Fréttatíminn - 26.11.2010, Blaðsíða 46
10 jól Helgin 26.-28. nóvember 2010
Hefðbundin aðferð
við temprun
Til að konfekTmolar fái sléTTa og
gljáandi áferð er besT að Hjúpa
þá með Tempruðu súkkulaði.
Saxið súkkulaðið og bræðið við
vægan hita. Hrærið í því á meðan það
bráðnar og fylgist vel með hitanum með
hitamæli. Dökkt súkkulaði ætti helst að
verða 42-45°C heitt, en ljóst eða hvítt
súkkulaði heldur svalara. Þegar rétta
hitastiginu er náð, bætið þá söxuðu
súkkulaði út í það bráðna. Það á að
vera u.þ.b. 20% hlutfall af bráðna
súkkulaðinu (t.d. 1 kg af bráðnu súkkul-
aði og 200 g af söxuðu súkkulaði),
blandið vel saman við og látið standa
þar til súkkulaðið nær 32°C. Þá er það
temprað. Passið að halda hitanum um
32°C. Ef það fer yfir það hitastig þarf
að gera allt upp á nýtt.
konfektgerð
Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is · Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17
Fallegar gjafir
á góðu verði
Safnbúð Þjóðminjasafnsins
Sælusápur
margar gerðir 650 kr.
Viskastykki 2.490 kr.
Hugrún
Flöskutappar 4.500 kr.
Safnbúðin
Eldspýtustokkur 650 kr.
Servéttur 850 kr.
Kerti 1.850 kr.
Jólalínan frá Heklu
Íslensk leikföng
Víkingaskip 3.300 kr.
Djákninn á Myrká 1.990 kr.
Stubbur leikfangasmiðja
Falleg bókamerki 300 kr.
Bláberjalyng 2.990 kr.
Bility
Rósavettlingar 8.900 kr.
Sesselja Þórðardóttir
Sérpakkað súkkulaði 595 kr.
Safnbúðin
Úrval af
áhugaverðum bókum.
Laufabrauðsjárn, 5.900 kr.
Ægir
P álmi Jónsson er í draumastarfi súkkulaðiáhugamannsins. Hann er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Nóa Síríusi og hefur haldið
námskeið í konfektgerð fyrir þá sem vilja læra
að búa til sitt eigið eðalkonfekt. „Því fyrr sem
jólakonfektið er búið til, þeim mun betra, vegna
þess að með því kemur jólaskapið. Eða þannig
er það að minnsta kosti heima hjá mér,“ segir
Pálmi brosandi og saxar súkkulaði. Hann segir að
konfekt geymist vel og því sé gott að búa það til í
byrjun desember. „Oftast er konfektið borðað svo
fljótt að það verður aldrei gamalt, en þá er bara að
búa til meira.“
Pálmi lærði til meistara í matreiðslu í Dan
mörku, þar sem hann ólst upp. Í náminu var farið
vítt og breitt um matargerð og þar kynntist Pálmi
konfektgerð. Hann vann á veitingastöðum, m.a.
í Kaupmannahöfn, og hafði umsjón með eftir
réttum og konfektgerð. Hérlendis vann hann hjá
Vox og Turninum áður en Nói Síríus fékk að njóta
krafta hans.
Hvað þarf að hafa í huga áður en hafist er handa
við að búa til konfekt?
„Hafa þetta eins einfalt og mögulegt er þannig
að hægt sé að búa til konfektið nánast hvar og
hvenær sem er án mikils tilkostnaðar. Gott er að
athuga hvað maður á heima áður en farið er af
stað. Finna þarf til súkkulaðimót ef ætlunin er að
steypa konfektið. Síðan þarf að vera aðstaða til að
bræða súkkulaðið, annað hvort yfir vatnsbaði eða
í örbylgjuofni. Digitalhitamælir er nauðsynlegur
þegar tempra á súkkulaðið en sú aðferð krefst
þess að hitastig súkkulaðisins sé nákvæmt. Slíkir
mælar fást í flestum búðum sem selja búsáhöld.
Loks þarf að versla inn eftir innkaupalistanum og
hefjast handa.“
Hvað er temprun?
„Temprun er ákveðin aðferð til að konfektmol
arnir verði sléttir og gljáandi. Ef súkkulaðið er
ekki temprað verður yfirborðið dáldið matt og líf
laust þegar það storknar. Temprunin lítur út fyrir
að vera flókin, en hún er það samt ekki. Það þarf
aðeins að æfa sig og prófa sig áfram. Það er fyrir
hafnarinnar virði.“
Borðar þú mikið súkkulaði í vinnunni?
„Nei, ég reyni að halda mig við nammidag í
vinnunni á föstudögum og heima á laugardögum.
Þannig verður maður aldrei leiður á súkkulaði.“
Pálmi segir að flest börn hafi gaman af því að
búa til sitt eigið konfekt. „Það barnakonfekt sem
hefur alltaf vakið mesta lukku heima hjá mér er
temprað hvítt súkkulaði eða rjómasúkkulaði sem
er steypt í gömul jóladagatalamót. Ég ríf einfald
lega pappann utan af gömlum súkkulaðidaga
tölum og þá eru komin þessi fínu súkkulaðimót.
Tempruðu súkkulaði er hellt í mótið og skafið yfir
með spaða til að fá sléttan botn. Loks er súkkul
aðið látið kólna. Súkkulaðimolarnir eiga að detta
úr mótinu þegar því er snúið við og krökkunum
líður eins og þeir eru flottustu súkkulaðimeistarar
heims!“
Heimagert konfekt slær alltaf í gegn
marsípan-
og orange-
konfekt
250 g gott marsípan
40 ml appelsínusafi
börkur af 1 appelsínu
grand marnier
Hnoðið saman marsípan
og appelsínusafa, rífið
appelsínubörkinn af með
rifjárni og blandið saman
við. gott að smakka til
með grand marnier.
mótið kúlur úr marsípan-
inu og látið þær standa í
stofuhita í u.þ.b. klukku-
tíma. Dýfið kúlunum þá
í temprað súkkulaði,
t.d. síríus 70%, raðið
konfektinu á smjörpappír
og skreytið með t.d.
söxuðum möndlum.
kletta-
konfekt
auðvelt fyrir krakka
200 g temprað
rjómasúkkulaði
100 g gróft saxaðar
salthnetur
dill
Hellið tempruðu súkkul-
aði í skál og blandið
hnetunum saman við
súkkulaðið og smakkað
til með dilli. mótið kletta-
konfektið á smjörpappír
og látið storkna. þessir
molar eru flottir skreyttir
með söxuðum salt-
hnetum og gróft söxuðu
súkkulaði.
Trufflur
520 g dökkt súkkulaði
500 g rjómi
100 g smjör
bræðið súkkulaðið við
vægan hita á meðan
suðan er látin koma upp á
rjómanum. blandið rjóm-
anum saman við súkkul-
aðið í smáskömmtum.
látið kólna
lítillega og
setjið þá
smjörið
saman
við. látið
stífna al-
veg í ísskáp.
mótið kúlur
og veltið upp
úr kakói, eða
hjúpið með
tempruðu súkkul-
Jólaskapið kemur
með konfektinu
gott ráð!
að bræða súkkulaði
Þegar brætt súkkulaði er notað með
öðru hráefni er best að byrja alltaf á
að bræða súkkulaðið og bæta síðan
hráefninu út í.
gott ráð!
fjölbreyTTara bragð
Prófaðu að bæta kryddi eða ferskum
kryddjurtum við trufflurnar.
aði og veltið í hnetum
eða hverju því sem
ykkur dettur í hug.