Fréttatíminn - 26.11.2010, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 26.11.2010, Qupperneq 42
6 jól Helgin 26.-28. nóvember 2010 C harlotte Bøving leikkona er farin að hlakka til jólanna. Þau Benedikt Erlingsson, eiginmaður hennar, og börnin þeirra þrjú ætla að halda jólin í heimalandi hennar, Danmörku. „Við verðum hjá mömmu minni sem býr á Norður-Jótlandi,“ segir Char- lotte sem þessa daga na er önnum kafin við að sýna einleikinn Þetta er lífið í Iðnó. „Við höfum haldið jól á Íslandi síðustu þrjú árin. Mér finnst mjög kósí og gaman að vera hér á jólunum. Það er svo mikil fjöl- skyldustemning. Hér er fólk meira saman en í Danmörku,“ segir Char- lotte um muninn á jólahaldi hér- lendis og í Danaveldi. Hún er hrifin af því að kveikja á kerti og setja á leiði látinna ástvina. „Mér þykir það fallegur siður.“ Í Danmörku skreyta margir jólatréð í byrjun desember og láta það standa fram á annan í jólum en Charlotte hefur ekki þann háttinn á. „Við fjölskyldan söfnumst saman á Þorláksmessu og skreytum tréð saman. Ég skreyti tréð alltaf með kertum en ég vandist því á æsku- heimili mínu. Á aðfangadag kveikj- um við á kertunum og eigum nota- lega stund við jólatréð. Mér finnst þetta svo huggulegt en Íslendingar verða dáldið stressaðir, enda óvanir því að hafa lifandi ljós á jólatrénu,“ segir hún og skellir upp úr. Charlotte segist hafa mjög gam- an af því að undirbúa jólin, ekki síst þegar hún hafi nægan tíma. „Mér finnst gaman að föndra og bý alltaf til minn eigin aðventukrans. Fyr- ir þremur árum bjuggum við vin- kona mín til meira en tvö hundruð jólaepli úr þæfðri ull og seldum þau síðan á einni jólatréssölunni. Undanfarin jól hafa verið nokkuð óvenjuleg því fyrir tveimur árum var ég ófrísk og í fyrra var ég með tvö smábörn. Ég vildi samt endilega búa til piparkökur með ellefu ára dóttur minni á aðventunni. Annar tvíburinn var órólegur og vildi ekki sofa þannig að ég var með hann í poka á maganum og bjó um leið til piparkökurnar. Þetta var strembið en ég vildi alls ekki sleppa þessu,“ rifjar Charlotte upp. Er eitthvað sem þú hefur saknað frá Danmörku um jólin? „Nei, því fjölskyldan mín hefur komið hingað. Ég hlakka til að vera með systkinum mínum um jólin og vona að það verði gaman. Stundum væntir maður þess að jólin verði ljúf og góð en svo verða þau það ekki. En ég hlakka samt alltaf til jólanna og vona að allir hagi sér vel,“ segir Charlotte hress í bragði að lokum. Lifandi ljós á jólatrénu Íslensk jól kósí og skemmtileg Ráð við jólastRessi Lín Design / Laugavegi 176 / Sími 533 2220 / www.lindesign.is Charlotte verður með fjölskyldu sinni í Danmörku um jólin. Ljósmynd/Hari Þórunn Lárusdóttir leikkona „Taka jólin ekki of alvarlega. Fara í heitt bað og hlusta á góða jólatónlist. Kveikja á kerti. Allt í lagi þótt það sé ryk í hornum. Hafa ekki áhyggjur. Njóta stundarinnar.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.