Fréttatíminn - 26.11.2010, Page 58
22 jól Helgin 26.-28. nóvember 2010
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
24
31
1
1/
10
Jólin eru tími til að gefa.
Í Lyfju finnurðu úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra
sem þér þykir vænst um. Við erum aldrei langt undan.
Kannski er
jólagjöfin í Lyfju
Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga
Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík
Á Þorláksmessu heldur Nanna Rögnvaldar-dóttir boð fyrir vini og
vandamenn þar sem hún býður
upp á smárétti í bland við stærri
steikur. „Það er mjög þægilegt
að bjóða upp á mismunandi smá-
rétti í jólaboðum. Marga smárétti
má útbúa með stuttum fyrir-
vara, eða samdægurs, en aðra
má gera daginn áður eða jafnvel
enn fyrr og frysta,“ segir Nanna
sem nýlega sendi frá sér mat-
reiðslubók þar sem smáréttir eru
einmitt í aðalhlutverki. „Smá-
réttir geta verið afar fjölbreyttir,
jafnvel þótt þeir séu svipaðir, með
því að útbúa mismunandi sósur
og ídýfur eða nota mismunandi
krydd,“ upplýsir hún og bætir við
að hún bjóði oft upp á smárétti
þegar hún fær gesti. „Svo hef ég
líka útbúið smárétti fyrir ættingja
og vini þegar þeir halda veislur.“
Þorláksmessuboðin hjá Nönnu
hafa vakið mikla lukku en hvern-
ig kom það til að hún fór að halda
boð þennan dag? „Ég fór alltaf
norður á Sauðárkrók til foreldra
minna á jólunum en eftir að ég
hætti því fór ég að hafa opið hús
alla Þorláksmessuna til að hitta
vini og kunningja. Ég bý í mið-
bænum og fólk er mikið á ferð-
inni þennan dag. Þetta er tilvalið
tækifæri fyrir fólk til að hittast og
skiptast á kveðjum og pökkum.
Það eru margir fastagestir sem
koma ár eftir ár og segja að
jólin byrji hjá mér. Ég held þessu
áfram á meðan ég hef gaman
af því – og ég hef enn gaman af
þessu,“ svarar hún kankvís.
Nanna er ekki ein af þeim sem
hafa alltaf það sama í jólamatinn
frá ári til árs. „Ég hef þá stefnu
að vera ekki með neina fasta siði
sem ekki megi hvika frá. Ég vil
ekki festa mig í venjum. Barna-
börnin vilja að vísu helst fá andar-
bringur og því hef ég haft þær
síðustu árin en þá er bæði for- og
eftirrétturinn mjög breytilegur.
Ég ákveð stundum ekki fyrr en
á Þorláksmessu hvað verður í
jólamatinn, enda er ég ekki alltaf
mjög fyrirhyggjusöm,“ segir
Nanna og bæti við að það sé afar
mismunandi hvenær hún byrji
að undirbúa jólin. „Stundum á
haustin en stundum ekki fyrr en í
desember.“
Hangi kjöts -
tætingur
150 g hrátt, taðreykt
hangikjöt
2 msk. gott balsamedik
2 msk. ferskt timjan,
saxað
nýmalaður pipar
Skerðu hangikjötið í
litla bita. Best er að
það sé bragðmikið og
ég mæli með tvíreyktu
sauðahangikjöti. Settu
það í matvinnsluvél og
grófsaxaðu það – notaðu
púlshnappinn eða kveiktu
og slökktu á vélinni til
skiptis ef hann er ekki
til staðar. (Ef þú átt ekki
matvinnsluvél geturðu
skorið kjötið mjög smátt
með beittum hníf.) Settu
það í skál, ýrðu balsam-
ediki yfir, hrærðu timjani
og pipar saman við og
láttu standa smástund.
Sítrónuleginn
þorskur
150 g þorskur (eða annar
fiskur eftir smekk)
1 sítróna
½-1 tsk. rautt chili-aldin,
fræhreinsað og saxað
mjög smátt
½ lítil rauð paprika, fræ-
hreinsuð og söxuð smátt
nokkur basilíkulauf,
skorin í mjóar ræmur
nýmalaður pipar
salt
Gott er að frysta fiskinn
til hálfs eða nota frosinn
fisk og skera hann þegar
frostið er rétt byrjað að
fara úr honum, þá er
auðvelt að skera hann
í mjög þunnar sneiðar.
Dreifðu sneiðunum á
disk og kreistu safann úr
sítrónunni yfir. Dreifðu
svo chili, papriku og
basilíku yfir og kryddaðu
með pipar og salti. Láttu
standa í um 1 klst.
Heldur árlega boð á Þorláksmessu
Matarboð SMÁréttir í bland við StórSteikur
Lj
ós
m
ny
d/
G
ís
li
Eg
ill
H
ra
fn
ss
on
Í skeið
Það er dálítið flott að bjóða upp á alls konar góðgæti borið
fram í matskeiðum, oftast með sérstaklega beygðu og
sveigðu skafti sem ekki er hægt að nota til neins annars en
í svona fínirí – en fæstir eiga slíkar skeiðar og það er engin
ástæða til að fjárfesta í þeim ef þær verða svo bara notaðar
einu sinni á ári.
En það er hægt að fara aðrar leiðir. Það má nota
venjulegar matskeiðar, ef þær eru fallegar og maður á nóg
af þeim – þá getur verið gott að hafa þær á bakka með barmi
og láta skaftið hvíla á barminum svo skeiðin haldist bein og
ekki renni úr henni – eða litlar skálar af ýmsu tagi, en þá þarf
reyndar oftast að hafa lítinn gaffal eða skeið með.
Alla þessa rétti sem hér koma uppskriftir að má líka bera
fram á disk eða fati og láta gestina skammta sér sjálfa,
annaðhvort á smádiska með öðru góðgæti eða á brauð eða
kex. Svo henta þeir líka allir mjög vel sem forréttir, bornir
fram á litlum diskum, kannski með nokkrum salatblöðum og
ristuðu brauði eða hvítlauksbrauði.
SMÁréttir nönnu
Ég hef þá stefnu
að vera ekki
með neina fasta
siði sem ekki
megi hvika frá.
Ég vil ekki festa
mig í venjum.
Nanna Rögnvaldardóttir stressar sig ekki á jólaundirbúningnum. Stundum hefst hann á haustin og stundum í desember. Ljósmynd/Hari