið skurði með 2-3 mm millibili í kartöflurnar. Skerið samt ekki alveg niður því þær þurfa að hanga saman neðst. Hitið ofn í 190 gráður C. Veltið kartöflunum upp úr olíunni, saltið og setjið í ofn. Þegar 10 mín. eru liðnar, penslið kartöflurnar með smjöri. Eldið þær þar til þær verða gylltar að utan en mjúkar að innan, u.þ.b. 15-25 mín. til viðbótar. Penslið þær með hvítlauknum og kryddjurtunum 4-5 mín. áður en þær eru teknar úr ofninum. Laxakörfurnar eru ákjósanlegt fingrafæði til að hafa með kampavíni eða hvítvíni á meðan beðið er eftir jólamáltíðinni. Laxakörfur fingrafæði 15 körfur 15 franskbrauðssneiðar ólífuolía til penslunar 1 vorlaukur, fínt sneiddur, eða sambærilegt magn af graslauk Fylling: 100 g reyktur lax, skorinn í fína strimla 5 msk. sýrður rjómi 18% 5 msk. grísk jógúrt 1 tsk. fínt rifinn sítrónu- börkur ½ tsk. sítrónusafi salt og pipar 3 vorlaukar, fínt saxaðir, eða sambærilegt magn af graslauk Hitið ofninn í 180°C. Notið glas eða málmhring sem er u.þ.b. 7 cm í þvermál til þess að skera kringlóttar sneiðar innan úr brauð- sneiðunum. Fletjið sneiðarnar með kökukefli og penslið þær með olíu. Þrýstið þeim vel niður í lítil mót sem búið er að pensla með olíu. Tilvalið er að nota lítil muffinsmót. Bakið í 11-15 mín- útur, eða þar til brauðið hefur tekið á sig gylltan lit. Látið kólna. Hrærið saman sýrðum rjóma, jógúrt, laxi, sítrónuberki, sítrónusafa og vorlauk. Saltið og piprið. Setjið fyllinguna í körfurnar. Hentugt er að nota sprautupoka til þess. Dreifið vorlauknum yfir.  Jólamaturinn rækta sJálf meðlætið Veiðir í jólamatinn V ið höfum mikla ánægju af að nýta hráefni úr okkar um-hverfi og höfum stundum tals- vert fyrir því að verða okkur úti um það. Á sumrin höldum við úti tveimur matjurtagörðum; á Norðurlandi, þar sem við höfum aðstöðu til sumardval- ar, og í höfuðborginni. Mikill munur er á því hráefni sem maður ræktar sjálfur og því sem finna má í stórmörk- uðum, fyrir utan það að tilkostnaður- Hjónin Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari og Inga Elsa Bergþórsdóttir hjá Fabrikunni auglýsingastofu eru miklir matgæðingar. Gísli Egill hefur sérhæft sig í matarmyndum og má sjá myndir eftir hann í fjölda bóka og tímarita. Á jólunum hafa þau rjúpur í matinn sem Gísli Egill veiðir og meðlætið kemur úr matjurta- garði fjölskyldunnar. Ljósmyndir/Gísli Egill Hrafnsson inn er lítill,“ segir Gísli Egill og bætir við að dætur þeirra hjóna séu með í þessu líka af lífi og sál. „Það þarf þolinmæði og ögun þegar berjatíminn nálgast og runnar fara að svigna undan rifsberjum, sólberjum, hindberjum, stikilsberjum og já, eplum. Úr því gerum við sultur, mauk, gel og snafsa,“ segir Inga Elsa. Á sumrin fá þau útrás fyrir veiðiástríðuna. „Við veiðum bæði lax og silung en laxveiðin hefur látið undan síga, með hækkandi verðlagi. Lax og silungur er frábært hráefni ferskt en við tökum alltaf frá hluta veiðinnar og reykjum til vetrarins. Mest reykjum við sjálf í okkar reykofni, lítinn hluta látum við taðreykja sem er okkar íslenska sérstaða sem okkur ber að varðveita.“ Mikil tilhlökkun fylgir því þegar líða fer að rjúpna- vertíðinni. „Fyrirhöfnin og áreynslan er það sem gefur henni gildi. Maður gengur upp og niður fjöll í brunagaddi á meðan birtu nýtur. Það er engu líkt að standa uppi á fjalli í tíu stiga frosti árla morguns á sunnudegi, þegar þjóðin sefur, og hafa útsýni yfir hálft landið. Hvað aflabrögð áhrærir þá erum við ánægð með að fá í jólamatinn. Það dugir okkur,“ segir Gísli Egill. Undanfarin ár hafa þau sótt hinar ýmsu krydd- jurtir í jólamáltíðina út í garð. „Við þurfum að skýla plöntunum og vernda þær fyrir frosti og vindum en það er eins og ákveðnum hring sé lokað um jólaleytið því strax í janúar byrjum við að sá fræjum fyrir næsta sumar,“ segir Inga Elsa en þau hjón dvöldu við nám í Frakklandi í fimm ár. „Sú dvöl hefur markað okkur mjög og við höfum ekki haldið jól undanfarin tuttugu ár án þess að hafa foie gras í forrétt, en það er ein- faldlega feit lifur úr aliöndum eða -gæsum. Menn og konur telja sig komast í nágrenni við himnaríki þegar hún er snædd. Ef við bætum við Sauternes, sætu hvítvíni, þá erum við einfaldlega komin langt út fyrir gufuhvolfið.“ ... við höfum ekki haldið jól undanfarin tuttugu ár án þess að hafa foie gras í forrétt, en það er einfaldlega feit lifur úr aliöndum eða -gæsum. Menn og konur telja sig komast í nágrenni við himnaríki þegar hún er snædd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.