Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 50

Fréttatíminn - 26.11.2010, Síða 50
14 jól Helgin 26.-28. nóvember 2010 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna selur falleg hálsmen í fjáröflunarskyni. Hálsmenin eru með áletruninni VON á þremur tungumálum, íslensku, ensku og latínu. Fáanleg bæði úr silfri og stáli (grófari fyrir herra). Silfurmen kostar aðeins 4.000 krónur og stálmen 3.500 krónur. Hálsmenin eru til sölu á heimasíðu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, www.skb.is og í síma 588 7555. Boðið er upp á heimsendingu. Hjálpum félagsmönnum að halda í sína von. Tilvalin jólagjöf! V O N · H O P E · S P E S OKKAR VON JÓLAKORT SKB Glæsileg jólakort SKB eru til sölu á heimasíðunni www.skb.is. Þrjár gerðir af kortum eru til sölu. Tryggðu þér jólakort og styrktu gott málefni. Jólaskraut Áður fyrr skreytti fólk híbýli sín um jól með kertaljósum, sem þóttu kærkomin tilbreyting frá hversdags- leikanum. Það er fremur nýr siður að skreyta allt hátt og lágt. Valgerður Guðnadóttir söngkona „Ég myndi kveikja á góðu ilmkerti, setja á rólega og fallega tónlist og fara í heitt bað til að slaka á fyrir jólin. Til að forðast jólastressið mæli ég með því að fara á skemmtilega tónleika og síðan er alltaf gott að fara í góðan göngutúr, það er svo hollt fyrir líkama og sál.“ Ráð við jólastRessi Vissir þú þetta? HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt Jólagjafir Sá siður að skiptast á jólagjöfum er tiltölulega nýr hérlendis. Það er eldri siður að gefa sumargjafir en til eru heimildir um sumargjafir frá 16. öld. Á seinni hluta 19. aldar fóru gjafir að tíðkast í einhverjum mæli. Fyrsti vísirinn að því var að gefa öðrum kerti til að lífga upp á tilveruna. Síðan fengu flestir eina nýja flík svo þeir færu ekki í jólaköttinn. Eftir því sem leið á 19. öldina fór að bera meira á jólagjöfum og jólaauglýsingar komu í kjölfarið. Aðventuljós Þótt ótrúlegt sé er það tiltölulega nýr siður að setja að- ventuljós út í glugga. Aðventuljósin komu fyrst til Íslands frá Svíþjóð árið 1964. Þau náðu strax miklum vinsældum og prýða nú flest heimili á aðventunni. Jólatré Fallega skreytt jólatré er hluti af jólunum í hugum flestra. Þó er þessi siður fremur nýr af nálinni. Um miðja 19. öld tíðkaðist að skreyta heimilið með heima- smíðuðu jólatré. Aðeins var á færi þeirra efnameiri að kaupa innflutt grenitré. Á tuttugustu öldinni fóru grenitrén að ryðja sér til rúms og þau urðu algeng meðal almennings. Aðventukrans Aðventukransar komu fram í kringum 1930 og eru löngu orðnir ómissandi á aðventunni. Laufabrauð Laufabrauð er að margra mati séríslenskt fyrirbæri. Laufabrauð varð til vegna þess að erfitt var að fá hráefni í brauð. Til að allir fengju eitthvert góðgæti að borða var laufabrauðið haft þunnt og síðan skreytt með fögrum útskurði. Það var þó ekki á borðum almenn- ings fyrr en á 19. öld og þá helst um norðanvert landið. Stutt er síðan laufabrauð varð hluti af jóla- hefð hjá flestum Íslendingum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.